Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 106
 Keith Vassell ætlar ekki að láta þriðja möguleikann á að vinna bikarinn renna sér úr greipum. Hann spilaði frábærlega í bikarúrslitaleikjunum 2000 og 2002 en varð í bæði skiptin að sætta sig við naumt tap. „Ég get aldrei gleymt þessum leikjum í Höllinni. Í síðasta leikn- um sem ég spilaði með KR gegn Njarðvík vorum við í góðum málum framan af leik en urðum að sjá af bikarnum í lokin. Þetta var mjög sárt tap,” segir Keith, sem hefur skorað 26 stig og tekið 15 fráköst að meðaltali í bikarúrslita- leikjum sínum. „Það var einn af hápunktunum á mínum ferli að vinna Íslands- meistaratitilinn með KR og nokk- uð sem ég mun aldrei gleyma. Ég vil vinna fleiri titla á Íslandi,“ segir Keith, sem spáir skemmti- legum úrslitaleik. „Liðin spila gerólíkan körfu- bolta. Þeir leggja áherslu á að róa leikinn og koma boltanum á Byrd, sem kallar á mikla orku við að reyna að halda aftur af honum. Við reynum að keyra upp hraðann og það er því mikilvægast fyrir bæði lið að ná að stjórna hraða leiksins í upphafi,“ segir Keith. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessum leik. Mér finnst ég fá ákveðin sérréttindi með því að fá að spila þennan leik því ég hef ekki gert neitt til þess að hjálpa liðinu að komast í úrslitaleikinn,“ segir Keith, sem spilaði aðeins í fimm mínútur í undanúrslitaleikn- um. „Þegar ég var spilandi þjálfari var ég alltaf að hugsa um tvo hluti í einu. Nú get ég einbeitt mér að því að spila. Jón Arnar er mjög góður þjálfari og ég trúi og treysti á hans skoðanir og leiðbeiningar. Ég vissi að það var tímaspursmál hvenær ég kæmist almennilega af stað,” segir Keith og hann sýndi það í síðasta leik. Keith skoraði 21 stig og tók 14 fráköst í 97-81 sigri ÍR á Keflavík á mánudaginn en leikurinn kom liðinu aftur á sigurbraut eftir þrjú deildartöp í röð. „Leikurinn gegn Keflavík var mjög mikilvægur fyrir mig því ég vildi sjá það að ég væri kominn í leikform og gæti farið að skila einhverju til liðsins. Ég hafði ekki verið að gera það í fyrstu leikjum mínum með ÍR,“ segir Keith, sem hefur spilað vel og verið í sigurliði í báðum leikj- um sínum gegn Keflavík í vetur en hann var með 16 stig og 15 fráköst í sigri Fjölni á Keflavík í októberlok. „Bestu leikirnir mínir í vetur hafa verið á móti Keflavík. Kefla- vík er eitt af fáum liðunum í deild- inni sem hugsa eins og ég. Þeir leggja mest upp úr því að vinna mótherjana á sálfræðihlutanum. Ég finn mig vel í slíkum kringum- stæðum,“ segir Keith. Aðsurður um mikilvægasta hlutverk sitt í leiknum í dag svarar hann: „Ég verð að vera áræðinn. Þegar ég kom fyrst til liðsins var ÍR að spila frábærlega. Ég taldi því réttast að ég ætti að koma rólega inn í leik liðsins og passa upp á að spila með liðinu. Eftir að Hreggviður meiddist hefur liðið þurft meira á mér að halda, ég hef því reynt að taka meira af skarið og að miðla reynslu minni,“ segir Vassell. Keith gekk til liðs við ÍR-inga um áramótin eftir að hafa verið spilandi þjálfari hjá Fjölni framan af tímabili. „Mér gengur vel að aðlagast hlutunum hjá ÍR. Þetta er nokkur breyting því ÍR er að spila hraðari bolta en Fjölnir var að gera. Það tók smá tíma að venjast því en ég tel það vera komið núna. Við spiluðum við ÍR í einum af mínum síðustu leikjum með Fjölni og ég var mjög hrifinn af leik liðs- ins. Ég sá þá að þetta var lið sem ég gæti hjálpað til þess að fara að berjast um titilinn. Ég kom til ÍR til þess að vinna titla og liðið er nægilega gott til þess að gera það,“ segir Keith að lokum. Keith Vassell varð Íslandsmeistari með KR árið 2000 en hann á enn eftir að vinna bikarinn. Vassell spilar sinn þriðja bikarúrslitaleik á Íslandi með ÍR gegn Hamri/Selfossi klukkan 16.00 í dag. Í gær var haldinn fyrsti fundur nýrrar stjórnar KSÍ. Þar var verkefnum úthlutað og bar þar helst að Guðrún Inga Sívertsen er nýr gjaldkeri sambandsins. Hún er einnig formaður fjárhagsnefnd. Sömuleiðis á hún sæti í fram- kvæmdastjórn, landsliðsnefnd kvenna, rekstrarstjórn Laugar- dalsvallar og framkvæmdanefnd EM U19 kvenna. Þá á hún einnig sæti í starfs- hópi um jafnréttisstefnu KSÍ sem er ný af nálinni. Formaður hópsins er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson og auk Guðrúnar á Ingibjörg Hinriksdóttir sæti í hópnum. Guðrún Inga nýr gjaldkeri Hin tékkneska Sarka Zahrobska vann í gær svigkeppni kvenna á HM í alpagreinum í Svíþjóð í gær. Hún kom 0,16 sekúndum á undan Marlies Schild frá Austurríki í mark. Heimamaðurinn Anja Pärson varð þriðja og vann sín fjórðu verðlaun á mótinu. Gull til Tékk- lands í sviginu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.