Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 Þar sem Ítalía samanstendur af ótalmörgum héruðum er töluvert erfitt að skilgreina ítalska matar- gerð sem slíka, en á veitingastaðn- um La Primavera hefur það besta verið tekið úr öllum áttum og úr því gert áhrifaríkt ítalskt-íslenskt eldhús. Sá sem upphaflega aðstoðaði eiganda La Primavera við að móta stefnu staðarins er hinn heims- þekkti kokkur Enrico Derflinghe, en hann var eitt sinn yfirkokkur þeirra Díönu og Karls Bretaprins. Á meðan Food and Fun hátíðin stendur yfir mun gestakokkurinn Riccardo Benvenuti, ásamt kokk- um staðarins, sjá um að útbúa sér- stakan Food and Fun matseðil þar sem íslensk hráefni verða höfð í fyrsta sæti í anda keppninnar. Heiðdís Hauksdóttir, kokkur á La Primavera, er meðal fárra kvenkokka hér á landi. Hún hefur starfað á La Primavera undanfar- in sjö ár en sem kokkur útskrifað- ist hún fyrir tveimur árum síðan. Heiðdís eldaði fyrir lesendur ravi- oli-böggla, fyllta með parma- skinku og mozzarella-osti, borna fram með smjör- og chili-sósu. Áður en Heiðdís fyllti pastað með ostinum hafði hún látið það liggja í marineringu af svolitlu salti, olíu og pipar, en þegar parmaskinka er höfð með í matar- gerð er best að fara varlega með saltið. - mhg Parmaskinka, mozzarella og pasta Ravioli-bögglar, fylltir með parma- skinku. Heiðdís Hauksdóttir, kokkur á La Prima- vera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Veisluthjonusta.is • veisla@veisluthjonusta.is Heiðar 822 0036
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.