Tíminn - 18.12.1979, Síða 6

Tíminn - 18.12.1979, Síða 6
6 Þriðjudagur 18. desember 1979.. Wmmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæ'tndastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 sfmi 96300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 4000ámánuöi. Blaöaprent. L ___________________________________________J Góð stefna fyrir hreinan íhaldsflokk Höfundur leiftursóknarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson, birti nýlega grein i Morgunblaðinu, þar sem hann taldi Sjálfstæðisflokkinn hafa styrkt stöðu sina til frambúðar með leiftursókninni. Aðal- leiðtogi sjálfstæðisflokksmanna í launþegahreyf- ingunni, Guðmundur H. Garðarsson, er ekki á sama máli. í grein eftir hann, sem birtist i Mbl. siðastl. laugardag, segir m.a.: „í minum huga er skýringin á staðnaðri stöðu Sjálfstæðisflokksins i islenzkum stjórnmálum i dag sú, að flokkurinn hefur á undanförnum árum verið að þróast i hægri sinnaðan ihaldsflokk, sem höfðar ekki til hins almenna kjósanda. Flokkur Bjarna Benediktssonar, Jóhanns Haf- stein og Ólafs Thors, sannanlega frjálslyndur flokk- ur allra stétta, er ekki lengur til. Sjálfstæðisflokkur- inn i núverandi mynd er ekta evrópskur ihalds- flokkur. Áhrifavaldar flokksins i dag eru ihalds- menn, sem trúa á ótakmarkaða markaðshyggju, og prófkjör, sem leiða af sér annarlega valdabaráttu. Það eru þvi annað hvort visvitandi blekkingar eða pólitisk blinda hjá hinum nýja þingmanni flokksins, Birgi Isleifi Gunnarssyni, þegar hann segir i grein i Mbl. 8. des. 1979, að núverandi stefna Sjálfstæðis- flokksins sé beint framhald af stefnu þeirri, sem Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson mótuðu i kringum 1960.Grundvallaratriði þeirrar stefnu, við- reisnarstefnunnar, var takmörkuð markaðshyggja, sem var byggð upp og framkvæmd i samræmi við islenzkar aðstæður i eðlilegu og rökréttu samhengi við stöðu tslendinga i samfélagi frjálsra þjóða. í forustu fyrir þessari stefnu voru menn, sem lögðu áherzlu á breiðan, viðsýnan flokk, valdamik- inn flokk allra stétta, en ekki menn sem etja flokks- mönnum saman i prófkjörum, sem jaðra við bræðravig borgarastyrjalda. Það voru ekki valda- streitumenn, sem þrengja flokkinn með þvi að gegna mörgum stórum hlutverkum i forustunni á sama tima sem þeir þróa hann i ihaldsflokk.” Undir greinarlokin farast Guðmundi H. Garðars- syni orð á þessa leið: „Það er rangt að reyna að fela það, að hin nýja stefna Sjálfstæðisflokksins er Ihaldsstefna, sem féll ekki I góðan jarðveg hjá þjóðinni. Þetta er megin- ástæða kosningaósigursins miðað við spár og vonir flokksmanna. Þessi stefna getur verið góð út af fyr- ir sig. Hún getur verið góð fyrir flokk, sem vill sann- anlega vera hreinn Ihaldsflokkur og hljóta fylgi I samræmi við það. Og hún er örugglega góð fyrir hina nýju menn flokksins, sem I skjóli flokksaðstöðu og innanflokksframa geta framlengt pólitiskt lif sitt enn um stund”. Fróðlegt verður að sjá, hvernig höfundur leiftur- sóknarinnar svarar þessari hreinskilnislegu ádrepu Guðmundar H. Garðarssonar. Rangur söguburður Af hálfu sjálfstæðisflokksmanna er haldið uppi þeim fréttaflutningi erlendis, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi tapað vegna þess, að Islendingar vilji hafa verðbólgu. Þetta er röng og ósæmileg túlkun. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði vegna þess, að kjósendur gerðu sér ljóst, að hér eins og I ísrael myndi leiftursóknin verða til þess eins að magna verðbólguna. Fylgi Framsóknarflokksins efldist vegna þess, að hann var eini flokkurinn sem benti á raunhæf úrræði til að draga úr verðbólgunni. Þ.Þ. Erlent yfirlit Soames lávarður fær vandasamt verkefni Hann verður sfðasti landstjóri Breta í Afríku RAÐSTEFNUNNI um Ródesiu er lokiö og náöist þar meiri og betri árangur en flestír þoröu aö vona I upphafi. Ródesla er aftur oröin brezk ný- lenda og heitir aö nýju Suöur-Ródesta, eins og nafn hennar var meöan hún laut ný- lendustjórn Breta. Brezkur landstjóri er aftur tekinn viö völdum, en valdaskeiö hans veröurekki nema fáir mánuöir. Hlutverk hans er aö sjá um framkvæmd þingkosninga, en siöan mun hann fela völdin þeirri rikisstjórn, sem þingiö myndar. Jafnframt lýkur ný- lendustjórn Breta og Ródesla veröur sjdlfstætt riki. Sitthvaö bendir til, aö þessi lokaþáttur nýlendustjórnar Breta í Ródeslu geti oröiö sögu- legur. Enn hefur ekki náöst fullt samkomulag viö þjóöfrelsis- hreyfinguna svonefndu um stööu skæruliöa hennar meöan á kosningabaráttunni stendur. Vonir standa þó til, aö sam- komulag náistum þetta. En þótt þeim steinum veröi rutt úr veg- inum, geta margir fleiri komiö til sögunnar áöur en lýkur. Þaö er því ekki neitt auövelt verkefni, sem blöur brezka landstjórans. Fljótt á litiö mætti halda, aö þaö væri ekki verkefni fyrir mann, sem gekk undir meiri háttar hjartaskurö fyrir þremur árum og þarf síöan aö fylgja allnákvæmum reglum vegna þessarar aögeröar, þótt hún þættitakast vel. Hannhefur þótekiö áhættuna ogtreyst á, aö taugarnar væru I góöu lagi. Um hann hefur lika veriö sagt, aö hann láti erfiöleikana ekki þreyta sig og sjái betur björtu hliöarnar en þær dekkri á hverju máli. Orö hefur einnig fariö af þvl, aö hann njóti sín bezt yfir góöu matboröi, þar sem málefni eru jafnt rædd I léttum tón og alvarlegum. NÝI landstjórinn i Suöur-Ródeslu er Soames lá- varöur, sem fyrst var þekktur sem tengdasonur Winstons Churchill, en þaö hefur smám saman gleymzt, þvl aö Soames hefur staöiö vel fyrir slnu. Soames lávaröur veröur sext- ugur á þessu ári. Faöir hans var vel efnaöur, enda meöeigandi þekktrar ölgeröar. Þaö dugöi honum samtekki tilaökomast á þing, þótt hann reyndi nokkrum sinnum til þess. Soames stund- aöi nám viö menntaskólann I Eton, en slöan viö liösforingja- skólann i Sandhurst. Þaöan fór hann beint til vlgvallanna, er heimsstyrjöldin hófst, og var i hernum öll strlösárin. Hann baröist á mörgum vlgstöövum og gat sér gott orö. Hann giftist svo Mary, yngstu dóttur Chur- chills og mesta uppáhaldsbarni hans, rétt eftir aö styrjöldinni lauk. Um skeiö gegndi hann [ Soamcs lávaröur starfi viö sendiráö Breta i Parls, en hugur hans stefndi þó meira a ö öörum viöfangsef num. Soames haföi mikinn áhuga á stjórnmálum, likt og faöir hans.Hann náöikosningu á þing 1950 og varötveimur árum slöar aöstoöarmaöur hjá tengdafööur sinum, sem þá var forsætisráö- herra. A árunum 1955-64 gegndi hann svo samfleytt ýmsum ráö- herrastörfum, siöustu fjögur ár- in var hann landbúnaöarráö- herra. Hann þótti leysa þessi störf velaf hendiogþvl komá ó- vart, þegar hann féll I þing- kosningunum 1966. Þvi var mest kennt um, aö hann haföi haf t lit- iö samband viö kjósendur slna og aöeins örsjaldan heimsótt kjördæmi sitt. Þegarhér var komiö, var Wil- son forsætisráöherra. Þaö sýn- ir þaö álit, sem Soames naut jafnt hjá flokksbræörum slnum og andstæöingum,aö Wilson fór þess á leit viö hann, aö hann yröi sendiherra Breta I Parls, en þaö starf þótti þá ekki vandalaust, þvl aö de Gaulle fór þá meö völd og reyndist Bretum misjafn- lega. Soames þáöi þetta boö Wilsonsog fór vel á meö honum og de Gaulle. Eitt sinn hljóp þó snuröa á þráöinn hjá þeim. 1 hádegis- veröi, sem þeir snæddu saman, reifaöi de Gaulle hugmyndir um aukiö samstarf miili Breta og Frakka. Soames sendi utan- rlkisráöuneytinu skýrslu um samtaliö, en Vestur-Þjóöverj- um bárust fréttir af þessu og llkaöi iila, þvi aö de Gaulle haföi ekki minnzt á þetta viö þá. De Gaulle varö fokvondur og kenndi Soames I fyrstu um, en siöan sættust þeir heilum sátt- um, er de Gaulle fékk aö vita, aö sökin væri ekki hans. HEATH haföiekki minna álit á Soames en Wilson. Heath skipaöi hann fulltrúa Breta I stjórnarnefnd Efnahagsbanda- lagsins. Hann varö bæöi vara- formaöur hennar og eins konar utanrikisráöherra. Þessu starfi gegndi hann viö góöan oröstlr á árunum 1973-1976. Þá þurfti hann aö ganga undir hjartaupp- skurö eins og áöur segir. Sú aö- gerö heppnaöist vel, en hann veröur þó aö gæta heilsunnar betur eftir en áöur. Þegar Margaret Thatcher myndaöi stjórn sina á slöastliönu ári skipaöi hún Soames láVárö talsmann rikisstjórnarinnar I lávaröadeiidinni, en þaö em- bætti jafngildir ráöherrastarfi og fylgir þvl seta á fundum rlkisstjórnarinnar. Skipan hans I embætti landstjóra I Suöur-Ró- desiu hefur yfirleitt mælzt vel fyrir. Fáir menn tengja betur saman gamla og nýja tlma 1 sögu Bretlands en Soames lá- varöur og eiga bæöi tengslin viö i Churchill og störf Soames sjálfs þátt I þvl. Mary kona hans, sem hefur unniö sér orö sem góöur rithöfundur (m.a. skrifaö bók um móöur sfna), þykir mikii húsmóöir og er heimili þeirra rómaö vegna þess, aö þar sé viöhaldiö jafnt reisn og glaö- værö I gömlum heföbundnum stll. Þ.Þ. Soames lávaröur viö hersýningu I Salisbury.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.