Fréttablaðið - 20.02.2007, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007
Þar sem Ítalía samanstendur af
ótalmörgum héruðum er töluvert
erfitt að skilgreina ítalska matar-
gerð sem slíka, en á veitingastaðn-
um La Primavera hefur það besta
verið tekið úr öllum áttum og úr
því gert áhrifaríkt ítalskt-íslenskt
eldhús.
Sá sem upphaflega aðstoðaði
eiganda La Primavera við að móta
stefnu staðarins er hinn heims-
þekkti kokkur Enrico Derflinghe,
en hann var eitt sinn yfirkokkur
þeirra Díönu og Karls Bretaprins.
Á meðan Food and Fun hátíðin
stendur yfir mun gestakokkurinn
Riccardo Benvenuti, ásamt kokk-
um staðarins, sjá um að útbúa sér-
stakan Food and Fun matseðil þar
sem íslensk hráefni verða höfð í
fyrsta sæti í anda keppninnar.
Heiðdís Hauksdóttir, kokkur á
La Primavera, er meðal fárra
kvenkokka hér á landi. Hún hefur
starfað á La Primavera undanfar-
in sjö ár en sem kokkur útskrifað-
ist hún fyrir tveimur árum síðan.
Heiðdís eldaði fyrir lesendur ravi-
oli-böggla, fyllta með parma-
skinku og mozzarella-osti, borna
fram með smjör- og chili-sósu.
Áður en Heiðdís fyllti pastað
með ostinum hafði hún látið það
liggja í marineringu af svolitlu
salti, olíu og pipar, en þegar
parmaskinka er höfð með í matar-
gerð er best að fara varlega með
saltið.
- mhg
Parmaskinka,
mozzarella og pasta
Ravioli-bögglar, fylltir með parma-
skinku.
Heiðdís Hauksdóttir, kokkur á La Prima-
vera. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Veisluthjonusta.is • veisla@veisluthjonusta.is
Heiðar 822 0036