Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 13

Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 13
[Hlutabréf] Viðskiptatímaritið CNBC Europ- ean Business hefur útnefnt Indu- stria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Dómnefnd segir að Industria gæti reynst „eitt mikilvægasta fyr- irtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu“. Út- nefningin er í flokki upplýsinga- tæknifyrirtækja, en þar er að auki að finna fyrirtækin Skype, Tiscali, Aresa og Icera. Umsjón með matinu hafði al- þjóða ráðgjafarfyrirtækið PRTM, en meðal þeirra þátta sem litið var til í matinu var umsögn 60 fyrir- tækja víðs vegar um álfuna. Tímaritið segir meðal annars að metnaður Industria endurspeglist meðal annars í staðsetningu skrif- stofa fyrirtækisins, í Bretlandi, Ír- landi, Búlgaríu og Kína. „Þessi tígur frá Íslandi sérhæfir sig í hug- búnaði til tengingar breiðbands- neta og þráðlausra neta. Lausnir þess fyrir stafrænt sjónvarp og aðra þjónustu, sem ganga undir nafninu Zignal, hafa vakið mikla eftirtekt,“ segir í umsögninni. Guðjón Már Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Industria, segir til- nefninguna hafa komið þægilega á óvart. Í tilkynningu félagsins segir hann framsækni og nýsköpun Ind- ustria ekki bara hafa birst í vöru- þróun heldur einnig í innri ferlum og þáttum sem geri fyrirtækinu kleift að svara hraðar kröfum markaðarins. Zignal-hugbúnaðurinn hefur verið á markaði á annað ár. Á IPTV World Forum-sýningunni í Lund- únum í byrjun mánaðarins sýndi Industria nýjustu lausnir sínar fyrir stafrænt sjónvarp. Industria meðal 50 framsæknustu Fyrir aðalfundi Kaupþings liggur tillaga að laun stjórnarmanna hækki um þriðjung á milli ára. Laun stjórn- armanna voru 300 þúsund krónur á mánuði en munu hækka upp í 400 þúsund gangi tillagan eftir. Laun stjórnarformanns eru nú tvöföld laun stjórnarmanns en fara upp í 800 þúsund krónur á mánuði. Til stjórnar hafa eftirtaldir boðið sig fram: Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, Hjör- leifur Jakobsson, forstjóri Kers, Antonios P. Yerolemou, stjórnarfor- maður KFF, Ásgeir Thoroddsen hrl., Bjarnfreður Ólafsson hdl., Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvik, Gunnar Páll Pálsson, for- maður VR, Niels de Coninck-Smith, forstjóri Ferrosan og Tommy Pers- son, forstjóri Länsförsäkringar. Sjálfkjörið er til stjórnar. Finnur Ingólfsson gengur út úr eldri stjórn en Antonios P. Yerolemou kemur inn úr varastjórn. Stjórn fær þriðj- ungshækkun Feðgarnir Björgólfur Thor Björ- gólfsson og Björgólfur Guðmunds- son eru einu Íslendingarnir sem verma lista bandaríska viðskipta- tímaritsins Forbes yfir 1.000 auð- ugustu menn í heimi. Björgólfur Thor er í 249. sæti á lista tímaritsins og fer upp um 101 sæti á milli ára. Forbes segir eignir hans metnar á 3,5 millj- arða bandaríkja- dala, jafnvirði um 236 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar situr breski ofurhug- inn og auðkýfingurinn sir Richard Branson í 230. sæti á lista Forbes. Faðir Björgólfs Thors, Björgólf- ur Guðmundsson, stjórnarformað- ur Landsbankans, vermir 799. sætið. Eignir hans nema 1,2 millj- örðum dala, jafnvirði 106,4 millj- arða íslenskra króna. Auðugir feðgar á lista Forbes Óbindandi tilboðum í samheita- lyfjahluta þýska lyfjarisans Merck á að skila inn fyrir næsta mánudag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í framhaldi af því mun Merck velja fáein félög til að halda áfram í ferlinu og gera áreiðanleikakönnun. Stjórnendur Actavis og ind- verska lyfjafyrirtækisins Ran- baxy eru þeir einu sem hafa opin- berlega lýst yfir áhuga á Merck. Nöfn ísraelska félagsins Teva, ind- verska félagsins Dr. Reddy‘s, bandaríska félagsins Mylan, þýska félagsins Stada, auk nokkurra öfl- ugra fjárfestingarsjóða, hefur einnig borið á góma í fjölmiðlum. Búist er við því að að minnsta kosti fjórir milljarðar evra fáist fyrir félagið. Það nemur um 355 milljörðum króna. Söluferlinu verður að öllum líkindum lokið í maí eða júní á þessu ári. Söluferli Merck hefst eftir helgi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.