Tíminn - 20.10.1979, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 20. október 1979
r
V.
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur Óiafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Augiýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 slmi
8030,0. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Áskriftargjaid kr.
.4000 á mánuöi. Blaöaprent.
Hvað óttast
þeir mest?
Sjálfstæðismenn og málgögn þeirra hafa alla tið
reynt að koma þvi inn hjá fólki að ihaldið sé vörn
gegn kommúnisma. Þeir hafa reynt að telja fólki
trú um að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini andstæð-
ingur alræðisstefnunnar i islenskum stjórnmálum.
Nú eru þeir byrjaðir enn á ný að kyrja þennan söng i
þvi skyni að einhverjir haldi að vitlegt sé að fela
þeim einum stjórnarvöld á landi hér.
Vitanlega er þessi áróður Sjálfstæðismanna and-
stæður staðreyndunum. Hvarvetna þar sem ihalds-
öflin ná öllum völdum eflast byltingarhreyfingar,
vegna þess að ihaldsöflin skilja ekki þarfir fólksins
og sibreytilegar þjóðfélagsaðstæður. fhaldsöflin
hjakka i sama farinu og vilja fremur snúa aftur á
bak en fram á leið.
Hlutverk frjálslyndra og þjóðlegra umbótaafla er
að bregðast við þörfum og aðstæðum á hverjum
tima og knýja fram þjóðfélagsumbætur sem leysa
aðsteðjandi vanda i anda hófsemi og skynsemi. Af
þessum ástæðum eru umbótaöflin, frjálslyndu
félagshyggjuöflin, eitur i beinum jafnt ihaldsmanna
sem alræðissinna.
Áróður ihaldsins nú stefnir i rauninni að þvi, að
ofstæki og öfgar taki með öllu við af skynsemi og
hófsemi i islenskum þjóðmálum. Sá áróður Alþýðu-
bandalagsins, að sá flokkur einn takist á við alls
konar „ihaldsflokka” — og er sú útlistun öll harla
litrik — stefnir að sama markmiði. UmAlþýðu-
flokkinn þarf ekki að fjalla i þessu sambandi þar
sem hann virðist með öllu genginn undir áraburð
S jálf stæðismanna.
Stjórnmálaöflin yst til hægri og vinstri óttast
ekkert fremur en öfluga stjórnmála- og félagsmála-
hreyfingu umbótamanna. Skynsamlegar og
hófsamlegar lausnir þjóðfélagsvandamála i anda
framfara og réttlætis eru vörn gegn öfgum og ofsa-
stefnum, en efla hagsæld og farsæld fólksins.
Af þessum ástæðum óttast Sjálfstæðisflokkurinn
ekkert fremur en Framsóknarflokkinn, svo sem
lesa má dag eftir dag i málgögnum Sjálfstæðis-
manna. Sjálfstæðismönnum er umhugað um að
sverta Framsóknarmenn vegna þess að Fram-
sóknarmenn berjast fyrir þjóðfélagsumbótum.
Alþýðubandalagsmönnum er umhugað um að
sverta Framsóknarmenn vegna þess að Fram-
sóknarflokkurinn er andvigur alræði.
Það er alveg ljóst, ef íslendingar eiga að njóta
þess að frjálslynd og þjóðleg umbótastefna og
félagshyggja hafi áhrif á framvinduna á komandi
árum, að Framsóknarflokkurinn verður að eflast að
mun og geta i krafti styrkleika sins meðal al-
mennings komið i veg fyrir að öfgastefnurnar nái
undirtökum i stjórnkerfi landsins.
Að þessu leyti stendur baráttan nú um það, hvort
skynsamleg og hófsamleg umbótastefna verður
ráðandi eða uppgjöf heilbrigðrar skynsemi, sem
lýsir sér best i hinni nýfengnu afturhaldsstefnu
Sjálfstæðisflokksins annars vegar og hins vegar i
byltingarrómantik Alþýðubandalagsins.
í ljósi kosningaúrslitanna á siðastliðnu ári
stöndum við nú á timamótum i þeim kosningum
sem nú fara i hönd. Allir umbótamenn verða nú að
leggjast á eitt um að efla Framsóknarflokkinn
nægilega til þess að upphlaupi hægriaflanna verði
hnekkt með eftirminnilegum hætti.
-JS.
Erlent yfirlit
var skipaður fjármálaráðherra.
Hann er hagfræðilega menntað-
ur og hefur undanfarin ár veriö
ráðunautur verkalýöshreyfing-
arinnar og er þvi vel kunnur for-
ustumönnum hennar. Hinn er
Lars Skytöen, sem var skipaður
iðnaðarmálaráðherra. Lars
Skytöen er logsuöumaður að at-
vinnu, og hefur starfað mikið
innan verkalýðshreyfingarinn-
ar. Hann hefur um nokkurt
skeið verið formaður í sam-
bandi málmiðnaðarmanna.
Þá er aðeins ónefndur einn af
nýju ráðherrunum, Thorvald
Stoltenberg, sem var skipaöur
varnarmálaráðherra. Hann var
áður ríkisritari og veröur ekki
talinn til neins ákveðins arms
innan Verkamannaftokksins.
HIN endurskipulagða rikis-
stjórn Nordlis hefur enn ekki
fengið tíma til að sýna sig, en
margt gæti bent til þess, að hún
standi sig betur en fyrri stjórn
hans.
Það getur þvi verið of
snemmt að spá ósigri Verka-
mannaflokksins i þingkosning-
unum 1981, þótt hann tapaði I
byggðakosningunum nú.
Tvennt verður lika að hafa i
huga i þessu sambandi. Þátt-
takan í byggðastjórnarkosning-
unum var óvenjulega litil.
Fylgismenn Verkamanna-
flokksins kunna að hafa setið
heima til að láta óánægju sina i
ljós á þann hátt, en þeir geta
skilað sér i þingkosningunum.
Hitt er olian. Olíuframleiðslan
mun aukast næstu misserin og
styrkja fjárhagsstöðu Noregs.
En það getur aftur styrkt stöðu
rikisstjórnarinnar og Verka-
mannaflokksins.
Þ.Þ.
ODVAR Nordli forsætisráð-
herra Noregs hefur nú fariö I
slóö Carters Bandarikjaforseta
og gert miklu meiri breytingar
á stjórn sinni en búizt var viö.
Menn áttu von á þvf eftir ósigur
Verkamannaflokksins I byggða-
kosningunum, sem fóru fram I
september, aö Nordli myndi
gera breytingar á stjórn sinni,
enekki að hún yrðieins stórfelld
og raun varð á.
Svo mikil var þessi breyting
hjá Nordli, að aðeins fjórir ráð-
herrar héldu embættum sinum,
auk Nordlis sjálfs, en þeir voru
Knut Frydenlund utanrikisráð-
herra, Bjartmar Gjerde orku-
málaráðherra, Eivind Bolle
sjávarútvegsráðherra og Oskar
öksnes landbúnaðarráðherra.
Þrir ráðherrar aðrir voru fluttir
til. Rolf Hansen, sem var varn-
armálaráðherra, vargerður að
umhverfismálaráðherra, Inger
Lousi Valle, sem var dóms-
málaráðherra, var gerð
byggðamála- og vinnumálaráð-
herra, Arne Nilsen, sem var áð-
ur byggðamálaráðherra, varð
félagsmálaráðherra.
Alls komu átta nýir ráðherrar
i stjórnina i stað jafnmargra,
sem viku úr henni. Þekktust af
ráðherrunum, sem viku úr
stjórninni,voruþauPer Kleppe,
sem verið hefur fjármálaráö-
herra, og Gro Harlem Brundt-
land. sem var umhverfismála-
ráðherra. Kleppe var orðinn
umdeildurog hefur verið Látinn
vikja vegna þess. Honum er ætl-
að aö stjórna nýju ráðuneyti,
sem á að annast heildarstjórn
og langtimaáætlanir og verður
sennilega i nánum tengslum við
forsætisráðuneytið. GroHarlem
Brundtland vék hins vegar ekki
vegna óvinsælda, þvi að hún var
vinsælasti ráðherrann i stjórn-
inni. Hún tekur nú sæti á þingi
og verður sennilega helzti tals-
maður flokksins þar. Sliku
starfi gegndi Nordli áður en
hann varð forsætisráðherra.
Allmikið er nú rætt um, aö hún
sé næsta forsætisráðherraefni
flokksins. Hún er varaformaður
Verkamannaflokksins og mun
flokksstarfið hvila meira á
henni hér eftir en áður, þar sem
Reiulf Steen, formaður flokks-
ins, er einn nýju ráðherranna.
HIN NVJA stjórn þykir bera
svip þess, að Nordli sé að reyna
að treysta samstarf ýmissa ó-
likra afla innan flokksins. Rei-
ul f Steen hefur veriö talinn for-
ingi vinstriaflanna, og styrkjast
þau við þátttöku hans i stjórn-
inni. Jafnframt eru tveir nýju
ráðherranna úr vinstri armin-
um, eða þau Sissel Röebeck (29
ára) neytendamálaráðherra og
Reiulf Steen
Odvar Nordli
Einar Förde (35 ára) kirkju- og
menntamálaráöherra.
Nordli hefur heldur ekki
gleymt þvi', að styrkja hægri
arminn, þvi að til hans heyrir
Andreas Cappelen, sem var
skipaður dómsmálaráðherra.
Cappelen hefur tvivegis áður
verið ráðherra eða fjármála-
ráðherra I stjórn Gerhardsens
og utanrikisráðherra i stjórn
Brattelis. Hægri armurinn var
þó vel sterkur fyrir, en Nordli
sjálfur er talinn tilheyra honum,
ásamt þeim Bjartmar Gjerde
og Rolf Hansen. Til hægri arms-
ins er einnig talinn Ronald Bye,
samgöngumálaráðherra, sem
er einn af nýju ráðherrunum.
Þá hefur Nordli ekki gleymt
verkalýðshreyfingunni. Hún
fékk tvo af nýju ráðherrunum.
Annar þeirra er Ulf Sand, sem
Nordli fylkir liði
fyrir kosningarnar
Þær verða þó ekkí fyrr en 1981