Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 88
Það var „Hænuboð“ hjá Maju vinkonu, eða „hen party“ eins
og hún kallar sjálf skemmtileg-
ustu kvennaboð ársins. Hún sagði
í símanum að hún væri flutt úr
húsinu sínu í Laugarásnum í
lúxusíbúð í Skuggahverfi 101. Það
væri ekki úr vegi að við yrðum
okkur úti um hjólahjálm sem ráð-
legt væri að setja upp þegar við
nálguðumst húsið.
er eitthvað vesen með flís-
arnar utaná blokkinni“ sagði Maja,
„þær hrynja niður á götu í tíma og
ótíma, svo allur er varinn góður.
Auðvitað væru þetta vonbrigði,
hún hefði haldið sig vera að flytja
inn í flottustu íbúð á Reykjavíkur-
svæðinu, henni hafði verið sagt að
uppbygging í Skuggahverfi 1, 2 og
3 væri „metnaðarfyllsta verkefni
sem ráðist hefði verið í hér á landi
um árabil“.
er allt á Íslandi í dag.
„Stærstu framkvæmd Íslandssög-
unar“ er nú verið að brölta í við
Kárahnjúka. Og nú heita þessir
ljótu svörtu húsdrjólar sem er
farið að raða upp við Skúlagötuna
„Metnaðarfyllsta framkvæmd
Íslandssögunnar“ og verktakar
andstuttir af græðgi gefa fyrir-
heit um slíkan ófögnuð í framtíð-
inni, sem muni ná alveg upp á
Skólavörðuholt.
hvað um það. „Hænuboðið“
hjá Mæju var frábært eins og öll
hennar boð. Hún var orðin svo ein-
mana þarna í svarta fílabeinsturn-
inum (sem leit reyndar út í bili
eins og skjöldótt kýr). En gesta-
komum til hennar hafði stórlega
fækkað af öryggisástæðum.
allar slíkar hremmingar voru
gleymdar þegar horft var út um
stóru stofugluggana yfir á Esjuna.
Hvílíkt útsýni! Það var eins og
engin okkar hefði séð gömlu góðu
Esjuna í öðrum eins ljóma. En auð-
vitað þurfti ein hænan að reka
augun í að vatn lak niður á stíl-
hreina gluggakistuna, smá hönn-
unargalli, enda höfðu fram-
kvæmdamenn að húsbyggingunni
rekið verktakana í Eykt snarlega
þegar þeir sáu að Eyktarmenn
voru að dútla með hveitilím við
festingu flísa og sjálfsagt hefðu
þeir notað tyggigúmmí í þéttingar
á gluggalistum.
fjörugasta boði ársins reyndum
við að taka ekki eftir því að gólfið
var farið að síga ískyggilega og
þegar einhver hafði orð á því, var
henni sagt að líklega hefði hún
verið búin að fá sér einum of
mikið sérrí.
Skellóttur fíla-
beinsturn
Lyfja Lágmúla
Lyfja Smáratorgi
Opið 8-24
alladaga
- Lifið heil
AFL OG HAGKVÆMNI
SAMEINAST
TÆKNIUNDRIÐ TDI® DÍSILVÉLIN EYÐIR AÐEINS 4,9 LÍTRUM
SIMPLY CLEVER
GullnaStýrið
Skoda Octavia hefur meðal annars
hlotið Gullna stýrið, einhver
eftirsóttustu bílaverðlaun heims.
SkodaOctavia
Skoda Octavia með 1,9 lítra TDI® dísilvél sannar að afl
og hagkvæmni getur farið saman. Vélin skilar 105
hestöflum en eyðslan er einungis 4,9 lítrar í blönduðum
akstri á hverja 100 km.
Svo er Octavia TDI® einnig fáanleg fjórhjóladrifin og
meira en tilbúin í átök vetrarins. Hvort sem hindrunin er
háir snjóskaflar eða hátt eldsneytisverð þá ertu í
toppmálum á Skoda Octavia TDI®.
Í ágúst 2006 tókst Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra FÍB blaðsins, að ná
eyðslu bílsins í 3,63 lítra þegar hann ók rúmlega hringveginn, alls
1.515 km, í áheitaakstri HEKLU fyrir Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.
LANGAR ÞIG Á HM
Í HANDBOLTA?
Komdu þá og reynsluaktu Skoda og þú gætir
unnið miða fyrir tvo á úrslitaleikinn á HM í
handbolta í Þýskalandi 4. febrúar, flug með
Icelandair og gistingu á glæsihóteli.
HEKLA er stuðningsaðili HSÍ
– ÁFRAM ÍSLAND!
AUGL†SINGASÍMI
550 5000