Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 13
[Hlutabréf] Viðskiptatímaritið CNBC Europ- ean Business hefur útnefnt Indu- stria sem eitt af 50 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu. Dómnefnd segir að Industria gæti reynst „eitt mikilvægasta fyr- irtækið í samruna sjónvarps og stafrænna miðla í Evrópu“. Út- nefningin er í flokki upplýsinga- tæknifyrirtækja, en þar er að auki að finna fyrirtækin Skype, Tiscali, Aresa og Icera. Umsjón með matinu hafði al- þjóða ráðgjafarfyrirtækið PRTM, en meðal þeirra þátta sem litið var til í matinu var umsögn 60 fyrir- tækja víðs vegar um álfuna. Tímaritið segir meðal annars að metnaður Industria endurspeglist meðal annars í staðsetningu skrif- stofa fyrirtækisins, í Bretlandi, Ír- landi, Búlgaríu og Kína. „Þessi tígur frá Íslandi sérhæfir sig í hug- búnaði til tengingar breiðbands- neta og þráðlausra neta. Lausnir þess fyrir stafrænt sjónvarp og aðra þjónustu, sem ganga undir nafninu Zignal, hafa vakið mikla eftirtekt,“ segir í umsögninni. Guðjón Már Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Industria, segir til- nefninguna hafa komið þægilega á óvart. Í tilkynningu félagsins segir hann framsækni og nýsköpun Ind- ustria ekki bara hafa birst í vöru- þróun heldur einnig í innri ferlum og þáttum sem geri fyrirtækinu kleift að svara hraðar kröfum markaðarins. Zignal-hugbúnaðurinn hefur verið á markaði á annað ár. Á IPTV World Forum-sýningunni í Lund- únum í byrjun mánaðarins sýndi Industria nýjustu lausnir sínar fyrir stafrænt sjónvarp. Industria meðal 50 framsæknustu Fyrir aðalfundi Kaupþings liggur tillaga að laun stjórnarmanna hækki um þriðjung á milli ára. Laun stjórn- armanna voru 300 þúsund krónur á mánuði en munu hækka upp í 400 þúsund gangi tillagan eftir. Laun stjórnarformanns eru nú tvöföld laun stjórnarmanns en fara upp í 800 þúsund krónur á mánuði. Til stjórnar hafa eftirtaldir boðið sig fram: Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, Hjör- leifur Jakobsson, forstjóri Kers, Antonios P. Yerolemou, stjórnarfor- maður KFF, Ásgeir Thoroddsen hrl., Bjarnfreður Ólafsson hdl., Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvik, Gunnar Páll Pálsson, for- maður VR, Niels de Coninck-Smith, forstjóri Ferrosan og Tommy Pers- son, forstjóri Länsförsäkringar. Sjálfkjörið er til stjórnar. Finnur Ingólfsson gengur út úr eldri stjórn en Antonios P. Yerolemou kemur inn úr varastjórn. Stjórn fær þriðj- ungshækkun Feðgarnir Björgólfur Thor Björ- gólfsson og Björgólfur Guðmunds- son eru einu Íslendingarnir sem verma lista bandaríska viðskipta- tímaritsins Forbes yfir 1.000 auð- ugustu menn í heimi. Björgólfur Thor er í 249. sæti á lista tímaritsins og fer upp um 101 sæti á milli ára. Forbes segir eignir hans metnar á 3,5 millj- arða bandaríkja- dala, jafnvirði um 236 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar situr breski ofurhug- inn og auðkýfingurinn sir Richard Branson í 230. sæti á lista Forbes. Faðir Björgólfs Thors, Björgólf- ur Guðmundsson, stjórnarformað- ur Landsbankans, vermir 799. sætið. Eignir hans nema 1,2 millj- örðum dala, jafnvirði 106,4 millj- arða íslenskra króna. Auðugir feðgar á lista Forbes Óbindandi tilboðum í samheita- lyfjahluta þýska lyfjarisans Merck á að skila inn fyrir næsta mánudag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í framhaldi af því mun Merck velja fáein félög til að halda áfram í ferlinu og gera áreiðanleikakönnun. Stjórnendur Actavis og ind- verska lyfjafyrirtækisins Ran- baxy eru þeir einu sem hafa opin- berlega lýst yfir áhuga á Merck. Nöfn ísraelska félagsins Teva, ind- verska félagsins Dr. Reddy‘s, bandaríska félagsins Mylan, þýska félagsins Stada, auk nokkurra öfl- ugra fjárfestingarsjóða, hefur einnig borið á góma í fjölmiðlum. Búist er við því að að minnsta kosti fjórir milljarðar evra fáist fyrir félagið. Það nemur um 355 milljörðum króna. Söluferlinu verður að öllum líkindum lokið í maí eða júní á þessu ári. Söluferli Merck hefst eftir helgi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.