Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 28

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 28
hagur heimilanna Heitar sítrónur eru heppilegar þegar þarf að þrífa örbylgjuofninn, segir Lára Ómarsdóttir. Keypti tjörn með húsi Þorramaturinn sem margir gæða sér á um þetta leyti samanstendur af ýmiss konar mat. Súrmatur þykir hefðbundnastur auk harð- fisks og rófustöppu en undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk telji hangi- og saltkjöt einnig til þessara kræsinga. „Hollusta þorramats er breytileg eins og maturinn er misjafn. Það sem helst þykir slæmt við hann er að fitumagnið í honum er frekar hátt,“ segir Grímur Ólafsson, sér- fræðingur á Matvælasviði Umhverfisstofnunar. Hann segir kosti súrmetisins helst vera þá að hann inniheldur nánast ekkert salt. Súrsunin sem notuð er við vinnslu hans er gömul varðveislu- aðferð sem var Íslendingum afar mikilvæg þegar saltskortur var í landinu. Í stuttu máli fer hún þannig fram að soðin matvæli eru sett í súrsunarmysu í þrjá til sex mánuði. Þegar sýrustigið í mat- vælunum er hæfilegt geta sjúk- dómsvaldandi örverur ekki fjölg- að sér og maturinn verður öruggur til neyslu. Grímur segir mysuna hafa verið afar mikilvæga í matarhefð- um þjóðarinnar þar sem hún inni- heldur bætiefni, svo sem b og c vítamín, kalk og góð prótín. „Fitan í matnum eru helsti ókosturinn. Hún hefur auðvitað verið fólkinu góð í kuldanum fyrr á tímum en við þurfum lítið á henni að halda. Þess ber þó að geta að hrútspungar innihalda mjög litla fitu þannig að fólk þarf litlar áhyggjur að hafa af henni á meðan það borðar þá,“ segir Grímur en viðurkennir að þeir séu ekki í uppáhaldi hjá sér heldur sviða- sultan. Hann veitir svo súrmetinu blessun sína svona einu sinni á ári. Kosturinn við súrmetið er lítið sem ekkert salt Yfir hundrað þúsund Íslend- ingar hafa fengið, eða munu fá á næstu mánuðum, auðkennislykil í pósti frá bankanum sínum. Lyklinum er ætlað að auka öryggi í bankaviðskiptum með því að láta notendur slá inn auðkennis- númer, sem lykillinn sýnir þegar ýtt er á takka á honum, auk not- endanafns og aðgangsorðs til þess að fá aðgang að bankanum. En hvernig virkar þessi lykill? „Hvert tæki er útbúið með raf- rænum lykli inni í sér, sem er ein- stakur fyrir það tæki,“ segir Sverrir Bergþór Sverrisson, sér- fræðingur hjá Auðkenni, fyrir- tækinu sem framleiðir lyklana. „Tækið notar síðan rafræna lykilinn til að búa til slembitölu, sem notandinn slær inn. Hjá bankanum er tölva sem tengir auðkennislykil- inn við notandann og útbýr tölu út frá sömu forsendum og lykillinn hefur. Ef talan er sú sama og talan sem tækið bjó til er hún samþykkt og notandanum veittur aðgangur.“ Sverrir segir dreifingu á lykl- unum hafna og að henni ljúki á næstu mánuðum. Á sama tíma verður byrjað að skylda notendur til þess að nota lyklana. Tala sem tryggir aukið öryggi – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.