Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 50

Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 50
heimaerbest Óhætt er að segja að allt sé í röð og reglu í vinnuherbergi Rúnars Helga Vignissonar. „Mér finnst best að hafa allt á sínum stað, þótt hlutirnir eigi stundum til að hverfa með dularfullum hætti,“ viður- kennir höfundurinn sem hefur vinnuaðstöðu á heimili sínu. „Ætli það sé ekki frekar einhverjum ærsladraugum um að kenna, held- ur en hirðuleysinu í mér,“ bætir hann við og hlær. Skrifstofa Rúnars hefur yfir sér forvitnilegan blæ og er frjó- semisstytta af karli, vel vöxnum í alla staði, á meðal þess sem vekur eftirtekt. „Þessi stytta er frá Nýju- Gíneu,“ útskýrir Rúnar. „Ég hef mjög gaman af henni og sömuleið- is skel, sem ég fékk gefins á hjól- reiðaferðalagi um Jakobsstíginn á Spáni. Þessir hlutir eru þó hér fyrst og fremst vegna skemmt- anagildis, en ekki til innblásturs. Hvað þá að ég geymi þá hjá mér vegna hjátrúar. Ætli macintosh- tölvan mín, öðru nafni guðdómur- inn, sé ekki eina undantekningin þar á en hún er mér lífsnauðsyn- leg við ritstörfin.“ Að sögn Rúnars hafa heilu verkin fæðst í vinnuherberginu, en hugmyndirnar kvikna yfirleitt annars staðar. „Ein þeirra kvikn- aði til að mynda þegar ég var á skíðum með fjölskyldunni. Sumum lýstur niður í kollinn á mér þegar ég læt fara vel um mig í sérstök- um stól hérna í húsinu. Allt saman endar þetta í tölvunni. Minn vinnu- dagur er í raun eins og hvers ann- ars skrifstofumanns. Ég byrja að skrifa um níu og hætti yfirleitt fimm. Svo heldur þetta áfram að gerjast innra með mér, enda sagt að rithöfundar séu alltaf að störf- um.“ roald@frettabladid.is Með frjósemis- styttu í stúdíóinu Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, seg- ist ekki vera hjátrúarfullur og lætur því ekki á sig fá þótt draugar leiki lausum hala í stúdíóinu hans. Rúnar komst yfir þessa skel á hjólreiðar- ferðalagi um Jakobsstíg á Spáni. Rúnari áskotnaðist þessi vel vaxna frjósemisstytta í Nýju-Gíneu. Rúnar að störfum í vinnuherberginu sem er búið góðu bókasafni, bókum frá öllum heimshornum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 10. MARS 2007 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.