Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 12
nám, fróðleikur og vísindi Rannsaka áhrif feðraorlofs Nám við Kennaraháskóla Íslands hefur verið í endur- skoðun undanfarin misseri. Í dag opnar menntamála- ráðherra nýja náms- og kennsluskrá og tekur þá formlega gildi ný náms- skipan við skólann. „Þessi nýja nám- og kennsluskrá hefur verið í undirbúningi í rúm tvö ár,“ segir Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskólans. „Skólinn er orðin býsna stór og flókin stofnun, við erum með um 2.400 nemendur og námsleiðunum fer fjölgandi svo það var kominn tími til að endur- skoða námið,“ segir Ólafur en í Kennaraháskólanum er boðið upp á grunnnám til BA-, BS- og B.Ed.- náms, auk námsleiða á meistara- stigi og doktorsnám. „Nám þeirra fagstétta sem skól- inn menntar hefur í grunninn verið þrjú ár, en mikill hluti okkar nem- enda kýs að bæta við sig framhalds- námi áður en þeir hefja störf. Fram til þessa höfum við gert þær kröfur varðandi framhaldsnámið að umsækjendur hafi að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu. Með breytingunum núna verður hins vegar mögulegt að fara beint í framhaldsnámið eftir grunnnám. Það er stærsta breytingin,“ segir Ólafur og útskýrir að þessar breyt- ingar séu í raun undanfari þess að lengja kennara- og þroskaþjálfa- námið í fimm ár. „Við teljum að grunnnámið sé of stutt og vonumst til þess að innan fárra ára verði fimm ára nám lögbundið þannig að kennarar og þroskaþjálfar útskrif- ist með meistarapróf.“ Samhliða þessum breytingum hefur kennsluskrá skólans verið stokkuð upp frá grunni. Námskeið- in hafa verið stækkuð og náms- brautum fækkað niður í fjórar en námsleiðum fjölgað. „Þetta er í raun bara hagræðing. Nú setjum við til dæmis allt kennaranámið undir eina braut, svokallaða kenn- arabraut, sem verður stærsta námsbrautin við skólann,“ segir Ólafur. Með nýju kennsluskránni verður einnig búið til tvenns konar framhaldsnám. Þeir sem lokið hafa B.Ed.-, BA-, eða BS-námi geta ann- aðhvort bætt við sig starfstengdu M.Ed.-námi, sem Ólafur vonast til að verði hluti af lögbundnu fimm ára grunnnámi sem fyrst, eða rann- sóknartengdu MA- eða MS-námi. Í framhaldi af þessu verður einnig í boði tvenns konar doktorsnám við skólann. Annars vegar til starfs- tengdrar Ed.D-gráðu og hins vegar rannsóknartengdrar Ph.d.-gráðu í menntunarfræðum. Nýja námsskipanin verður kynnt við athöfn í Kennaraháskól- anum í dag og ný námskrá tekur gildi í haust. Að sögn Ólafs mun hún gilda fyrir nemendur sem hefja nám við skólann næsta haust. Breytingarnar koma ekki í veg fyrir að Kennaraháskólinn samein- ist Háskóla Íslands eins og rætt hefur verið um undanfarið. „Ég geri fastlega ráð fyrir að samrun- inn verði að veruleika árið 2008. Það er rökrétt framhald og þessi nýja námskrá er í takt við það sem verið hefur að gerast í Háskóla Íslands undanfarið. Kennarahá- skólinn verður 100 ára á þessu ári svo við náum að starfa í heila öld áður en við sameinumst háskólan- um,“ segir Ólafur. „Ætli megi því ekki líta á nýju námskrána sem afmælisgjöf okkar til þjóðarinnar og tákn um nýja tíma.“ Breytingar á námsskipan hjá Kennaraháskólanum Íslenskir háskólar standa að sameiginlegri kynningu á starf- semi sinni á háskóladeginum í dag en þetta er í fyrsta sinn sem allir háskólar landsins taka þátt í sameiginlegri kynningu. Þetta er hugsað til hagræð- ingar fyrir almenning, sérstak- lega fólk úti á landi sem getur skoðað allt úrvalið á sama deg- inum. Skólarnir verða á þremur stöðum í bænum. Í Borgarleikhúsinu verða sex skólar. Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskól- inn í Reykjavík, Hólaskóli – háskólinn á Hólum, Land- búnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Háskóladagurinn í dag Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.