Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 83

Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 83
Ekki eru allir tilbúnir að ganga til liðs við Eggert Magnús- son og félaga hjá West Ham. Ashley Young, framherji enska liðsins Watford, neitaði að fara til West Ham eftir að Eggert Magnússon var búinn að ná samkomulagi við Watford um að kaupa þennan 21 árs strák fyrir 9,65 milljónir enskra punda eða 1,3 milljarða íslenskra króna. Watford hafnaði fyrst 7 milljóna punda tilboði en Eggert bauð þá hærra í strákinn. Eftir að Young lokaði á Upton Park er talið líklegt að Aston Villa og Tottenham berjist um kappann, sem hefur skorað 4 mörk í 23 leikjum á tímabilinu. Vildi ekki fara til West Ham Unndór Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express-deildinni, hefur tekið þá ákvörðun ásamt stjórn körfuknattleiksdeildarinnar að láta nýjan serbneskan miðherja liðsins fara aftur til sín heima. Grindavík fékk til sín um áramótin 190 sm stelpu, Tönju Goranovic, sem lék sinn fyrsta og eina leik í 96-50 sigri á Hamri. Goranovic var með 2 stig og 4 fráköst á 30 mínútum í þessum leik en samkvæmt yfirlýsingu á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur kemur fram að Tanja hafi engan veginn staðið undir væntingum hjá stjórn og þjálfara Grindavíkur en þar sem félagaskiptafresturinn er runninn út getur Grindavík ekki fengið annað leikmann í staðinn. Grindavík fær í kvöld Keflavík í heimsókn en Keflavíkurliðið er á mikilli siglingu og hefur unnið síðustu sjö leiki sína í deild og bikar. Sú serbneska send aftur heim Chris Webber mun spila með Detroit Pistons í NBA- deildinni í vetur. Nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Pistons á svipaðan hátt og Rasheed Wallace gerði á meistaraárinu 2004. „Ég get ekki beðið eftir því að fara að spila með hæfileika- ríkum leikmönnum og vinna að því að færa Detroit sinn fjórða meistaratitil,“ sagði Webber eftir að hann tilkynnti að hann myndi spila með Detroit. Webber er fæddur í Detroit og spilaði frábærlega með Michig- an-háskólanum á sínum tíma. „Við teljum að Chris muni passa vel inn í okkar leik. Það eru allir mjög spenntir, leikmenn, þjálfarar sem og borgin öll,“ sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons. Philadelphia 76ers keypti upp samning Webbers, sem hafði bara spilað 18 leiki í vetur og aðeins skorað í þeim 11 stig að meðaltali. Ætlar sér að vinna titil Annar keppnisdagur opna ástralska meistaramótsins í tennis einkenndist af gífurlega miklum hita. Sumar er í Ástralíu og fór hit- inn allt undir 40 gráður. Maria Sharapova frá Rússlandi lenti í miklum vandræðum með and- stæðing sinn, Camille Pin frá Frakklandi, vegna hitans og maga- verkja. Sharapova vann fyrsta settið en Pin það næsta. Sú rússneska komst svo 5-0 yfir í lokasettinu en tapaði næstu fimm settum. Svo fór að Sharapova vann með mikilli þrautseigju, 9-7, eftir næstum þriggja klukkustunda langa viður- eign. Mótsreglur voru gagnrýndar harkalega í gær en þær kveða á um að ekki megi loka þaki á leik- vanginum eftir að leikur er haf- inn. Leikmenn þurftu því að spila í brennandi hita. Þær Kim Clijsters og Martina Hingis áttu ekki í vandræðum með andstæðinga sína í gær. Skotinn Andy Murray hrein- lega valtaði yfir Spánverjann Alberto Martin sem vann aðeins eina lotu í settunum þremur. Þá vann Rafael Nadal Bandaríkja- manninn Robert Kendrick í hörku- viðureign og David Nalbandian frá Argentínu vann Janko Tipsar- evic eftir að hafa lent tveimur settum undir. Heimamaðurinn Lleyton Hewitt vann ævintýralegan sigur á Michael Russell frá Bandríkjun- um en hann lenti einnig tveimur settum undir. Sharapova vann í miklum hita Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá miðjumanninn Javier Mascherano á láni frá West Ham en til þess þarf liðið sérstaka undanþágu frá FIFA. Mascherano má samkvæmt reglum ekki spila með öðru liði þar sem hann hefur spilað bæði með Corinthians og West Ham á þessu tímabili. Mascherano hefur aðeins spilað í heilar 6 mínútur síðan West Ham tapaði fyrir Tottenham 22. október en hann kom á Upton Park 31. ágúst síðastliðinn. FIFA hefur tekið við beiðni Liverpool og er að skoða málið. Þurfa að sækja um undanþágu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.