Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 50
heimaerbest Óhætt er að segja að allt sé í röð og reglu í vinnuherbergi Rúnars Helga Vignissonar. „Mér finnst best að hafa allt á sínum stað, þótt hlutirnir eigi stundum til að hverfa með dularfullum hætti,“ viður- kennir höfundurinn sem hefur vinnuaðstöðu á heimili sínu. „Ætli það sé ekki frekar einhverjum ærsladraugum um að kenna, held- ur en hirðuleysinu í mér,“ bætir hann við og hlær. Skrifstofa Rúnars hefur yfir sér forvitnilegan blæ og er frjó- semisstytta af karli, vel vöxnum í alla staði, á meðal þess sem vekur eftirtekt. „Þessi stytta er frá Nýju- Gíneu,“ útskýrir Rúnar. „Ég hef mjög gaman af henni og sömuleið- is skel, sem ég fékk gefins á hjól- reiðaferðalagi um Jakobsstíginn á Spáni. Þessir hlutir eru þó hér fyrst og fremst vegna skemmt- anagildis, en ekki til innblásturs. Hvað þá að ég geymi þá hjá mér vegna hjátrúar. Ætli macintosh- tölvan mín, öðru nafni guðdómur- inn, sé ekki eina undantekningin þar á en hún er mér lífsnauðsyn- leg við ritstörfin.“ Að sögn Rúnars hafa heilu verkin fæðst í vinnuherberginu, en hugmyndirnar kvikna yfirleitt annars staðar. „Ein þeirra kvikn- aði til að mynda þegar ég var á skíðum með fjölskyldunni. Sumum lýstur niður í kollinn á mér þegar ég læt fara vel um mig í sérstök- um stól hérna í húsinu. Allt saman endar þetta í tölvunni. Minn vinnu- dagur er í raun eins og hvers ann- ars skrifstofumanns. Ég byrja að skrifa um níu og hætti yfirleitt fimm. Svo heldur þetta áfram að gerjast innra með mér, enda sagt að rithöfundar séu alltaf að störf- um.“ roald@frettabladid.is Með frjósemis- styttu í stúdíóinu Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, seg- ist ekki vera hjátrúarfullur og lætur því ekki á sig fá þótt draugar leiki lausum hala í stúdíóinu hans. Rúnar komst yfir þessa skel á hjólreiðar- ferðalagi um Jakobsstíg á Spáni. Rúnari áskotnaðist þessi vel vaxna frjósemisstytta í Nýju-Gíneu. Rúnar að störfum í vinnuherberginu sem er búið góðu bókasafni, bókum frá öllum heimshornum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 10. MARS 2007 LAUGARDAGUR10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.