Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. janúar 1980 9 Ingólfur Davíðsson: Svipast og ínni „Hvað eru þeir að grafa og grafa, gull úr jörðu i rótarfjalli? Sumir halda i hólma og eyjar, hyggja mat und sverði falin.” Nokkrir fara svo i grasafjall, en hvannarætur eru menn hættir að grafa upp til matar. En hvönnin var drjúg búbót á fyrri öldum, einkum rótin. A myndinni sjáið þið vöxtu- lega hvönn, sem Eygló heldur á. Þessi hvönn var 170 sm há og stofn 17 sm að ummáli, tekin út við sjó i Reykjavik 7. nóvember. Þá búin að fella blöð að mestu og flest fræin fokin burt úr stórum sveipunum. Rótin var bústin og matarleg, hún var soðin með kjöti og bragðaðist vel, eilitið römm, kryddrömm sögðu sumir, en mörgum lék forvitni á að smakka þessar rætur, sem forfeður okkar mátu mikils, hvitar eru þær innan og lystilegar. Sumir átu þær steiktar. Hvannstóð (hvannabreiður) eru nú viða horfin, en nöfnin lifa og votta: Hvanneyri, Hvanná o.s.frv. Sjáið liðóttan hvannstöngul- inn á myndinni. Margir krakkar gerðu góðar vatnsbyssur úr trénuðum hvannstönglum á haustin. Sveipir hvanna eru nú talsvert notaðir til skreytinga og jafnvel heilar hvannir. önnur mynd sýnir annars Eygló með væna hvönn 170 sm háa — 7/11 1979 Steinhæð í Eiðsvallagarði á Oddeyri á Akureyri, Alaskaaspir og greni f bakgrunni 20. sept. 1979 konar skreytingu, þ.e. þurrkaða bjúgstör i glasi og hreindýra- mosahjá. Slik skreyting endist allan veturinn. Ýmsar starir má nota, setja þær i blómaglas, eða festa á vegg útbreiddar sem blævæng. Hinn ljósgrái hreindýramosi er prýðilegur til skreytinga, endist óendanlega! Hann vex hvarvetna út um hraun og holtahrjóstur. ýmsar tegundir, sumar likt og ljós, hrokkin breiða, aðrar kvislóttar og upp- réttar. Hreindýramosi er mikil- vægur þáttur i fæðu hreindýra, þar af nafnið. Raunar er þetta enginn mosi heldur flétta (skóf) eins og fjallagrösin. Flétturnar eiga sinn leyndardóm. Sérhver flétta er tvær lifverur sem lifa saman og aðstoða hvor aðra að talið er, það er sveppur og þörungur. Já, ýmsir græn- og blágrænþörungar lifa á landi. Þörungurinn vinnur kolefni úr loftinu fléttunni til næringar, en þræðir sveppsins ná i næringu úr jörðinni. Vegna samvinn unnar getur fléttan lifað á ófrjóum stöðum, jafnvel á stein- um. Tegundafjöldi þeirra er mikill og litir margir. Hafa flestir séð allavega litar flétta- skellur á grjóti. Beinum snöggvast sjónum að Eiðsvelli norður á Akureyri. A myndinni er. steinhæð i for- grunni, fjölbreytta liti blóm- anna greinum við þvi miður ekki. Alaskaaspir og grenitré ber hátt i bakgrunni. Það er gróskulegt á Akureyri, þó snjóað hefði i fjöll er myndin var tekin, 20. september 1979. Tré hafa Akureyringar lengi kunnað að rækta. gróður og garðar Hreindýramosi og bjúgstör — 20. okt. 1979 um úti Frá kyni til kyns Oddný Guðmundsdóttir. Siðasta baðstofan. Bókaforlag Odds Björnssonar. Fyrir hálfum fjórða áratug sendi Oddný Guðmundsdóttir frá sér skáldsöeuna Svo skal böl bæta. Þar sagði frá þvi hvernig Eyvindur Jónsson lagði metnað sinn i það að reynast hlutgengur maður þar sem faðir hans og afi höfðu verið vinnumenn. Afi hans var „gott hjú” til æviloka eða meðan kraftar entust. Eyvindi fannst þeir feðgar ekki skulda Birni i Dalneitt en hins vegar var honum metnaðarmál að jafna þá reikninga. Eignalaus hóf hann svo búskap á eyðibýli meö blá- fátækri stúlku og býr viö ærna ómegð og mæöiveiki i sögulok. Þetta var sveitalifssaga frá þriðja og fjórða tug aldarinnar. Svo liða nær 30 ár. Þá tekur Oddný sig til árið 1972 og skrifar framhald sögu sinnar. Þar segir hún frá þessu sama fólki i þeirri veröld sem þá er komin. Og nU heitir sagan öll Siðasta baðstofan. Og Oddný tileinkar æskuvinum sinum þessa bók Það er greinilegt að ný viðhorf hafa knUið Oddnýu til aö skrifa þetta framhald. Siðasta baðstofan — heimiliafa og ömmu — verður athvarf barnabarna. ölvaður bilstjóri ekur á tengdadóttur svo að hún liggur lömuð og þá sendir hUn son sinn ungan i sveitina. Enelsta dóttirin kemur með dóttur sina á ferm- ingaraldri. HUn er farin Ur sam- bandi og langar ekki til neins. Þetta er skáldsaga sem fjallar um vandamál siðustu tima. Sið- asta baðstofan er fulltrúi og at- hvarf þeirrar sveitamenningar sem nú er horfin. Og liðin tið verður ekki endurvakin. Oddný hefur mikla reynslu af barnakennsluog auðvitað sér hUn það sem allir vita að löng skóla- ganga leysir ekki allan vanda uppeldis. Sakna má þess aö saga Eyju i uppvextinum erekki rakin. Hún kemur i baðstofuna eins og hún er, óánægð, vansæl og langar ekki til neins. Hins er getið að móðir hennar vildi láta börn sin njóta skólagöngu sem hún fór sjálf á mis við vegna kreppu og fátæktar. Og fleiri eru það af þeirri kynslóð sem leggja mikið upp Ur prófum. Ég hélt þó að þvi álagi hefði verið farið að létta um 1970. Foreldrar Eyju eru duglegt fólk i góðum efnum. Ekki eru þau bendluð við ofdrykkju en þau eru i hópi þeirra foreldra sem fara sólarlandaferðir og eru önnum kafnir að afla fjár. Þetta er ein sagan i hópi þeirra sem fjalla um sárustu mein samtimans, börnin sem ekki lánast — útburði aldar- innar. Að visu bjargar siöasta baðstofan þeim sem hennar njóta — en þetta er siðasta baðstofan. Og hvað tekur við? Þetta er mikil saga. Þar er vikiðað örlögum fimm kynslóða á mesta breytingatima i þjóðarsög- unni. Afi Eyvindar var vinnu- maðurinn sem vann fyrir fæöi og fatnaði oglitlu meiru, þó að vinna hans væri undirstaöa efna hús- bóndans og jarðabóta hans. Faðir Eyvindar fátækur ómagamaður á lélegri jörð. Sjálfur kaus Eyvindur fátæktina en hann lifir þá tíma að tæknin léttir mönnum Oddný Guömundsdóttir. stritið og efnakjör allra stór- breytast. En jafnframt auðsæld og velmegun ágerast ný vandræði með fjórðu og fimmtu kynslóð- inni. Alvarlegust eru þau sem standa i sambandi viðeitumautn- ir, áfengi auðvitað meðtalið. Þvi er eðlilegt að spurt sé hvers vegna þau mál og viðhorf til þeirra skipti ekki fólki I flokka við kosningar. Enginn stjórnmála- flokkur hefur skoðun eöa tekur afstöðu I þeim efnum. Er þetta ádeilusaga? Og er þetta bölsýnisrit? Þetta er raunsæ skáldsaga. Allt sem hún segir er veruleiki. Þær stað- reyndir hljóta að vekja til um- hugsunar. Ætla má að það hjálpi til að koma auga á veilur sam- tiðarinnar og festa sjónir á hinu sanna og traustai menningu lið- inna ára. Þær bækur, sem sliku orka, eru góðar bókmenntir. H.Kr bókmenntir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.