Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 112
Fyrir ári síðan eða svo sá Umferðarstofa sig tilneydda til þess að ráðast í heila auglýsinga- herferð í útvarpi, sjónvarpi, blöð- um og á flettiskiltum til þess að segja fullorðnu fólki að hætta að blóta svona mikið í umferðinni. Ekki síst var lögð áhersla á það að við blótuðum ekki svona mikið frammi fyrir yngstu kynslóðinni, sem gæti pikkað upp taktana. Í nokkra mánuði mátti sjá ungan, reffilegan dreng gefa fólki fingur- inn á strætóskýlum. Ekki var það beint uppbyggileg sýn í morgun- sárið, en boðskapurinn komst til skila. Menn verða að reyna að slappa af í umferðinni. Sýna hver öðru kurteisi. Vera góðar fyrir- myndir fyrir blessuð börnin. hef reynt að taka þetta til mín og um nokkurt skeið hef ég reynt að blóta bara kurteislega þegar dóttir mín er með í bílnum og ég sit fastur í umferðarteppu. „Ja, hérna,“ segi ég og ber létt í stýrið. „Það er aldeilis hnúturinn!“ persónulega átak mitt hefur þó verið byggt á því, að ég hef leyft mér að vona að í umferð- armálum höfuðborgarinnar yrðu einhverjar úrbætur gerðar í bráð. Um leið og ég hef bælt niður blótið og hrakyrðin í þágu barnauppeldis – að kröfu Umferðarstofu – hef ég jafnframt um leið farið með róandi orð í huganum: „Svona, svona,“ hef ég hugsað. „Þessir umferðarhnút- ar verða horfnir eftir nokkur ár. Þá getur maður keyrt inn í Garða- bæ úr Vesturbænum eins og ekk- ert sé, til dæmis í gegnum Öskju- hlíðargöng.“ og gefur að skilja var mitt kurteisa, en viðkvæma, sálartetur því ofurspennt þegar ný sam- gönguáætlun var kynnt á dögun- um. Upphæðirnar sem rötuðu í fyrirsagnirnar voru vissulega nógu andskoti (úps, þar blótaði ég, afsakið…) háar. Um 380 milljarðar eiga að rata í vegamál á komandi 12 árum, hvorki meira né minna. urðu mér því auðvitað veru- leg vonbrigði – ekki síst í ljósi þess hversu vel mér hefur tekist að haga mér kurteislega í umferðinni undanfarið út af voninni sem bjó í brjósti mér um umbætur – að fá þær upplýsingar að í þessari sam- gönguáætlun er ekki gert ráð fyrir því að umferðarúrbætur á höfuð- borgarsvæðinu þarfnist fjármuna eða forgangs. Hér er gert ráð fyrir að íbúum svæðisins verði gert að sitja í sömu umferðarteppunum meira eða minna næstu 12 árin. Stórar framkvæmdir á svæðinu sem þarna eru boðaðar varða aðal- lega leiðirnar út af svæðinu og -- reyndar, guði sé lof -- inn á það aftur. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því að fólk þurfi greiðar leið- ir til þess að ferðast innan höfuð- borgarsvæðisins óblótandi, og er þá sama hvort litið er til reiðhjóla, strætóa eða bíla. við þetta geri ég ráð fyrir að ætlun yfirvalda sé að Umferðarstofu verði gert að halda áfram auglýsingaherferðum þar sem við erum vinsamlegast beðin um að hætta að blóta. Ég lofa engu í þeim efnum. Ef þessi samgöngu- áætlun gengur eftir er útlit fyrir að dóttir mín muni í framtíðinni bölva og ragna í umferðinni hvort sem er. Ekki blóta BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Á LÆKKUÐU VERÐI Í FEBRÚAR © In te r I KE A Sy ste m s B .V .2 00 7 www.IKEA.is Opið virka daga Opið laugardaga Opið sunnudaga 10.00 - 20.00 10.00 - 18.00 12.00 - 18.00 IKEA Restaurant & Café Veitingastaður opnaður klukkutíma fyrr en verslun ... í baðherberginu Sænskar kjötbollur 350,- RACKEN kassi f/bómull ryðfrítt stál L15xB8xH10 cm 490,- ATRÄN læsanlegur skápur L35xB15xH45 cm 1.990,- LETTEN rúðuskafa B25xH22,5 cm 95,- HULINGEN ruslafata m/fótstigi ryðfrítt stál Ø24 H33 cm 1.490,- MOLGER spegill B60xH60 cm 2.990,- RÖNNSKÄR hillueining L42xB40xH176 cm 4.950,- MOLGER vegghilla L60xB12,5 cm 590,- KATTUDDEN snyrtitöskur 2 stk. LILLHOLMEN sápudæla H16 cm 690,- LILLHOLMEN sápudiskur L13xB9xH5 cm 490,- BLANKEN sturtuhilla L25xB11xH50 cm 590,- LIDAN körfur 4 stk. 1.290,- GRUNDTAL handklæðahengi B46xH25 cm 1.490,- LILLHOLMEN klósettbursti Ø10 H46 cm 1.390,- GRUNDTAL klósettrúllustandur Ø20 H62 cm 990,- LIDAN körfur 2 stk. Ø26 H25/Ø21 H19 cm 990,- 490,- með kartöflum, týtuberjasultu og rjómasósu (10 stk.) IKEA Restaurant & Café Rjómabolla og kaffi 245,- alla helgina Skpiulag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.