Tíminn - 04.12.1979, Síða 5
Þriðjudagur 4. desember 1979
5
t kennslustund I Félagsmálaskólanum.
30 manns á tveim-
ur önnum í Félags-
málaskóla alþýðu
Fyrir skömmu lauk tveimur 1.
önnum i Félagsmálaskóla alþýöu.
Sú fyrri stóö yfir 7.-20. október, en
sú seinni 4.-17. nóvember. Fyrir-
komulag námsins og viöfangsefni
1. annar er komiö í nokkuö fastar
skoröur, en námsgreinar eru
þessar: ræöumennska, fundar-
störf, félagsstjórnun, framsögn,
hópefli, saga og Sögusafn verka-
lýöshreyfingarinnar, starf og
staöa trúnaöarmanna á vinnu-
Þroska-
hjálp með
almanaks
happdrætti
Jss — Landssamtökin Þroska-
hjálp eru nú aö hefja sölu á happ-
drættisalmanaki fyrir áriö 1980.
Gefin hafa verið út 10.000 niimer-
uö d agatöl og er hvert þeirra árs-
miöi i happdrætti, þvi dregnir
veröa út vinningar mánaöarlega
á næsta ári.
Er þaö fjáröflunarnef nd
Þroskahjálpar sem vinnur aö
þessu almanakshappdrætti og
veröur tekjunum variö til ýmissa
brýnna verkefna fyrir þroska-
hefta, svo og kynningar- og
fræöslustarfsemi.
Vinningar sem dregnir veröa
út, eru 12 sólarlandaferöir á veg-
umúrvals, hver aö verömæti 400.
000 kr. og nemaheildarverömæti
vinninga, sem eru skattfrjálsir
samtals 4,8 milljónum króna.
Verö hvers dagatals, þ.e. árs-
miöans er aöeins 2.500 krónur og
hefst sala þeirra I byrjun desem-
ber. Söluna annast öll aöildarfé-
lög Landssamtakanna Þroska-
hjálpar um land allt, þannig aö
landsmenn allir eiga þess kost
aö eignast ársmiöa.
stööum, skipulag og starfshættir
ASt, útgáfustarf verkalýösfélaga,
fjölþjóöasamtök verkalýðshreyf-
ingarinnar, helstu réttindi launa-
fólks, almannatryggingar,
stefnuskrá ASt, heilbrigöi og ör-
yggi á vinnustöðum. Ennfremur
var skipst á skoöunum viðí for-
ystumenn verkalýössamtakanna
um málefni hreyfingarinnar.
Margir góðir gestir, skáld og
aðrir listamenn komu i heimsókn
og kynnisferðir voru farnar um
nágrennið. 30 manns stunduðu
nám við skólann á þessum tveim-
ur önnum og fimmtán leiðbein-
endur komu og störfuðu við skól-
ann. Námsstjórar voru þeir Karl
Steinar Guðnason og Tryggvi Þór
Aðalsteinsson.
Eftir áramót veröur svo starfi
skólans haldiö áfram og hefur
veriö rætt um að þá veröi 3ja önn
haldin i fyrsta sinn auk 2. annar,
sem verður sú fjóröa, Um þetta
mun stjórn MFA taka ákvöröun
fljótlega og verkalýösfélögum og
fyrri nemendum tilkynnt um þaö
bréflega.
Formaður skólastjórnar Fé-
lagsmálaskóla alþýöu er Stefán
ögmundsson, en stjórn skólans er
jafnframt stjórn MFA.
JOLA
ISkreytið svalirnar meö
gamaldags
enskum luktum frá Sjónvali.
10 luktir í hverri seríu.
Seríurnar eru vatnsþéttar og öruggar í
öllum veörum, enda samþykktar af
Rafmagnseftirliti ríkisins.
Óþarfi er aö nota litaöar perur, þar sem
luktirnar eru sjálfar í litum.
Verð aðeins kr. 22.650 - m/perum
SJONVAL
Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600 %
Auglýsið íTímanum
PER HANSSON:
TEFLTÁ TVÆR HÆTTUR
Þetta er ekki skáldsaga, þetta er skjalfest og sönn frá-
sögn um Norðmanninn Gunvald Tomstad, sem axlaði þá
þungu byrði að gerast nazistaforingi og trúnaðarvinur
Gestapo, — samkvæmt skipunum frá London, — og til
þess að þjóna föðurlandi sínu varð hann að leika hið sví-
virðilega hlutverk svikarans, gerast foringi í einkaher
Quislings. En loks komust Þjóðverjar að hinu sanna um
líf og störf Gunvalds Tomstad og þá varð hann að hverfa.
Og þá hófst leitin að honum og öðrum norskum föður-
landsvinum. Sú leit, framkvæmd af þýzkri nákvæmni,
varð æsilega spennandi og óhugnanleg.
PiRHAHSSON
wtex&tx
K. SÖRHUS OG R. OTTESEN:
BARÁTTA MILORG D 13
Þetta eræsileg og spennandi frásögn af norskum föður-
landsvinum, harðsoðnum hetjum, sem væntu þess ekki
að frelsið félli þeim í skaut eins og gjöf frá guðunum.
Þeir stóðu augliti til auglitis við dauðann, lifðu í sífelld-
um ugg og ótta um að upp um þá kæmist, að þeir yrðu
handteknir og skotnir eða hnepptir í fangabúðir og
pyndaðir. — Þessir menn börðust af hugrekki og
kænsku, kaldrifjaðri ófyrirleitni og ósvífni, en einnig
skipulagi og aga, fyrirhyggju og snilli. — Þessi bók er
skjalfest og sönn, ógnvekjandi og æsilega spennandi,
— sannkölluð háspennusaga.
KJEllSðRHllS QG ROLF DTTTSIN
BARÁTTA
MIL0RGD13
:iKUOOS;A