Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.01.1980, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 15. janúar 1980 orka - tækni - vísindi - orka - tækni - vísindi - orka - tækni - vísindi - orka - tækni - vísindi Bergsteinn Gizurarson verkfræðingur: Verða seglskip skip f ramtí ðarinnar ? Mo«ur 'roHer*1 V-ó \ i d r Scúte Segl Dynaskipanna eru vafin á rúllur innan f möstrunum. Þau eru dregin út meö vfrum sem liggja innan i ranum. Inngangur Við siðustu oliuhækkanir, verður sú spurning æ brýnni fyrir okkur Islendinga hver verður lausn flutninga til og frá landinu og hvernig getum við rekið fiskveiðar okkar, ef olian heldur áfram að hækka i verði og verður jafnvel ófáanleg? Hugmyndir hafa komið fram um, að þegar liður að alda- mótum verði skipastóll okkar aö hluta rekinn á innlendu elds- neyti. Erlendis hafa lengi verið i athugun áætlanir um byggingu seglskipa með nýjustu tækni, sem mótleikur við hækkandi eldsneytiskostnaöi. Nú eru breyttar forsendur frá þvi, er seglskipin urðu að láta i minni pokann fyrir vélknúnum skip- um. Þessar forsendur voru: óöryggi i ferðum og fjölmenn áhöfn seglskipa og ódýrt elds- neyti vélknúinna skipa. Nýjar hugmynd- ir um seglskip Aö undanförnu hefur verið unnið aö hönnun nýrrar gerðar seglskipa viö skipasmiðastofn- unina i Hamborg. Þessi nýja gerð skipa hefur verið kölluð Dynaskip. I þessum áætlunum hefur aðallega verið fengist við allstór skip eða 17.000 tonn. Þau eru ekki ólik öðrum flutn- ingaskipum hvað skrokk snert- ir. Þó ekki eins viö og djúp- ristari. Fjórmöstruð og siglutrén 60 metra há. Möstrin eru spor- öskjulaga I þversniði úr sterk- um léttmálmum og hol. Þau er óstöguð. Rárnar eru úr ryðfriu stáli meö brautum fyrir seglin að ofan og neöanverðu. Þó um mörg segl sé að ræða eru engin op á milli þeirra. Þannig að á hverju siglutré er heill veggur segls til þess að beisla vindinn. Eins og áður segir, eru siglurnar holar og með rúllum innan i. Seglin eru dregin inn og út lóörétt af þessari rúllu eftir brautum þeim, sem eru neöan og ofan á ránum. Til þess að haga seglum eftir vindi, er siglunum snúiö með vökvakrafti. Allt þetta kerfi er vökva- og rafknúið og er hægt aö stjórna þvi frá stjórnboröi I brú skipsins. Ekki þarf tjölmennari áhöfn á slíku skipi en samsvar- andi vélknúnu skipi. Ekki er nauðsynlegt að fara upp i reið- ann eins og áður fyrr til aö vinna að seglunum og ef bilun verður I raf- og vökvakerfinu, eru til varavindur, sem snúa má með handafli til stjórnar seglbúnaö- inum. Þetta skip hefur verið likan- prófað undir verstu veður- og ölduskilyrðum og var hægt aö setja upp segl eða taka niöur á 20 sekúndum. Seglin eru úr dacron, sem er miklu léttara og sterkara en segldúkur og nýtir vindinn betur. Vegna þess, hvernig hægt er að beita seglunum, getur Dyna- skip siglt eftir öllum stefnum á vindstefnuna, sem var mestu útilokað fyrir gömlu seglskipin. Varavél væri notuð ásamt seglunum og bógskrúfur, sem gæfu skipunu hæfni til að sigla inn og úr höfnum. Bergsteinn Gizurarson. Nú geta skip tekið við veður- kortum frá gervihnöttum og veðurstofum og geta þannig hagað ferðum sinum þannig að leiði sé hagstætt alla leið. Samanburður á áætluðum flutningskostnaði með þessum nýju seglskipum og vélknúnu skipunum heldur i vil. Siðan hefur sá munur horfið vegna hækkandi eldsneytis- verðs. Hver getur þró- unin orðið hér? Ef seglskipin birtast aftur á höfunum sem flutningatæki ætti sama að gilda um flutninga til og frá Islandi. Nútima veður- þjónusta ætti að gera það til- tölulega auðvelt, að velja leiði vestur og austur um haf. Nokkuð vandamál gæti orðið, hversu djúpra hafna slik skip þyrftu með, en það ætti að vera leysanlegt. En ef litið er til eldsneytis- notkunar Islendinga, þá er kannski ekki eldsneytisnotkun flutningaskipa aðalvandamálið. Fiskiskipaflotinn notar milli 1/4 og 1/3 af allri oliu sem flutt er til Islands. Samkvæmt nýjustu upplýsingum fara 160 litrar af gasoliu til að draga að landi hvert tonn af botnfiski. Afkoma fiskveiðanna á þvi allt sitt undir þvi komiö hvernig hlutfallið er milli fiskverðs og oliuverðs. Vel er nú hugsanlegt, að skyndilegar breytingar á oliu- verði valdi þvi, að ekki borgi sig timabundið miðaö við þá- verandi fiskverð að gera út á fiskveiðar. A undanförnum árum hefur oliunotkun heldur aukist á afla-einingu, einkum vegna aukinna botnvörpuveiða. Bátaflotinn er mun hag- stæðari hvað oliunotkun snertir en togaraflotinn. Það verða eflaust skiptar skoðanir um það, hvort seglskip verða aftur notuð við fiskveiðar. Erfitt er að hugsa sér þau notuð við togveiðar, þá frekar við veiðar með netum, linu eða handfæri. Imynda mætti sér að minnsta kosti, að töluverður hluti botn- fiskveiða Islendinga eftir næstu aldamót væri stundaður á skút- um eða bátum undir 150 rúm- lestir sem nýttu seglbúnað f lik- ingu við þann sem aö ofan er lýst. Veiðiaðferðir þessara báta yrðu auðvitað að vera t.d. lina, net eða annað sem ekki byggist á orkunotkun. Aflakerfið i bátunum sjálfum yrði allt rafknúið, fengi orku sina frá rafgeymum eða rafstöð knúinni með innlendu eldsneyti. Bátarnir gætu einnig gengið fyrir þessari rafstöö ef á þyrfti að halda. A þennan hátt er mögulegt að minnsta kosti aö leysa brýnustu vandamál útgerðar okkar i orkukreppu framtiðarinnar. Sjálfsagt er fyrir okkur Is- lendinga i öllu falli að fylgjast með þróun seglskipa á næstu árum og jafnvel að vera með þeim fyrstu til að reyna nota- gildi eirra við fiskveiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.