Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 105

Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 105
 Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson hefur endurnýjað samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Brann. Gamli samningurinn hans átti að renna út í lok næsta tímabils en nú hefur hann samið til loka ársins 2009. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýja samning- inn. Ég vildi vera áfram hjá Brann því að ég hef gríðarlega mikla trú á þessu félagi. Mér finnst frábært að spila á leikvanginum okkar og hef mikinn hug á að vinna sigra með Brann, bæði í Noregi og Evr- ópu.“ Yfirmaður íþróttamála hjá Brann, Roald Bruun-Hanssen, var einnig hæstánægður með að Kristján Örn skyldi velja að vera áfram í herbúðum Brann. „Hann er mikilvægur leik- maður í okkar liði og samningur- inn við hann þýðir að við getum haldið stöðugleika í liðinu,“ sagði Bruun-Hanssen. Alls eru þrír íslenskir varnar- menn á mála hjá Brann. Auk Kristjáns Arnar eru það Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson. Ármann og Kristján hafa átt við meiðsli að stríða undanfarið. Brann lenti í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar í haust. Liðið mætir KR á æfingamóti á La Manga á Spáni í dag. Hef gríðarlega mikla trú á þessu félagi Erla Dögg Haraldsdóttir vann til sex gullverðlauna og sundfólk úr ÍRB alls til 59 verðlauna á alþjóðlega sundmót- inu „Wiest Autohauser Cup“ sem fram fór í Þýskalandi um helgina. ÍRB endaði í öðru sæti í liða- keppni mótsins en alls tóku 37 lið þátt að þessu sinni. Verðlaunin 59 skiptust þannig að 26 voru gull, 18 voru silfur og 15 voru brons. Erla Dögg Haraldsdóttir var óumdeilanlega sundkona mótsins, hún vann til sex gullverðlauna og var auk þess með stigahæsta afrek kvenna fyrir 100 metra bringusund. Erla Dögg vann einnig 1 silfur. Önnur í hópnum sem unnu til margra verðlauna voru Davíð Hildiberg Aðalsteins- son (3 gull, 3 silfur og 2 brons), Soffía Klemenzdóttir (3 gull og 3 brons), Helena Ósk Ívarsdóttir (3 gull og 1 silfur) og Birkir Már Jónsson (1 gull, 3 silfur og 1 brons). Erla Dögg vann sex gull Hrefna Jóhannsdóttir var með fernu og Olga Færseth skoraði úr þremur vítaspyrnum í 13-0 sigri KR á Þrótti í Reykjavík- urmóti kvenna í fótbolta. Hin mörk KR-liðsins skoruðu Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Þórólfs- dóttir, Ólöf Gerður Ísberg og Agnes Þóra Árnadóttir. Olga fiskaði tvö af vítunum sjálf en þriðja vítið var dæmt eftir að varnarmaður Þróttar handlék boltann. Olga lék mjög vel á miðju KR-liðsins og átti þátt í flestöllum mörkum liðsins en á heimasíðu KR kemur fram að enginn KR-ingur hafði áður skorað þrennu úr vítaspyrnum. KR-konur hafa nú skorað 47 mörk í fjórum leikjum sínum í Reykja- víkurmótinu. Þrenna Olgu öll úr vítum Óðinn Þorsteinsson úr FH náði fjórða lengsta kasti Íslendings frá upphafi þegar hann kastaði kúlunni 18,70 metra á öðru Coca Cola móti FH í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Óðinn bætti þar sinn besta árangur um 19 sentimetra en hann átti best 18,51 m frá árinu 2005. Þetta er lengsta innanhúss- kast íslensks kúluvarpara í 17 ár og fjórða lengsta kast Íslendings í kúluvarpi innanhúss frá upphafi en aðeins Pétur Guðmundsson, Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson hafa kastað lengra. Óðinn ætti að hafa tryggt sér sæti á EM sem fer fram eftir tvær vikur en viðmiðið sem stjórn FRÍ setti fyrir EM innanhúss í Birmingham var 18,00 metrar. Óðinn kominn inn á EM www.syrland.is Aðstandendur Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna og Sýrland studios vilja óska nemendum sínum til hamingju! Fimm af keppendum í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007 eru nemendur í Tónvinnsluskólanum. Tónvinnsluskólinn - nám sem virkar. Skráningar fyrir haustnámskeiðið eru hafnar. Farðu inn á tonvinnsluskoli.is eða hringdu í 534 9090 og veldu þér námskeið. TIL HAMINGJU MEÐ FRÁBÆRAN ÁRANGUR KÍKTU Á TÓNVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ TÓNVINNSLUSKOLI.IS SKRÁNINGARSÍMI: 534 9090
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.