Tíminn - 18.12.1979, Page 10

Tíminn - 18.12.1979, Page 10
10 Þriöjudagur 18. desember 1979, Páll H. Jónsson: Kirkjukór Húsavík- ur og ártíð Jóns Sigurðssonar Hinn 7. desembers .1. hélt Kirkju- kór Húsavikur tónleika i Húsa- vikurkirkju. Organisti á Húsa- vik og um leiö söngstjóri kórsins er frú Sigriöur Schiöth. Kirkjukór Húsavíkur er mjög góöur kór og frú- Sigrlður Schiöth, sem starfaö hefur á Húsaviknokkurundanfarin ár, i fremstu röö sem söngstjóri og organisti. Húsvikingar hafa löngum verið stoltir yfir hinni afburöafögrukirkju sinni siöast- liðin rúmlega 70 ár, en þeir mega einnig vera stoítir yfir kirkjukór sinum allan þann tíma. Tónleikar kórsins voru aö þessu sinni, sem jafnan fyrr, mjög góðir og söngskráin eftir þvi. Þeir verða ekki dæmdir hér á hefðbundinn hátt. Hins vegar sættu þeir umtalsverðum tiö- indum. Eins og allir vita var 7. des- ember hundraðasta ártið Jóns Sigurðssonar forseta. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 og kona hans, Ingibjörg, 9 dögum siöar. Hinn 30. april 1880 voru lik þeirra hjóna flutt til Reykja- vikur með póstskipinu Fönix og jarðarförin fór fram 4. mai. Þá var landshöfðingi á tslandi Hilmar Finsen, sonarsonur Hannesar Finsen biskups. Hilmar var giftur danskri fjöl- hæfri ágætiskonu, Olufa Finsen. Sigrlður Schiöth. Hún var menntuð i tónlist og fékkst við tónsmiðar. 1 tilefni af jarðarför Jóns og Ingibjargar samdi Olufa Finsen kantötu við nokkur ljóð Matthiasar Jochumssonar og var hún flutt I Dómkirkjunni undir stjórn frúarinnar. Eftir þvi sem ég veit best er þessi kantata óþekkt nútima ts- lendingum, nema hvað Bryn- jólfur Þorlákson tók eitt lag úr henni i Organtóna á sinum tima: „Fjallkonan hefur upp harmalag”. I tilefni hundruðustu ártiðar Jóns Sigurðssonar flutti nú Kirkjukór Húsavikur þessa kantötu. Einsöngvarar voru Emelia Friðriksdóttir á Húsa- vik og Friðrik Jónason bóndi á Helgastöðum i Reykjadal. Skil- uðu þau hlutverkum sinum af mikilli prýöi. Áöur en kantatan var flutt ávarpaði Sigurjón Jóhannesson skólastjóri áheyrendur og minntist á fagran og virðulegan hátt Jóns Sigurðssonar. Þess má geta, að kantötuna fann Glúmur Hólmgeirsson i Vallakoti i blöðum sinum, skrifaða af íöður hans, Hólm- geiri Þorsteinssyni. Hjá Glúmi fékk frú Sigriður þessa 100 ára gömlu kantötu. Ávarp Sigurjóns og flutningur kantötunnar setti óvenjulegan og hátiðlegan svip á þessa tón- leika. Þá má geta þess að eitt is- lenskt lag var frumflutt á tón- leikunum. Það var „Sumar- nótt” eftir Glúm Hólmgeirsson i Vallakoti, en hann átti 90 ára afmæli fyrir nokkrum dögum. Textinn er eftir Jón Þorsteins- son á Arnarvatni og ortur I til- efni af andláti Þorgils gjall- anda, eitt hið fegursta kvæði þeirrar tegundar. Lagiö er nokkurra ára gamalt, þótt það hafi ekki verið flutt fyrr en nú. Páll H. Jónsson bjó þaö til flutn- ings. Einsöng i laginu söng Friðrik Jónasson. Aðrir einsöngvarar á þessum tónleikum, sem allir skiluðu hlutverkum sinum prýðilega, voru Ingvar Þórarinsson, I lag- inu Ora pro nobis, eftir N. Piccolomini, Katrin Sigurðar- dóttir, i laginu, Hvað boöar ný- árs blessuð sól, eftir Bungart og i tvisöngslaginu, Ave Maria, eftir Cerubini, en i þvi söng einnig Hólmfriður Benedikts- dóttir. Undirleikarar með þeim á fiðlu og pianó voru David Roscol og Peter Gyles, sem báðir eru kennarar við Tón- listarskólann. Undirleikarar með kórnum voru Björg Friðriksdóttir og Katrin Sigurðardóttir. Siðast á tónleikunum var Halelujakór- inn eftir Handel. Þá söng með úrvalskór Barnaskóla Húsa- vikur.en honum stjórnar Hólm- friður Benediktsdóttir. Það er fagnaðarefni fyrir Húsvikinga að búa við slikt tón- listarlíf og hefur afgerandi þýð- ingu fyrir mannlifið i kauD- staðnum. Páll H. Jónsson. Ný íslensk tækífæriskort Kórund h f hefur gefiö út 12 ný tækifæriskort, að þessu sinni með hinum alkunnu söguhetjum Gisla J. Astþórssonar, þeim Siggu Viggu, Gvendi og Bliðu. Kortin koma öllum 12 sinnum á óvart, eins og þeim þremenn- ingunum einum er lagið. Að sjálfsögöu má nota kortin við öll tækifæri, afmælisdaga sem aðra daga, og höfða til grundvallar- atvinnuvegar þjóðarinnar, sjávarútvegsins, sem og allra annarra atvinnuvega. Kortin eru alislensk fram- leiðsla, bæði að efni og vinnu og eins og fyrri kort frá Kórund hf öll hin vönduðustu hvaö snertir teikningar, litgreiningu, prent- un og pappir. Litgreining kortanna var gerð af Korpus hf og prentun ann- aðist prentsmiðjan Oddi. FYRIR BELTAVÉLAR Heil belti og tilheyrandi, rúllur allar gerðir, framhjól, drifhjól, keðjur, beltaplötur, spyrnur o. fl. FOÐUR fóðnd sem bœndur treysta REIÐHESTABLANDA _______ mjöl og kögglar - MJÓLKURFÉLAG Inniheldur nauðsynleg f,.fj ^ REYKJAVÍKUR steinefni og vitamin HESTAHAFRAR LAUGARVEGI 164, REYKJAVÍK SÍMI 11125 (ÍZ. CONMBCB ’3 SERSTAKLEGA FRAMLEITT SPYRNU- EFNI TIL VIÐGEROA OG ENDUR- BYGGINGA Á BELTUM VINNUVÉLA. SPARIÐ FÉ Lælckið viðhaldskostnað. Notið bruggar gæðavorur. - Simi 91-19460 CHEVROLET TRUCKS Datsun 140Y Ch. Malibu Classic Opel Caravan Ch. Nova sjálfsk. Fiat 131 Mirafiori Ch. Nova Vauxhall Chevette Hatsb. Dodge Dart Swinger Ch. Chevy Van 6 cyl. Ch. Malibu 2d. Land Rover diesel Bedford sendib. 41 Ch. Nova Conc. 4d. Buick Skyiark 4d Ch. Blazer Cheyenne Galant 1600 4d Opel Ascona station Ch. Malibu classic 2d. Ch. Chevy Van Simca 1508GT Vauxhail Viva Ch. Nova sjálfsk. Morris Marina coupé Ch. Blazer m/diesel Mazda 929station Fiat127 Ch. Nova Sedan sjálfsk. Scout II VI sjálfsk. Scout II 8 sjálfsk. M. Benz 240 D beinsk. Opel Record L Ch. Chevette Scout Traveller beinsk. Audi 80 LS Vauxhall Viva Opel Record 1900L Fiat 127 CH. Pick-up styttri gerð Ch. Cheville Jeep Cherokee Saab 99 Combi Volvo 145 station GMC Vandura sendif. CH. Imgala ’79 '79 ’73 ’76 '11 '73 ’77 •74 ’76 ’78 ’76 ’67 ’77 ’77 •74 ’74 ’72 ’79 ’77 •78 ’77 •77 '74 '74 ’77 ’74 ’78 ’74 ’74 ’74 ’78 ’79 '11 '11 ’74 •78 ’73 '79 '72 ’74 ’74 ’74 ’75 ’7S 4.500 8.100 2.100 3.800 3.000 2.300 2.700 2.800 4.500 7.200 5.000 2.800 5.400 6.000 5.200 2.100 1.600 7.500 5.500 4.900 3.100 3.950 1.600 6.500 4.300 950 5.500 4.100 4.100 4.600 5.600 4.900 7.200 4.000 1.800 6.500 750 7.500 1.800 3.500 3.700 4.100 4.500 7.200 Samband Véladeild ARMULA 3 SIMI 38000

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.