Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 78
Bretar voru sigursælir á bandarísku Golden Globe- hátíðinni sem var haldin í Hollywood í fyrrakvöld. Helen Mirren fékk tvenn verðlaun á meðan Babel og Dreamgirls voru valdar bestu myndirnar. Segja má að Helen Mirren hafi drottnað yfir öðrum leikurum á hátíðinni. Hún var valin besta leik- konan í stuttri sjónvarpsþáttaröð fyrir hlutverk sitt í Elizabeth I og sem besta leikkonan í dramamynd sem Elizabeth II í The Queen. Sú mynd fékk einnig verðlaun fyrir besta handritið. Mirren sagði að Elísabet Eng- landsdrottning hefði árið 1952 gengið inn í hlutverk lífs síns, aðeins 25 ára. „Satt best að segja finnst mér þessi verðlaun tilheyra henni vegna þess að þið heilluðust af henni en ekki mér,“ sagði hún. Forest Whitaker var valinn besti leikarinn í dramamynd fyrir frammistöðu sína sem einræðisherrann Idi Amin í myndinni The Last King of Scotland. Whitaker er mörg- um Íslendingum kunnur eftir að hafa farið með aðalhlutverkið í mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Bretinn Sacha Baron Cohen fékk verðlaun sem besti gamanleikar- inn í hlutverki sjónvarpsmannsins óborganlega Borat í samnefndri mynd. Sagði hann að hlutverkið hefði breytt lífi sínu. „Ég vil þakka öllum Bandaríkjamönnum sem hafa ekki ennþá lögsótt mig,“ sagði Cohen í léttum dúr þegar hann tók á móti verðlaununum. Landi Cohens, Hugh Laurie, var valinn besti dramaleikarinn fyrir frammistöðu sína í læknaþættin- um House og Bretarnir Jeremy Irons og Bill Nighy hlutu einnig verðlaun. Irons hlaut verðlaun sem besti aukaleikari í þáttaröðinni Elizabeth I og Nighy sem besti leikarinn í sjón- varpsmyndinni Gideon´s Daughter. Nighy er eflaust mörg- um kunnur úr myndinni Love Act- ually, auk þess sem hann lék í sjón- varpsmyndinni The Girl in The Café sem var tekin að hluta til upp hér á landi. Emily Blunt, sem er einnig bresk, var valin besta aukaleikkonan fyrir frammistöðu sína í Gideon´s Daughter. Kvikmyndin Dream- girls var valin besta söngva- eða gaman- myndin og hreppti tvö önnur verðlaun, fyrir besta auka- leikarann, Eddie Murphy, og bestu leikkonu í auka- hlutverki, Jennifer Hudson. Babel, sem var tilnefnd til sjö verðlauna, hlaut aðeins Golden Globe-verð- laun fyrir bestu dramamyndina. Mynd Clint Eastwood, Letters From Iwo Jima, var valin besta myndin með erlendu tali og Mart- in Scorsese besti leikstjórinn fyrir glæpamyndina The Departed. Ugly Betty hlaut verðlaun sem besti gamanþátturinn í sjónvarpi á meðan Grey´s Anatomy varð fyrir valinu sem besti dramaþátt- urinn. Þá fékk Warren Beatty, sem verður sjötugur á árinu, heiðurs- verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Stjörnurnar skinu skært á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í Hollywood í fyrrakvöld. Voru þær mættar í sínu fínasta pússi og vitaskuld stillti her ljósmyndara sér upp til að festa her- legheitin á filmu. Stjörnurnar skinu skært Tískugúrúinn Giorgio Armani er ekki sammála þeim sem halda að flutningur Beckham-hjónanna til Los Angeles hafi haft eitthvað með framtíðaráform Victoriu að gera. Hann sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann héldi frekar að David Beckham langaði til að reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu. Beckham hefði útlitið með sér, og fótboltaferill hans væri farinn að styttast í annan endann. Auk þess á hann hauk í horni í Tom Cruise. Á tjaldið? ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 56 26 1 /0 7 VERÐ FRÁ 59.700 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI Hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn á sameiginlegum tónleikum í Cirkusbygningen. Hljómsveitirnar leika til skiptis undir borðhaldi og síðan fyrir dansleik. Þriggja rétta kvöldverður. Stanslaust, íslenskt fjör eins og það getur best orðið til kl. 2:00. Leynigestur úr heimi tónlistarinnar. Kynnir kvöldsins: Þorvaldur Flemming. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is STUÐMENN OG SÁLIN Í KÖBEN 18. APRÍL 2007 Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir ICELANDAIR OG WWW.KAUPMANNAHOFN.DK KYNNA:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.