Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 15. janúar 1980 17 Farsóttir Frá skrifstofu borgar- læknis: Farsóttir i Reykjavik vikuna 3.-9. desember 1979 samkvæmt skýrslum 7 (7) lækna: Iðrakvef........ Kighósti........ Skarlatssótt.... Hlaupabóla...... Hettusótt....... KláBi........... Hálsbólga....... Kvefsótt........ Lungnakvef ..... Influenza....... Kveflungnabólga Vfrus........... DilaroBi........ .... 21 (14) .... 6 ( 2) ... 1 ( 0) .... 3 ( 0) ... . 4 ( 5) .... 1 ( 0) .... 37 (13) .... 100 (75) .... 17 (21) .... 2 ( 0) .... 1 ( 1) .... 6 (13) .... 1 ( 1) Aheit Áheit og gjafir Kattavinafélags lands: Kattavinur S.J. E.H. J.O. I.G. Sog O. H.H. Kattavinur V.K. H.I. H. GogS Grlma S.G. kr. 105.000.- 50.000,- 5.000,- 500,- 2.000,- 3.000,- 500.- 5.000,- 2.000.- 1.500.- 2.000.- 10.000,- 10.000,- 1.000.- Stjórn Kattavinafélagsins þakk- ar gefendum. Tiikynningar Takk fyrir! ViB viljum koma á framfæri þakklæti til lögreglunnar i Reykjávik, Kópavogi og Hafn- arfirBi, en þeir hafa veriB okkur mjög hjálplegir þegar viö höf- um veriö aB komast milli staBa. Þó aB reknir séu bflar af borg- inni þá er þaB ýmsum annmörk- um háö, einkum vegna þeirra fyrirvara sem þarf aö panta bil- ana meö, og leitum viö þvi oft- ast á náBir lögreglunnar, sem alltaf bregst mjög vel við. Þvi þökkum viö lögreglunni fyrir þá lipurð og almennilegheit, sem hún hefur sýnt okkur og öörum þegar viö höfum leitað til henn- ar. Strákarnirá Grensás. Fundir Kvennadeild Baröstrendinga- félagsins heldur aöalfund sinn aö Hallveigarstig 1, þriöjudag- inn 15. janúar kl. 20.30. Stjórnin. Brúðkaup Nýlega voru gefin saman i hjónaband af sýslumanninum á Blönduósi, Siguröur Ingi Guö- mundsson og Birgitta Hrönn Halldórsdóttir Heimili þeirra er aö Leifsstööum A-Hún. iþróttir Simsvari— Bláfjöll Starfræktur er sjálfvirkur simsvari, þar sem gefnar eru upplýsingar um færö á Blá- fjallasvæðingu og starfrækslu á skiðalyftum. Simanúmeriö er 25582. Námskeið Kvennadeild Skagfiröinga- félagsins i Reykjavik: Handa- vinnu námskeiö á vegum félagsins er að hefjast. Æskilegt er að félagskonur hafi samband við formann sem fyrst. Guðjón Jónsson frá Fagurhólsmýri: Skaftfellingabúð Vel þekkt orð i islenskri tungu er hrepparigur, — og mætti hvort tveggja týnast, orðið og rigurinn. Enn verður þess stundum vart, að einstakir óheillafuglar eða hópar manna reyna að etja einni byggð gegn annarri, ekki sist höfuðborginni — bæ allra íslendinga — gegn öðrum hlutum landsins. Veldur þá sumpart ör vöxtur borgar- innar til skamms tima og yfir- burðir i fólksfjölda, e.t.v. óeðli- legir og óæskilegir yfirburðir, svo að eftirsjá og auðvakinn uggur vegna áhallans gat grafið um sig á aðra hlið og á hina yfir- læti hins sigurvissa. Nú munu fólksflutningar hafa jafnast og verða æ meir i báðar áttir, sem betur fer, og mun draga burst úr nefi óheillafuglum sem greinda iðju stunda og ala á þjóðhættu- legri eigingirni og þröngsýni. Það er sannast mála, að litilli þjóð er nauðsynlegt, — öldungis lifsnauðsynlegt — að skilja eins og Matthias, að „eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja”. Þvi sterkari tengsl sem verða milli þegna þjóð- félagsins og milli byggða þess, þvi sterkari verður þjóðin, inn á við sem út á við. Átthagafélögin. Þess vegna er góðra gjalda verð sú starfsemi, sem eflir slik tengsl. Þess vegna meðal ann- ars má sú félagsmálahreyfing, sem á sinum tima skóp átthaga- félögin, vera þakkarefni og fagnaðar. Atthagafélögin hafa treyst bönd milli byggða, milli átthaga og siðari heimabyggðar félagsmanna, — sem langoftast hefur til skamms tima verið sjálf höfuðborgin. Skaftfellinga- félagið i Reykjavik er eitt þess- ara félaga. Ekki er það elzt þeirra, aðrir urðu fyrri til en skaftfellskir vatnamenn að riða hér á vaðið. Það er ekki heldur hið yngsta, þvi að enn er verið að stofna átthagafélög. Skaft- fellingafélagið var stofnað 1940 og á senn 40 ára afmæli. Þeirra timamóta minnist félagið með árshátið - SKAFTFELLINGA- MÓTI — i Hlégarði laguardag- inn 8. mars n.k. En annað og miklu frásagnar- verðara ber upp á i sögu Skaft- fellingafélagsins um þessar mundir. Það er að félagið eign- ast heimili og eigin samkomu- sal. Hér er um að ræða efstu hæð i nokkrum hlutahússins á Laugavegi 178 (austurenda). — Ekki er nú svo vel, að félagið eigi sjálft nóg fjármagn til þess- ara kaupa, en sérstök framlög félagsmanna gera þetta kleift, og er þá náð langþráðu tak- marki. Til þess nú á svo stórri stund að ná til sem flestra félagsmanna og annarra Skaft- fellinga og gefa þeim kost á að kynnast af eigin raun hvað um er að ræða, mun félagið veröa með opið hús næstu sunnudaga 13., 20. og 27. janúar, kl. 2-5 og gefa gestum kost á að kaupa kaffi og leggja fram nokkurt liö til húsakaupanna, um leiö og þeir skoða heimilið, sem þegar I stað hlaut nafnið SKAFTFELL- INGABÚÐ. Jafnframt verður sýnd kvik- myndin „I JÖKLANNA SKJÓLI”, sem félagið lét gera fyrir fjórðungi aldar og nú er ómetanleg heimild um lif og starf á fyrri tiö. Veröur væntan- lega sýndur einn þáttur hverju sinni, kl. 4.30, — en um þessar mundir er einmitt verið að endurnýja þættina og eru nokkrir þeirra tilbúnir. Einum þætti hefur og veriö aukið við, um gegningar, og þykir viö hæfi að frumsýna hann i Skaftfell- ingabúð, sunnud. 20. janúar. Skaftfellingafélagið bindur miklar vonir við hið nýfengna heimili. M.a. mun kór þess, Söngfélag Skaftfellinga, fá þarna inni fyrir starfsemi sina, og er það þvi mjög mikilvægt. Hefur það þegar fengið nýtt og vandað pianó og haft þarna sina fyrstu söngæfingu. SKAFTFELLINGAR, allir sem einn, búsettir eða staddir I Reykjavik eða nágrenni, eru eindregið hvattir, ásamt öðrum velunnurum félagsins, til þess að lita inn á greindum tima þessa sunnudaga og telja ekki eftir sér að ganga upp á fjórðu hæð, en lyfta er ekki komin i húsið. Þetta er innsta hús við Laugaveg, austurendi, og snúa dyr að Bolholti. SKAFTFELLINGABÚÐ, Laugavegi 178 A, 4. hæð, '£w Lt'tbifj ucfr rttVtú' ai oiBirv Hfíwru i°uiePÍ fíi> [úð/u þvI fib. ffíe/t u/HL&ih /Hflrtvu Hfíf 06t þú ictjyiuc^ styvbur* pejoTfíRtuie, Hu&xjie , soh Þtie. ruó éeu, cr&ft eiozi jsríÞ Lnum uruMAJ. ^ RFdfíV, H67Úfí >,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.