Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 1
heimaerbestLAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007
STÓLAHÖNNUNDanski snillingurinn Hans J. Wegner
MATARGERÐBaka og búlgursalat
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIRGamli sófinn í góðum félagsskap
Krúttlegt kaffiboðKonan tekin á
eintal út af litum
O P I Ð L AU G A R D A G A F R Á K L . 1 1 – 1 8 O G S U N N U D A G A F R Á K L . 1 3 – 1 8
BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR
Á LÆKKUÐU VERÐI
Á ÞORRANUM
Smáauglýsingasími
Þegar Davíð Garðarsson fékk RangeRover jeppa árgerð 1983 átti hann þáósk heitasta að bíllinn yrði appelsínu-gulur. Hrafnhildur Jónsdóttir, konaDavíðs, harðneitaði í fyrstu, en í dager hún hæstánægð og keyrir stolt um áþeim appelsínugula.
„Þegar ég eignaðist bílinn dauðlangaði mig í
þennan appelsínug lJó
Davíð hlæjandi. Þeir félagarnir tættu allt
innan úr honum, teppalögðu, settu ný inni-
ljós og máluðu að lokum skær-appelsínugul-
an, alveg eins og Hrafnhildi hafði verið lofað.
„Þeir unnu að þessu í fleiri daga með mér,
allt í sjálfboðavinnu og þegar hann var tilbú-
inn slógu þeir saman í númeraplötuna G4
sem bíllinn er nú nefndur í daglegu tali,“
segir Davíð.
Þrátt fyrir að H
Hádegisverðarfundur
fimmtudaginn
22. febrúar á vegum
Heimdallar og
Evrópusamtakanna
Eiga
hægrimenn
erindi
í ESB?
Sjá dagskrá á
www.evropa.is
Skráning er hafin
á evropa@evropa.is
Aðgangur ókeypis
Tvær íslenskar
konur á fimmtugsaldri voru hand-
teknar með tæp 700 grömm af
kókaíni falin innvortis og innan
klæða þegar þær komu saman
með flugi frá Amsterdam síðast-
liðinn þriðjudag.
Efnin fundust við hefðbundið
eftirlit tollvarða. Konurnar hafa
ekki komið áður við sögu lögreglu
vegna mála af þessum toga en þær
voru einar á ferð. Í kjölfarið var
svo íslenskur karlmaður á þrítugs-
aldri handtekinn í tengslum við
málið og hafa þau öll verið
úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á
næsta fimmtudag.
Kári Gunnlaugsson, aðal-
deildarstjóri Tollgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli, segir þetta
vissulega óvenjulegt dæmi en ekk-
ert komi tollvörðum lengur á óvart
hvað varðar fíkniefnasmygl. „Það
er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk
reynir,“ segir hann.
Efnagreining hefur staðfest að
um kókaín er að ræða en ekkert
liggur fyrir um styrkleika efnis-
ins. Að sögn Eyjólfs Kristjánsson-
ar, fulltrúa lögreglustjórans á
Suðurnesjum, er rannsókn máls-
ins enn í fullum gangi.
Þetta er mesta magn fíkniefna
sem lagt hefur verið hald á á
Keflavíkurflugvelli það sem af er
ári og í annað sinn frá áramótum
sem einstaklingar eru teknir með
fíkniefni innvortis.
Í janúar var karlmaður á fimm-
tugsaldri handtekinn með hátt í
áttatíu grömm af amfetamíni falin
innvortis. Í kjölfarið á handtöku
mannsins framkvæmdi lögreglan
húsleit heima hjá honum og fannst
þar töluvert magn af kannabis-
plöntum.
Kókaíninnflutningur til lands-
ins hefur færst mjög í aukana að
undanförnu. Tollgæslan á Kefla-
víkurflugvelli lagði hald á nánast
jafnmikið magn af kókaíni á síð-
asta ári og hún hafði gert saman-
lagt á tuttugu árum þar á undan,
eða allt frá því að sérstakir starfs-
menn voru settir í fíkniefnaeftirlit
í flugstöðinni árið 1985. Frá því ári
og fram til ársins 2005 tóku toll-
verðir um tíu kíló af efninu, en á
síðasta ári einu saman lögðu þeir
hald á tæplega átta og hálft kíló af
því.
Um áttatíu prósent af því kóka-
íni sem haldlagt hefur verið hér á
landi síðustu ár hafa verið tekin í
Leifsstöð.
Miðaldra konur með
kókaín innvortis
Tvær íslenskar konur á fimmtugsaldri voru teknar með tæp 700 grömm af kóka-
íni við komuna frá Amsterdam á þriðjudag. Þær hafa ekki komið við sögu lög-
reglu áður. Deildarstjóri Tollgæslunnar segir þetta vissulega óvenjulegt dæmi.
Viðræður við Banda-
ríkjamenn um hvað taka skuli við
er samningum um fjármögnun
þeirra á rekstri íslenska loft-
varnakerfisins sleppir í sumar
hefjast í höfuðstöðvum Atlants-
hafsbandalagsins í Brussel
næstkomandi föstudag. Þetta fékk
Fréttablaðið staðfest í utanríkis-
ráðuneytinu í gær.
Frumvarp um framtíðarfyrir-
komulag á rekstri Ratsjárstofnun-
ar er í smíðum og er þess að
vænta að Valgerður Sverrisdóttir
utanríkisráðherra leggi það fram
á næstunni, enda einungis
mánuður til þingloka.
Ríkisstjórnin verður að gera
ráðstafanir til að tryggja að
rekstur stofnunarinnar lendi ekki
í uppnámi er Bandaríkjamenn
hætta að greiða fyrir hann hinn
15. ágúst næstkomandi, en um það
sömdu þeir í tengslum við
samningana um brottför varnar-
liðsins í haust sem leið.
Kostnaður við rekstur ratsjár-
kerfisins, sem er hluti af loft-
varnakerfi NATO, nam á árinu
2005 hátt í 1.200 milljónum króna.
Ratsjármálefni
rædd í Brussel í
næstu viku
Ellý Katrín
Guðmundsdóttir, nýskipaður
forstjóri Umhverfisstofnunar,
telur Ísland geta orðið í farar-
broddi í umhverfismálum. Þrátt
fyrir að við séum tíu árum á eftir
nágrannaþjóðum okkar í alls kyns
umhverfismálum getum við lært
af þeirra áföllum og verið mun
fljótari að innleiða okkar stefnu.
„Það þarf ekki að einblína á
loftslagsbreytingarnar til að vilja
gera eitthvað í umhverfismálum.
Þessi mál eru nátengd heilsu
okkar enda halda margir sig inni
við þegar svifryksmengun er sem
mest í borginni. Við höfum alla
burði til að vera leiðandi afl,“
segir hún. -
Getum verið í
fararbroddi