Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 100

Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 100
Tískuheimurinn. Já, það getur verið svikull bisness. Kannski er það þess vegna sem sjóræningjar eru fatahönnuðum svo endalaus upp- spretta. Þessir bandíttar sigldu á skipum sínum úti á reginhafi, hafnir yfir allar reglur og lög, áttu ástkonu í hverri höfn og raunir gærdagsins voru aðeins óljós punktur á sjóndeildarhringnum... hin allra mesta rómantík eins og maður segir. Og það sem meira er, sjóræningjar í ævintýrunum eru alltaf sætir og sjarmerandi. Sjóræningjar voru rokkstjörnur sinna tíma og rokkarar eru sjóræningjar nútímans. Lifnaðarhættirnir geta a. m.k. verið sláandi líkir og ekki eru áhrif rokk og róls á tískuheiminn minni. Tónlist almennt hefur óhjákvæmileg áhrif á tískuheiminn. En rokk og ról hefur líkt og sjóræningjarnir við sig einhverja dularfulla rómantík sem birtist í óteljandi ótrúlegustu myndum. Til dæmis bara það að klæðast leðurjakka og támjóum skóm og bruna um eyðimerkur Ameríku getur verið dæmalaus rock´n´roll rómantík. Rokk og ról og músík mun alltaf vera hluti af því hvernig fólk klæðist. Það er til dæmis algengur misskilningur að pönkstefnan hafi orðið til af sjálfu sér í London. Pönkið átti sér langan aðdraganda í tónlistar- og lífstílsstefnu sem hafði þróast í New York borg frá því seint á sjötta áratugnum og fæddi af sér fjölmarga stórkostlega listamenn. Eins og til dæmis Richard Hell, einn svalasta tónlistarmann sögunnar, en öryggisnælur sem pönkarar notuðu gjarnan til að halda flíkum sínum saman eru bein áhrif frá honum. Vivienne Westwood ásamt góðu teymi, gerði hins vegar byltingu með pönkinu eins og við þekkjum það í dag, þ.e. með móhíkanakömbunum, gaddaólunum og öryggisnælunum. Hún gekk lengra í að blanda saman ungæðislegu atferli, stjórnleysisáhrifum og fatahönnun en nokkur hafði gert áður. „Fólk ætti að vera yfirlýsingaglaðara og sýna heiminum hvert takmark þeirra sé,“ segir hin róttæka Westwood. Við Íslendingar eigum líka okkar eigin fatahönnuð og listamann sem hyllir rokk og ról á stuttermabolum, jökkum og hettupeysum undir merkinu Dead. Þar fer saman fallegur boðskapur og falleg list- og fatahönnun og allt saman siglir það sjóræningjaskipi sínu undir rómantísku rock´n´roll yfirbragði. Rokk og ról og rómantík Silvía Night er tískufyrirmyndin Þegar flett er gegnum tískutímarit þessa dagana fer ekki á milli mála að þetta er tískuárstíð öfganna og verð ég að fá að hrópa húrra fyrir því. Hverskonar hálfkák er ekki skemmtilegt og síst í klæðaburði. Það sem fyrst veldur ofbirtu í augum er hið glansandi efnaval. Málmlitaðar og glansandi flíkur eru almennt hátt skrifaðar. Allt frá trapisu silfurlituðum sixtís kjólum yfir í satínbakpoka og satínkraga á jakka, satínslaufur.. Og hér er ekki aðeins lögð áhersla á hið hefð- bundna gull og silfur, einnig brons- litað, koparlitað sinklitað.. Að ógleymdum pallíettum í milljóna- vís! Þær njóta sín best á hotpants buxunum hjá Chanel. Einn tveir og allar saman, náum okkur strax í par! Geimaldar-framtíðar-róbótafíl- ingur fær menn einnig til að snúa sér við í sporunum. Má segja að Nicolas Ghesquiere hafi sett lín- una með einni töffaralegustu tísku- sýningu síðari ára fyrir Balenci- aga. Hussein Chalayan fylgir fast á eftir. Risa skyggnisólgleraugu eru nauðsynleg til að fylgja eftir þessum stíl. Micro mini pils eru ofarlega á lista þetta vorið og hvað varðar pilsfaldinn, munið að því styttra því betra! Og sólgleraugu á stærð við undirskálar takk. Hinn ferski, stílhreini pönkarastíl gildir í sumarkápu- og sumarkjóladeild- inni, svart/hvítt eða í sterkum neon litum, fremur kynlaust og einfalt. Eins og sjá má þá ægir öllu saman, stefnum, stílum og áhrifum. Miki- lægast er að hver finni út hvað hentar sínum stíl. Galdurinn er að sanka að sér molum úr ýmsum áttum og raða því svo saman á töff- aralegan hátt. Hvað er skyldueign fyrir vor/sumar 2007 ???
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.