Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 82
 Ólafur Stefánsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta og algjör lykilmaður í sóknarleik íslenska liðsins. Hann er heimsklassa handboltamaður sem hefur margsannað sig meðal þeirra bestu, bæði með íslenska landsliðinu á stórmótum sem og með félagsliðum sínum Magde- burg og Ciudad Real. Þeir sem hafa áhyggjur af fáum mörkum Ólafs í undanförum æfingaleikjum geta bara setið ról- egir því ef það er einhver maður sem íslenska þjóðin getur treyst á að skili sínu á stóra sviðinu þá er það Ólafur Stefánsson. Ólafur skaut aðeins 4 langskot- um í uppsettum sóknum í leikjun- um tveimur gegn Tékkum og stærsta skýringin er örugglega sú að hann er að hlífa öxlinni sem hefur verið að hrjá hann í vetur. Ólafur hvíldi lítið í leikjunum og þannig verður það örugglega einn- ig á HM í Þýskalandi þar sem brotthvarf Einars Hólmgeirsson- ar hefur vissulega rænt hægri vænginn breiddinni. Ólafur skor- aði alls 4 mörk utan af velli í Tékkaleikjunum og þar af komu þrjú úr hraðaupphlaupum. Eina mark Ólafs í uppsettri sókn skor- aði hann í fyrri hálfleik seinni leiksins þegar Íslendingar voru manni fleiri. Besta dæmið um að Ólafur nái alltaf sínu besta fram á stórmót- um er framganga hans í fyrra. Margir höfðu uppi efasemdir um Ólaf eftir að hann skorað aðeins eitt mark með langskoti í lokaund- irbúningsleikjunum liðsins gegn Frökkum og það þótti ekki boða gott að besti maður landsliðsins hefði aðeins skorað 2,6 mörk að meðaltali í fimm æfingaleikjum liðsins. Eftir fyrsta leikinn, 36-31 sigur á Serbum létti Ólafur áhyggjunum inn á vellinum. Hann átti stórleik skoraði 8 mörk úr 11 skotum þar af 4 þeirra með langskotum. Ólaf- ur endaði mótið með því að skora 8,3 mörk að meðaltali, gefa 7,0 stoðsendingar í leik, nýta 61% skota sinna og tryggja sér sæti í úrvalsliði mótsins. Kröfurnar og væntingarnar til Ólafs eru alltaf miklar og það er enginn að búast við að hann beri einn uppi sóknarleik íslenska liðs- ins. Fleiri leikmenn þurfa að taka meiri ábyrgð en íslenska liðið mun þó ekkert hætta að horfa til hæfi- leika Ólafs í að splundra vörnum mótherjanna með annað hvort hnitmiðuðum skotum eða mögnuð- um sendingum. Eins og allir vita þá sést framlag Ólafs til liðsins ekki síst í öllum stoðsendingunum sem hann gefur. Ólafur gaf 17 stoðsendingar í leikjunum tveim- ur á móti Tékkum og sex sending- ar hans til viðbótar sköpuðu víta- köst. Af þessum 23 lykilsendingum þá voru 14 þeirra inn á línu og þá sást nokkrum sinnum til Ólafs vera búinn að taka upp tívolí-send- ingar Sigga Sveins sem er ekki að skemma fyrir flórunni á þeim bænum. Ólafur sjálfur er maður pæl- inganna. Það gleyma fáir sjón- varpsviðtalinu við hann eftir leik- inn á móti Serbíu á EM í fyrra. Ólafur sagðist þá hafa tekið þá ákvörðun að verða ungur aftur, dreymdi Boris um nóttina og klæddist Valstreyjunni undir landsliðsbúningnum. Íslenska þjóðin myndi vilja óska að Ólafur væri alltaf ungur og til staðar fyrir íslenska landsliðið. Við getum því fagnað því að hann sé enn í fullu fjöri og beðið spennt eftir því hvernig Ólafur Stefáns- son umbreytist í besta handbolta- mann heims þegar að hann stígur á stóra sviðið í Þýskalandi um næstu helgi. Ólafur Stefánsson skoraði „aðeins“ þrjú mörk að meðaltali í fimm síðustu undirbúningsleikjum íslenska landsliðsins en síðustu árin hefur hann sparað sig í æfingaleikjunum en spilað frábærlega á stórmótunum. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður greindi Fréttablaðinu frá því í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram til formanns KSÍ en hann býður sig engu að síður fram til setu í stjórn KSÍ. Stefán Geir segir marga hafa skorað á sig að fara í formanns- framboð hjá KSÍ en þar sem framboð Jafets S. Ólafssonar liggi fyrir hafi hann ákveðið að bjóða sig ekki fram. Stefán fagnar framboði Jafets og segir hann hafa þá mannkosti, reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra KSÍ í áframhaldandi sókn íslenskrar knattspyrnu. Stefán segir einnig á að ýmsir hafi bent á mikilvægi þess að með nýjum formanni komi jafnfram nýir menn í stjórnina og þess vegna bjóði hann sig fram til setu í stjórn KSÍ. „Vonast ég til að reynsla mín og þekking nýtist í störfum mínum fyrir KSÍ: hvort heldur er af fjölbreyttum lögmannsstörfum hérlendis og erlendis eða af rekstri knattspyrnufélagsins Stoke City FC á Englandi um 6 ára skeið og Knattspyrnufélags- ins Víkings um 10 ára skeið,“ segir í tilkynningu frá Stefáni Geir sem hefur ekki verið áberandi í íslensku knattspyrnu- lífi undanfarin ár þó svo hann hafi verið að vinna trúnaðarstörf fyrir Víking. Tveir einstaklingar - Geir Þorsteinsson og Jafet S. Ólafsson - hafa boðið sig fram til formanns KSÍ og Viðar Halldórsson hefur sagst vera að íhuga framboð en hefur ekki tekið ákvörðun. Ársþing KSÍ fer fram 10. febrúar. Styður Jafet og vill í stjórn KSÍ 2 Átta liða úrslit Áskor- endakeppni Evrópu klárast í vik- unni en þar mætast liðin sem voru með Njarðvík og Keflavík í riðli fyrir áramót. Liðin sem fóru upp úr riðli Njarðvíkur (CSK-VVS Samara og Cherkaski Mavpy) unnu liðin sem voru með Keflavík í riðli (BC Dnipro og Mlekarna Kunin). CSK-VVS Samara vann 20 stiga útisigur á Mlekarna Kunin (84- 64) og Cherkaski Mavpy vann 2 stiga heimasigur á BC Dnipro (89-87). Það lið sem hefur betur samanlagt út úr tveimur leikjum kemst áfram í undanúrslit. Njarðvík tapaði báðum heima- leikjum sínum gegn þessum liðum með aðeins tveim- ur stigum en Keflavík tap- aði heima- leiknum gegn BC Dnipro með 1 stigi en steinlá með 29 stigum á heimavelli gegn Mlek- arna Kunin. Liðin töpuðu síðan bæði stórt í öllum útileikj- unum. Liðin úr riðli Njarðvíkur standa vel að vígi Stórleikur átta liða úrslita bikarkeppni kvenna í hand- bolta fer fram á Ásvöllum í kvöld þegar bikarmeistarar Hauka taka á móti Stjörnunni. Þetta verður annar leikur liðanna á fimm dögum en Stjarnan vann deildar- leik liðanna í Ásgarði með sex marka mun á laugardaginn, 21-15. Nú er að sjá hvort Haukastúlk- urnar ná að hefna fyrir tapið en þrír lykilmenn liðsins, Ramune Pekarskyte, Hanna Guðrún Stef- ánsdóttir og Sandra Stojkovic, skoruðu aðeins 9 mörk úr 24 skot- um í leiknum á laugardaginn en höfðu skorað saman 18,3 mörk að meðaltali í leik í vetur. Spurning hvort Haukastúlkur hafi fundið leiðina frá hjá hinn sterku 3:2:1 vörn Stjörnunnar. Hefna bikarmeistarnir? Spiluðum Rocky-lögin fyrir og eftir leik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.