Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 1

Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 1
heimaerbestLAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 STÓLAHÖNNUNDanski snillingurinn Hans J. Wegner MATARGERÐBaka og búlgursalat SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIRGamli sófinn í góðum félagsskap Krúttlegt kaffiboðKonan tekin á eintal út af litum O P I Ð L AU G A R D A G A F R Á K L . 1 1 – 1 8 O G S U N N U D A G A F R Á K L . 1 3 – 1 8 BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Á LÆKKUÐU VERÐI Á ÞORRANUM Smáauglýsingasími Þegar Davíð Garðarsson fékk RangeRover jeppa árgerð 1983 átti hann þáósk heitasta að bíllinn yrði appelsínu-gulur. Hrafnhildur Jónsdóttir, konaDavíðs, harðneitaði í fyrstu, en í dager hún hæstánægð og keyrir stolt um áþeim appelsínugula. „Þegar ég eignaðist bílinn dauðlangaði mig í þennan appelsínug lJó Davíð hlæjandi. Þeir félagarnir tættu allt innan úr honum, teppalögðu, settu ný inni- ljós og máluðu að lokum skær-appelsínugul- an, alveg eins og Hrafnhildi hafði verið lofað. „Þeir unnu að þessu í fleiri daga með mér, allt í sjálfboðavinnu og þegar hann var tilbú- inn slógu þeir saman í númeraplötuna G4 sem bíllinn er nú nefndur í daglegu tali,“ segir Davíð. Þrátt fyrir að H Hádegisverðarfundur fimmtudaginn 22. febrúar á vegum Heimdallar og Evrópusamtakanna Eiga hægrimenn erindi í ESB? Sjá dagskrá á www.evropa.is Skráning er hafin á evropa@evropa.is Aðgangur ókeypis Tvær íslenskar konur á fimmtugsaldri voru hand- teknar með tæp 700 grömm af kókaíni falin innvortis og innan klæða þegar þær komu saman með flugi frá Amsterdam síðast- liðinn þriðjudag. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit tollvarða. Konurnar hafa ekki komið áður við sögu lögreglu vegna mála af þessum toga en þær voru einar á ferð. Í kjölfarið var svo íslenskur karlmaður á þrítugs- aldri handtekinn í tengslum við málið og hafa þau öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á næsta fimmtudag. Kári Gunnlaugsson, aðal- deildarstjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir þetta vissulega óvenjulegt dæmi en ekk- ert komi tollvörðum lengur á óvart hvað varðar fíkniefnasmygl. „Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk reynir,“ segir hann. Efnagreining hefur staðfest að um kókaín er að ræða en ekkert liggur fyrir um styrkleika efnis- ins. Að sögn Eyjólfs Kristjánsson- ar, fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum, er rannsókn máls- ins enn í fullum gangi. Þetta er mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári og í annað sinn frá áramótum sem einstaklingar eru teknir með fíkniefni innvortis. Í janúar var karlmaður á fimm- tugsaldri handtekinn með hátt í áttatíu grömm af amfetamíni falin innvortis. Í kjölfarið á handtöku mannsins framkvæmdi lögreglan húsleit heima hjá honum og fannst þar töluvert magn af kannabis- plöntum. Kókaíninnflutningur til lands- ins hefur færst mjög í aukana að undanförnu. Tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli lagði hald á nánast jafnmikið magn af kókaíni á síð- asta ári og hún hafði gert saman- lagt á tuttugu árum þar á undan, eða allt frá því að sérstakir starfs- menn voru settir í fíkniefnaeftirlit í flugstöðinni árið 1985. Frá því ári og fram til ársins 2005 tóku toll- verðir um tíu kíló af efninu, en á síðasta ári einu saman lögðu þeir hald á tæplega átta og hálft kíló af því. Um áttatíu prósent af því kóka- íni sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár hafa verið tekin í Leifsstöð. Miðaldra konur með kókaín innvortis Tvær íslenskar konur á fimmtugsaldri voru teknar með tæp 700 grömm af kóka- íni við komuna frá Amsterdam á þriðjudag. Þær hafa ekki komið við sögu lög- reglu áður. Deildarstjóri Tollgæslunnar segir þetta vissulega óvenjulegt dæmi. Viðræður við Banda- ríkjamenn um hvað taka skuli við er samningum um fjármögnun þeirra á rekstri íslenska loft- varnakerfisins sleppir í sumar hefjast í höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins í Brussel næstkomandi föstudag. Þetta fékk Fréttablaðið staðfest í utanríkis- ráðuneytinu í gær. Frumvarp um framtíðarfyrir- komulag á rekstri Ratsjárstofnun- ar er í smíðum og er þess að vænta að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra leggi það fram á næstunni, enda einungis mánuður til þingloka. Ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir til að tryggja að rekstur stofnunarinnar lendi ekki í uppnámi er Bandaríkjamenn hætta að greiða fyrir hann hinn 15. ágúst næstkomandi, en um það sömdu þeir í tengslum við samningana um brottför varnar- liðsins í haust sem leið. Kostnaður við rekstur ratsjár- kerfisins, sem er hluti af loft- varnakerfi NATO, nam á árinu 2005 hátt í 1.200 milljónum króna. Ratsjármálefni rædd í Brussel í næstu viku Ellý Katrín Guðmundsdóttir, nýskipaður forstjóri Umhverfisstofnunar, telur Ísland geta orðið í farar- broddi í umhverfismálum. Þrátt fyrir að við séum tíu árum á eftir nágrannaþjóðum okkar í alls kyns umhverfismálum getum við lært af þeirra áföllum og verið mun fljótari að innleiða okkar stefnu. „Það þarf ekki að einblína á loftslagsbreytingarnar til að vilja gera eitthvað í umhverfismálum. Þessi mál eru nátengd heilsu okkar enda halda margir sig inni við þegar svifryksmengun er sem mest í borginni. Við höfum alla burði til að vera leiðandi afl,“ segir hún. - Getum verið í fararbroddi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.