Tíminn - 04.12.1979, Síða 3

Tíminn - 04.12.1979, Síða 3
Þriðjudagur 4. desember 1979 3 Færð yfirleitt góð kosningadagana AM — Bærilegt kosningaveður var sl. sunnudag og gekk fólki þvi viðast vel að komast á kjör- stað og eins gekk flutningur kjörgagna yfirleitt vel. Arnkell Einarsson sagði okkur I gær að þá hefðu menn verið að ryöja snjó af fjallvegum á Snæfells- nesi og er nú fært um þá, en þungfært var um Svinadal aust- an Búöardals og um Revkhóla- sveit, en ófært þegar kemur I Gufudalssveit. Var þvi ekki vit- að hvernig gengi að losna við kjörgögn frá Reykhólum. (Jr Vatnsfirði var fært á Patreks- fjörðog verið var að moka frá Patreksfirði til Bildudats. Ófært var um Dynjandis- og Rafns- eyrarheiði, en fært frá Þing- eyri til tsafjarðar og inn i Djúp. Norðan Hólmavikur voru vegir orðnir ófærir i gær, en voruað mestu færir á sunnudag, þannigaðkosning fór fram i Ar- neshreppi. Þar var þó aðeins fært innan sveitar og ófært sunnan Djúpavikur i Bjarnar- fjörð. í gær lokuðust svo vegir frá Hólmavik norður i Bjarnar- fjörð og Ut i Drangsnes. Veður fer versnandi i Strandasýslu og hafa verið verulegir erfiðleikar á leiðinni frá Hrútafirði norður til Hólmavikur, en Arnkell sagði að siðdegis i gær hefði bifreiö verið lögð af stað frá Hólmavik með kjörgögn til Stykkishólms. Færð var góð i Húnavatns- sýslum svo og i Skagafirði, þótt ryðja hefði oröið snjó af vegin- um við Vatnsskarð. Versnandi veður var á Siglufjarðarleið og biðu snjómoksturstæki átekta, eftir að kjörfundi lyki þar, svo flytja mætti kjörgögnin á Sauðárkrók. 1 Eyjafirði varð að ryöja bæöi öxnadalsheiði og yfir Ólafsfjaröarmúla, en greið- færtvar i gær að öðru leyti um Eyjafjörö og um Þingeyjarsýsl- ur. Aðeins var þó fært stórum bllum úr Mývatnssveit að Grimsstöðum. A norðaustur horninu voru vegir yfirleitt greiðfærir með ströndum fram, en fjallvegir ófærir. Ófært var um öxar- fjarðarheiöi og Vopnafjarðar- heiði. 1 gær var mokað um Möðru- dalsöræfi i Möðrudal, en i gær- morgun tók færð þarna að spill- ast og orðið nær ófært siðdegis. Eystra var færð annars franur góð, nema hvað aö til Borgar- fjarðar var ekki fært nema stór- um bilum og jeppum. Verið var að moka veginn yfir Fjaröar- heiði I gær. Suður með fjörðum og meö suðurströndinni var vel fært, en rétt að geta þess aö i gær gekk á með dimmum snjó- éljum á Hellisheiði og umferð þar þvi erfið. Hálka var mikil á vegum og viða nokkur jafnfall- inn snjór og sagði Arnkell að ef hvessti kynni færð að spillast nokkuö. Góður afli á ísafirði í desem- ber GSV/ísaf. — Góður afli hefur verið hjá tsfirðingum I þessum mánuði, ekki sist hjá bátunum. Orri var með 214 tonn, eða 10674 kgi róðri. Guðný var með 185 tonn 10260 kg í róöri. Vikingur II var með 197 tonn, eöa 10382 kg I róörí. Togarinn Guðbjartur hefur veitt 4033 tonn i mánuöinum, Páll Pálsson 4840 tonn, Guöbjörg 5321 og þeir gamli og nýi Július með 4026 tonn. Verslunarráð íslands Opinberir aðilar greiði fulla dráttar- vexti en njóti ekki óeðli- legra sérréttinda i viðskiptakjörum JSS — ,,A undanförnum árum hafa opinberir aðilar og stofn- anir rikis og sveitarfélaga vfirleitt neitað að hlita aug- lýstum viðskiptaskiimálum um gjalddaga skuida og greiðslu dráttarvaxta, þótt opinberir aðilar beiti ávallt fuilum dráttarvöxtum er þeir innheimta kröfur sinar á hendur atvinnulifinu”. Svo segiri yfirlýsingu frá Verslun- arráði tslands. Segir enn fremur, að fyrir- tæki þurfi að greiða opinber gjöld skilvislega á sama tima og opinberir aðilar skuldi fyrirtækjum mun hærri fjár- hæðir langtimum saman. Verslunarráð hafi ritað fjár- málaráöuneyti bréf varðandi þetta og i svari þess komi fram, að opinberir aðilar skuli greiöa dráttarvexti eftir sömu reglum og sé almennt beitt I viðskiptum. Þrátt fyrir þetta hafi litið sem engin breyting orðið þarna á og vilji Verslun- arráð þvi hvetja fyrirtæki til að nýta rétt sinn á þessu sviðir svo að opinberir aðilar njóti ekki óeðlilegra sérréttinda I viðskiptakjörum. Bókafrétt 1 Islandsleíöangur Stanleys og sex aðrar nýjar bækur 11. bindi bókaflokksins ÞRAUTGÓÐIR A RAUNASTUND eftir Steinar J. Lúðvíksson Bókin fjallar um árin 1907—10. Þetta er tími hinna opnu róðra- skipa, vélbátarnir eru að koma til sögunnar og skúturnar gegna stóru hlutverki. Meðal atburða: er Kong Tryggve fórst, póstskip- ið Laura strandaði, uppskipun- arslys í Vík og strand Premiers. FALIÐ VALD eftir Jóhannes Björnsson Hverjir hafa völdin á bak við tjöldin, hér heima og erlendis? i hverra spottum spriklar hinn almenni borgari? FALIÐ VALD á eflaust eftir að vekja bæði ugg og reiði því bók- in afhjúpar það sem ætlað er að liggja í þagnargildi. Feróabók þessi er prýdd eitthundrað pennateikningum, tuttugu og einni vatnslitamynd og tveimur olíumálverkum. Fæstar þessara mynda hafa birst á prenti áður og er aó þeim stórmikill menningarsögulegur fengur. Má með sanni segja aö þær fylli bilið milli Ferðabókar Eggerts og Bjarna og bóka þeirra Mackenzies og Gaimards. Stanleyleiðangurinn kom hingað til lands í kjölfar Móðu- harðindanna. Má af dagbókunum ráða margt um hagi og ástand þjóðarinnar og fylla þær verulega I eyðu þess tímabils. Þetta er einn fegursti prentgripur sem við höfum gefið út, en að öllum líkindum munum við aðeins geta afgreitt um 1100 eintök fyrir áramót. FORN FRÆGÐARSETUR eftir Séra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli. Bók þessi er sjór af fróöleik úr þjóðarsögunni, fjölbreytt mjög og skemmtileg aflestrar. Séra Ágúst segir frá misjöfnu mannlifi og dregur fram íslenska örlaga- þætti. Fjöldi mynda og teikninga prýða bókina Geir Hansson MISJÖFN ER MANNSÆVIN Átakanleg lífsreynslusaga um eldskírn drengs á æskuárum, lýsir atburðum af miskunnar- lausu raunsæi og hreinskilni. Ölík öðrum minningabókum. Þriðja bindi bókaflokksins Her- námsárin. Jörn Riel FYRR EN DAGUR RÍS Þetta er skáldsaga um einangr- aða eskimóabyggð á Grænlandi og fyrstu kynnum hennar af hvíta manninum og þeim örlögum sem byggðinni eru búin vegna þeirra kynna. Þýdd af dr. Friðriki Einarssyni lækni. Hannes Pálsson frá Undirfelli VOPNASKIPTI OG VINAKYNNI Andrés Kristjánsson skráði Hannes rekur misvirðasama og margþætta lífssögu sína af mik- illi ósérhlífni, opinskáu hrein- lyndi, glöggskyggni og heiðar- leik — og án feluleiks eða tæpi- tungu um menn og málefni — einnig um sjálfan sig. Öm og Örlygur Vesturaötu42 s=25722 eb Klapparstig 27

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.