Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. janúar 1980 5 Skipasmíðastöðvar Evrópu smiða fiskiskip fyrir Afríkuþjóðir Skipin, sem ttalireru aö smíöa fyrir Ghana, eru send tilöúin og næg önnur verkefni eru framundan i smiöi á skipunt fyrir Afriku-þjóöir. Er unnt að fá verkefni fyrir íslenskar stöðvar erlendis? Nýveriö var hleypt af stokk- unum nýju fiskiskipi I Slippstöö- inni á Akureyri, en það er aö sjálfsögöu mikið ánægjuefni og vekur ávallt mikinn fögnuö. En sjósetningar sem þessar gera fleira, þær minna okkur á vanda innlendrar skipasmiöi, þvi ekki hefur tekist aö fjármagna skipasmiöaiðnaðinn, eöa járn- iönaöinn nægjaniega mikiö, til þess að tryggja stööuga ný- smiði. Þetta, ásamt þeirri staö- reynd, að viss hluti skipastóis- ins er þegar oröinn of stór, keyr- ir þennan iönaö i vanda, er örö- ugt er að ráða fram úr. Að visu hefur Jón Sveinsson i Stálvik, og reyndar margir aðr- ir bent á, að unnt sé að smiða á íslandi háþróuð fiskiskip til útflutnings, en það hefur bara ekki verið gert, en á sama tima græða erlendar skipasmiða- stöðvar á tá og fingri á Islend- ingum og öðrum þjóðum, sem hafa mikla þörf fyrir fiskiskip. Það eru einkum Norðmenn, sem þarna hafa verið seigir aö koma ár sinni fyrir borð, en sama má segja um fleiri þjóðir, en það eru einkum Afrikuþjóðir, sem eru kaupendur vandaðra fiskiskipa um þessar mundir. Norömenn aðstoða Filippseyinga og fleiri við f iskveiðar Nýlega hefur frá þvi verið greint, að tekist hafi samningar milli Filippseyinga og Norð- manna um að Norðmenn taki að sér, og fjármagni, mikla endur- nýjun á fiskiskipastól og fiskiðnaði á Filippseyjum. Leggja Norðmenn fram fiski- skip, þekkingu og frystihús, eða fiskvinnslustöðvar, en andvirði þessa samnings nemur 47 mill- jónum dollara. Þarna er einnig um að ræða niðursuðuverksmiðjur og frysti- hús. Ekki ætla Norðmenn samt að gefa þessa peninga, þvi fram- kvæmdabanki Filippseyinga veitir bankatryggingu fyrir upphæðinni, eða hluta hennar. (The Development Bank of the Philippines). Þessi mikli samningur mun verða til þess að efla fiskveiðar Filippseyinga mikið og margir munu fá vinnu við fiskiðnað, þótt það sé ekki nánar skil- greint, samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem við höfum. Þar- lendir menn munu manna fiski- skipin, en til að byrja með munu norskir fiskimenn veita tækni- aðstoð. Þetta hlýtur að vekja íslend- inga til umhugsunar, þvi margir islenskir fiskiskipstjórar hafa starfaö erlendis við að kenna meðferð veiðarfæra og fiskveið- ar, en þar er veiöitæknin flutt úr landi, en skipin og tækniþekk- ingin i skipaiðnaðinum situr eftir heima i öskustónni. Þá hafa norskar skipasmiða- stöðvar einnig gert 40 milljón dollara smiðasamninga við Ghana, en Norðmenn munu smiða átta skip fyrir þá i Ghana. Það kemur i ljós, að hér er um að ræða fjögur 182 feta túnfiski- skip (togveiðiskip) og ennfrem- ur fjögur 100 feta nóta- og tog- veiðiskip, en það var einmitt svipað skip, er Slippstöðin fyrir norðan var að sjósetja um dag- inn. Þá hafa tekist samningar milli Norðmanna og yfirvalda i Nigeriu (Nigerian National Fishing Company (NNFC)) um smiði á sex stórum fiskiskipum. Ekki er kunnugt um heildar- upphæð þessa samnings, nema að tvö skipanna munu kosta um 33 milljónir norskra króna og verða þau afhent á miðju næsta ári, en hin verða til afhendingar siðast á'árinu 1980. Þetta eru athyglisverðar upp- lýsingar fyrir tslendinga, sem eiga tækniþekkingu og skipa- smiöastöðvar, en hafa sáralitil verkefni. Italir smiða fiski- skip fyrir Afríkuþjóðir En það eru ekki aðeins Norð- menn sem eru duglegir aö afla sér viðskipta á erlendri grund fyrir Afrikuþjóðir og aðrar þjóðir i fjarlægari löndum. Hin öra uppbygging skipastólsins i Afriku hefur verkað eins og vitamínsprauta á skipaiðnaðinn i Evrópu. Nýlega gerði italska skipa- smiðastöðin Societa Esercizio Cantieri i Vaireggio samning um smiði á þrem 900 tonna skut- togurum fyrir Sómaliu, og um tvo 25 metra langa skutara fyrir Togo, en auk þess er stöðin með sex fiskiskip i smiðum fyrir Ghana. Hefur þetta tryggt stöðinni verkefni i þrjú ár. ttölsk stjórnvöld hafa veitt aðstoð til að ná þessum samn- ingum. Meðal annars gerðu stjórnir Sómaliu og ttalíu samn- ing um að fjármagna skipin. Lána ttalir 70% kaupverðsins til 8 ára. Skipin tvö fyrir Togo eru einn- ig fjármögnuð að verulegu leyti á ttaliu. Stór fiskiskip fyrir Ghana Þau skip sem hér um ræðir eru ekki af minni sortinni. Til dæmis voru fjórir verk- smiðjutogarar fyrir Ghana, en siðan verða smiðuð tvö 1600 lesta nótaveiðiskip. Er smiði skipanna þegar hafin. Þau eru nær 80 metra löng, eða á stærð við stærri skip Eimskipafélags- ins. Aðalvélar skipanna eru þýsk- ar, en ttalir framleiöa og selja margháttuð tæki i þessi skip, þannig að það eru ekki aðeins skrokkarnir og innréttingarnar sem þeir framleiöa, heldur nýt- ur annar iðnaður góðs af þess- um samningum. Hér hefur verið sagt frá örfá- um dæmum um það, hvernig er- lendar skipasmiðastöðvar sanka að sér smiðasamningum á sama tima og verkefnaskortur er á tslandi, þar sem unnt er að smiöa mjög fullkomin fiskiskip, að ekki sé nú meira sagt. JG tók saman. RAFKERTI „Orginal" hlutir i frægustu bilum Ves tur- Þjóð verja Gott úrval fyrirliggjandi ■V ^ ■■ F “ ■■ ffl Auglýsing um " I" fasteignagjöld Lokið er álagningu fasteignagjalda i Reykjavík 1980 og hafa á- lagningarseðlar verið sendir út ásamt gíróseðlum vegna 1. greiðslu gjaldánna. , ÁRAAÚLA 7 - SÍMI 84450 Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar.l. marzog lS.apríl. UTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i 12 kV sæstreng yfir Eyjafjörð. útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik frá og með mánudeginum 14. janúar 1980, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 1000, — fyrir hvert eintak. Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 föstudaginn 7. febrúar n.k., að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Rafmagnsveitur rikisins Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík/ en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upp- lýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Athygli er vakin á því, að Framtalsnefnd Reykjavíkur mun tilkynna elli- og örorkulífeyrisþegum, sem fá lækkun eða niðurfellingu fast- eignaskatta skv. heimild í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga, en jafnframt geta lífeyrisþegar sent umsóknir til borgarráðs. Borgarstjórinn i Reykjavik, 15. janúar 1980 Egill Skúli Ingibergsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.