Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 32
Á
mánudaginn var
úrskurðaði dóm-
stóll í Stuttgart að
Brigitte Mohn-
haupt, sem fyrir
þremur áratugum
var einn helzti forsprakki hinna
alræmdu hryðjuverkasamtaka
Rauðu herdeildanna í Þýskalandi,
skyldi fá reynslulausn úr fangelsi
í lok marz næstkomandi. Þá verð-
ur hún búin að afplána 24 ár af
þeim fimmfalda lífstíðardómi sem
hún fékk árið 1985 fyrir aðild að
níu morðum og fleiri hryðjuverk-
um sem unnin voru af henni og
félögum hennar.
Mál Mohnhaupt - og mál Christi-
ans Klar, annars fyrrverandi RAF-
meðlims sem ennig afplánar dóm
fyrir hryðjuverk - hafa hleypt af
stað nýrri umræðu í Þýskalandi
um það hvort þeim skuli nú sýnd
miskunn, þótt þau hafi ekki sýnt
fórnarlömbum sínum neina misk-
unn á sínum tíma. Málið rifjar upp
erfiða tíma í þýzkri nútímasögu,
þegar landið var skipt í tvö ríki
sínu hvoru megin járntjaldsins.
Mohnhaupt hefur aldrei sýnt neina
iðrun, en Klar hefur sótt um náðun
hjá Horst Köhler, forseta Þýzka-
lands. Fyrstu slíka umsókn sína
sendi hann fyrirrennara Köhlers í
embætti, Johannes Rau, árið 2003.
Tvær konur til viðbótar sitja enn í
fangelsi í Þýskalandi fyrir hryðju-
verk framin í nafni RAF, Eva
Haule og Birgit Hogefeld. Þær
voru meðal liðsmanna samtak-
anna sem fengu hæli í Austur-
Þýzkalandi, en eftir fall Berlínar-
múrsins kom í ljós að
kommúnistastjórnin í Austur-
Berlín hafði stutt baráttu RAF
með ráðum og dáð og veitt liðs-
mönnum samtakanna skjól þegar
þeir þreyttust á að fara huldu
höfði vestan megin múrsins.
Dómstóllinn í Stuttgart
úrskurðaði að Mohnhaupt væri
ekki lengur hættuleg samfélag-
inu, en það er hin lagatæknilega
forsenda fyrir reynslulausninni. Í
rökstuðningi fyrir úrskurðinum
er tekið fram, að hann sé felldur
„á grundvelli lögfræðilegra skil-
mála og í honum felst ekki náðun,“
að því er Josefine Köblitz, tals-
maður dómstólsins, greindi frá.
Mohnhaupt, sem nú er 57 ára
að aldri, á vísa íbúð og tilboð um
starf um leið og fangelsisvistinni
sleppir, en samkvæmt reynslu-
lausnarskilmálunum verður hún
að tilkynna sig reglulega til yfir-
valda næstu fimm árin. Af síðustu
35 árum hefur Mohnhaupt samtals
varið 29 árum á bak við lás og slá.
Frá því á námsárum hennar við
Münchenarháskóla hefur líf henn-
ar allt snúizt um Rauðu herdeild-
irnar og afleiðingar gerða hennar
í nafni hryðjuverkasamtakanna. Í
skilorðsúrskurðinum segir að hún
hafi ekki sýnt vilja til að iðrast
gerða sinna; hún hafi „ekki skapað
fjarlægð á gerðir sínar í þeim
skilningi að gera sér grein fyrir
ranglætinu sem átti sér stað með
þeim ódæðisverkum sem framin
voru.“ En Mohnhaupt hafi í viðtöl-
unum fyrir skilorðsúrskurðinn
sagt að „tíminn fyrir vopnaða bar-
áttu“ væri liðinn og viðurkenndi
að hafa valdið aðstandendum
hinna myrtu þjáningum.
Ferill Mohnhaupt inn á braut
hryðjuverka hófst í lok sjöunda
áratugarins. Um hann er hins
vegar mun minna vitað en hinna
af þekktustu forsprökkum Baader-
Meinhof-gengisins og Rauðu her-
deildanna, svo sem Andreas
Baader, Ulrike Meinhof, Gudrun
Ensslin eða Holger Meins. Mohn-
haupt hefur aldrei veitt fjölmiðla-
viðtöl og ástæður þess að hún
leiddist inn á braut hryðjuverka
eru því að miklu leyti ókunnar.
Mohnhaupt hóf nám við háskól-
ann í München eftir stúdentspróf
árið 1967. Fyrst um sinn var hún í
góðborgaralegum félagsskap, átti
um tíma kærasta af aðalsættum
og giftist öðrum samstúdent árið
1968. Fljótlega eftir það gekk hún
í kommúnu og í þeim félagsskap
hófst pólitísk vinstriróttækni
hennar. Upp úr hjónabandinu
slitnaði, en eiginmaðurinn, Rolf
Heißler, átti síðar eftir að fylgja
Mohnhaupt inn í raðir Rauðu her-
deildanna.
Upptök Rauðu herdeildanna má
rekja aftur til ársins 1967, þegar
Andreas Baader, sem þá var náms-
maður í Frankfurt, ofbauð er þátt-
takandi í götumótmælum stúdenta
í Vestur-Berlín, Benno Ohnesorg,
beið bana í átökum við lögreglu.
Hann sór að beita valdi í nafni
„andkapitalískrar“ og „and-
fasískrar“ byltingarhugmynda-
fræði og byrjaði árið 1968 á því að
sprengja heimagerðar sprengjur í
stórverslunum í Frankfurt. Baader
var handtekinn og fangelsaður, en
slapp árið 1970 með aðstoð blaða-
konu að nafni Ulrike Meinhof. Þar
með var Baader-Meinhof-gengið
orðið til, sem síðar varð þekkt
undir nafninu Rauðu herdeildirn-
ar og skammstöfuninni RAF.
Árið 1970 fóru nokkrir liðs-
menn samtakanna til Jórdaníu,
þar sem þeir hlutu þjálfun í skæru-
liðastarfsemi í herbúðum Frelsis-
samtaka Palestínu, PLO. Næstu
tveimur árum vörðu þeir í að ræna
banka og sprengja sprengjur í
völdum byggingum heima í Þýzka-
landi. Baader náðist ásamt félög-
um sínum Jan-Carl Raspe og
Holger Meins í skotbardaga við
lögreglu í Frankfurt 1. júní 1972.
Árið 1975, á meðan aðalréttar-
haldið yfir Baader, Ensslin, Mein-
hof og Raspe stóð yfir, stóðu félag-
ar þeirra fyrir árás á sendiráð
Vestur-Þýskalands í Stokkhólmi.
Starfsmenn þess voru teknir í gísl-
ingu, en Helmut Schmidt, kanzlari
Þýzkalands, neitaði að gengið yrði
að kröfu gíslatökumannanna um
að RAF-fangarnir yrðu látnir laus-
ir. Tveir gíslar voru drepnir.
Ulrike Meinhof hengdi sig á meðan
á réttarhaldinu stóð. Því lauk árið
1976 með lífstíðarfangelsisdóm-
um yfir Baader, Ensslin og Raspe.
Holger Meins var ekki dæmdur
þar sem hann hafði svelt sig til
bana í fangelsinu í nóvember
1974.
Mohnhaupt gekk til liðs við RAF
vorið 1971 og hóf þá þátttöku í
neðanjarðarstarfsemi hinna ólög-
legu samtaka. Hún varð fljótlega
ábyrg fyrir íbúðum þeim sem liðs-
menn samtakanna, sem fóru huldu
höfði, notuðu í Vestur-Berlín. Hún
var handtekin þar í júní 1972,
tveimur dögum eftir að Gudrun
Ensslin lenti í höndum laganna
varða og rúmri viku eftir hand-
töku Baaders. Í byrjun júní hafði
eldur komið upp í einni af áður-
Vinstriöfgahryðjuverk rifjas
Reynslulausn Brigitte Mohnhaupt úr fangelsi í
Þýzkalandi hefur vakið aftur upp umræður um
Rauðu herdeildirnar og hryðjuverk þeirra á
áttunda áratugnum og síðar. Auðunn Arnórsson
rifjar upp feril Mohnhaupt, Baader-Meinhof-
gengisins og RAF.