Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 17.02.2007, Síða 32
Á mánudaginn var úrskurðaði dóm- stóll í Stuttgart að Brigitte Mohn- haupt, sem fyrir þremur áratugum var einn helzti forsprakki hinna alræmdu hryðjuverkasamtaka Rauðu herdeildanna í Þýskalandi, skyldi fá reynslulausn úr fangelsi í lok marz næstkomandi. Þá verð- ur hún búin að afplána 24 ár af þeim fimmfalda lífstíðardómi sem hún fékk árið 1985 fyrir aðild að níu morðum og fleiri hryðjuverk- um sem unnin voru af henni og félögum hennar. Mál Mohnhaupt - og mál Christi- ans Klar, annars fyrrverandi RAF- meðlims sem ennig afplánar dóm fyrir hryðjuverk - hafa hleypt af stað nýrri umræðu í Þýskalandi um það hvort þeim skuli nú sýnd miskunn, þótt þau hafi ekki sýnt fórnarlömbum sínum neina misk- unn á sínum tíma. Málið rifjar upp erfiða tíma í þýzkri nútímasögu, þegar landið var skipt í tvö ríki sínu hvoru megin járntjaldsins. Mohnhaupt hefur aldrei sýnt neina iðrun, en Klar hefur sótt um náðun hjá Horst Köhler, forseta Þýzka- lands. Fyrstu slíka umsókn sína sendi hann fyrirrennara Köhlers í embætti, Johannes Rau, árið 2003. Tvær konur til viðbótar sitja enn í fangelsi í Þýskalandi fyrir hryðju- verk framin í nafni RAF, Eva Haule og Birgit Hogefeld. Þær voru meðal liðsmanna samtak- anna sem fengu hæli í Austur- Þýzkalandi, en eftir fall Berlínar- múrsins kom í ljós að kommúnistastjórnin í Austur- Berlín hafði stutt baráttu RAF með ráðum og dáð og veitt liðs- mönnum samtakanna skjól þegar þeir þreyttust á að fara huldu höfði vestan megin múrsins. Dómstóllinn í Stuttgart úrskurðaði að Mohnhaupt væri ekki lengur hættuleg samfélag- inu, en það er hin lagatæknilega forsenda fyrir reynslulausninni. Í rökstuðningi fyrir úrskurðinum er tekið fram, að hann sé felldur „á grundvelli lögfræðilegra skil- mála og í honum felst ekki náðun,“ að því er Josefine Köblitz, tals- maður dómstólsins, greindi frá. Mohnhaupt, sem nú er 57 ára að aldri, á vísa íbúð og tilboð um starf um leið og fangelsisvistinni sleppir, en samkvæmt reynslu- lausnarskilmálunum verður hún að tilkynna sig reglulega til yfir- valda næstu fimm árin. Af síðustu 35 árum hefur Mohnhaupt samtals varið 29 árum á bak við lás og slá. Frá því á námsárum hennar við Münchenarháskóla hefur líf henn- ar allt snúizt um Rauðu herdeild- irnar og afleiðingar gerða hennar í nafni hryðjuverkasamtakanna. Í skilorðsúrskurðinum segir að hún hafi ekki sýnt vilja til að iðrast gerða sinna; hún hafi „ekki skapað fjarlægð á gerðir sínar í þeim skilningi að gera sér grein fyrir ranglætinu sem átti sér stað með þeim ódæðisverkum sem framin voru.“ En Mohnhaupt hafi í viðtöl- unum fyrir skilorðsúrskurðinn sagt að „tíminn fyrir vopnaða bar- áttu“ væri liðinn og viðurkenndi að hafa valdið aðstandendum hinna myrtu þjáningum. Ferill Mohnhaupt inn á braut hryðjuverka hófst í lok sjöunda áratugarins. Um hann er hins vegar mun minna vitað en hinna af þekktustu forsprökkum Baader- Meinhof-gengisins og Rauðu her- deildanna, svo sem Andreas Baader, Ulrike Meinhof, Gudrun Ensslin eða Holger Meins. Mohn- haupt hefur aldrei veitt fjölmiðla- viðtöl og ástæður þess að hún leiddist inn á braut hryðjuverka eru því að miklu leyti ókunnar. Mohnhaupt hóf nám við háskól- ann í München eftir stúdentspróf árið 1967. Fyrst um sinn var hún í góðborgaralegum félagsskap, átti um tíma kærasta af aðalsættum og giftist öðrum samstúdent árið 1968. Fljótlega eftir það gekk hún í kommúnu og í þeim félagsskap hófst pólitísk vinstriróttækni hennar. Upp úr hjónabandinu slitnaði, en eiginmaðurinn, Rolf Heißler, átti síðar eftir að fylgja Mohnhaupt inn í raðir Rauðu her- deildanna. Upptök Rauðu herdeildanna má rekja aftur til ársins 1967, þegar Andreas Baader, sem þá var náms- maður í Frankfurt, ofbauð er þátt- takandi í götumótmælum stúdenta í Vestur-Berlín, Benno Ohnesorg, beið bana í átökum við lögreglu. Hann sór að beita valdi í nafni „andkapitalískrar“ og „and- fasískrar“ byltingarhugmynda- fræði og byrjaði árið 1968 á því að sprengja heimagerðar sprengjur í stórverslunum í Frankfurt. Baader var handtekinn og fangelsaður, en slapp árið 1970 með aðstoð blaða- konu að nafni Ulrike Meinhof. Þar með var Baader-Meinhof-gengið orðið til, sem síðar varð þekkt undir nafninu Rauðu herdeildirn- ar og skammstöfuninni RAF. Árið 1970 fóru nokkrir liðs- menn samtakanna til Jórdaníu, þar sem þeir hlutu þjálfun í skæru- liðastarfsemi í herbúðum Frelsis- samtaka Palestínu, PLO. Næstu tveimur árum vörðu þeir í að ræna banka og sprengja sprengjur í völdum byggingum heima í Þýzka- landi. Baader náðist ásamt félög- um sínum Jan-Carl Raspe og Holger Meins í skotbardaga við lögreglu í Frankfurt 1. júní 1972. Árið 1975, á meðan aðalréttar- haldið yfir Baader, Ensslin, Mein- hof og Raspe stóð yfir, stóðu félag- ar þeirra fyrir árás á sendiráð Vestur-Þýskalands í Stokkhólmi. Starfsmenn þess voru teknir í gísl- ingu, en Helmut Schmidt, kanzlari Þýzkalands, neitaði að gengið yrði að kröfu gíslatökumannanna um að RAF-fangarnir yrðu látnir laus- ir. Tveir gíslar voru drepnir. Ulrike Meinhof hengdi sig á meðan á réttarhaldinu stóð. Því lauk árið 1976 með lífstíðarfangelsisdóm- um yfir Baader, Ensslin og Raspe. Holger Meins var ekki dæmdur þar sem hann hafði svelt sig til bana í fangelsinu í nóvember 1974. Mohnhaupt gekk til liðs við RAF vorið 1971 og hóf þá þátttöku í neðanjarðarstarfsemi hinna ólög- legu samtaka. Hún varð fljótlega ábyrg fyrir íbúðum þeim sem liðs- menn samtakanna, sem fóru huldu höfði, notuðu í Vestur-Berlín. Hún var handtekin þar í júní 1972, tveimur dögum eftir að Gudrun Ensslin lenti í höndum laganna varða og rúmri viku eftir hand- töku Baaders. Í byrjun júní hafði eldur komið upp í einni af áður- Vinstriöfgahryðjuverk rifjas Reynslulausn Brigitte Mohnhaupt úr fangelsi í Þýzkalandi hefur vakið aftur upp umræður um Rauðu herdeildirnar og hryðjuverk þeirra á áttunda áratugnum og síðar. Auðunn Arnórsson rifjar upp feril Mohnhaupt, Baader-Meinhof- gengisins og RAF.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.