Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. janúar 1980
3
Seðlabankinn sleipur i viðskiptum:
Tekur 70% vexti af skuldum
en greiðir 25% á innistæður
— í viðskiptum við hina bankana
HEI — A ráðstefnunni i Vest-
mannaeyjum um helgina ræddu
Halldór Guðbjarnason, bankaiiti-
bússtjóri i Eyjum og Bjarni Guð-
björnsson, bankastjóri, um stöðu
Otvegsbankans og útibúsins i
Eyjum. Kom fram að staðan er
erfið, ekki sist i Eyjaútibúinu. Er
það fyrst og fremst talið stafa af
þvi, að svo stór hluti útlána Út-
vegsbankans eða um 2/3 hlutar
ganga til útvegsins, sem allir vita
að erfitt hefur verið að reka hin
siðari ár.
Þá kom fram hjá Halldóri, að
hann furðaði sig á að Otvegs-
bankanum skuli ekki falin
ávöxtun sjóða þeirra er útvegur-
inn á, þ.e. aflatryggingarsjóðs,
verðjöfnunarsjóðs og stofnlána-
sjóðs fiskiskipa, en þeir námu á
s.l. hausti samtals um 17,3 .
milljörðum króna. Þessir sjóðir
eru nú allir geymdir i Seðlabank-
anum. Hinsvegar munu sjóðir
hinna höfuðatvinnuveganna,
landbúnaðar, iðnaðar og versl-
unar vera til ávöxtunar i þeim
bönkum sem þjóna þessum
greinum fyrst og fremst, þ.e. Iðn-
aðar- Verslunar- og Búnaðar-
bankanum. Að sögn Bjarna Guð-
björnssonar mun Útvegsbankinn
Hluti ráðsefnugesta á sunnudaginn. A laugardeginum var hvert sæti skipað og meira en það, þá rúmu
sex klukkutima sem fundur stóð yfir. Timamynd Tryggvi.
Fróðleg ráðstefna um
málefni Vestmannaeyja
HEI— Um helgina, laugardag og
sunnudag, var haldin i Vest-
mannaeyjum ráöstefna um flest
þau málefni, sem varða Vest-
mannaeyjar, stöðuna nú og fram-
tiðarstefnu. Fyrri daginn var
einna itarlegast rætt um útvegs-
mál og einnig bankamál, en
óneitanlega tengjast þessir tveir
málaflokkar ákaflega mikið og
verið við erfiðleika að etja varð-
andi báða málaflokkana undan-
farin ár i Eyjum. Þá var og rætt
um fiskvinnslu, samvinnu verka-
lýðsfélaganna og vinnuveitenda,
möguleika til iðnaöaruppbygg-
ingar i Eyjum, félagslega stöðu
aldraðra, eftirgosmál og hlutverk
bæjarsjóðs.
Fjöldi framsögumanna flutti
erindi um hvern málaflokk og
siðan var fundarmönnum boðið
að taka til máls eða koma með
fyrirspurnir.
Ráðstefna þessi hefur örugg-
lega verið gagnleg öllum þeim er
hana sóttu. Framsögumenn töl-
uðu tæpitungulaust um málin og
hafa með þvi áreiöanlega svarað
mörgum þeim spurningum og
vangaveltum sem upp vilja koma
manna á meðal i einu bæjar-
félagi. Enda sýndu Vestmanna-
eyingar ráðstefnunni mikinn
áhuga, sérstaklega fyrri daginn.
Þá má segja að verið hafi meira
en húsfyllir. Létu fundarmenn
það ekki á sig fá, að sitja hvlldar-
laust á fundinum á sjöunda
klukkutima.
Þótt málin hafi þarna verið
rædd fyrst og fremst út frá sjónar
miði og hagsmunum Vestmanna-
eyja, snerta mörg þessara mála
alla þjóðina og ráöast að miklum
hluta á Alþingi. Kom það fram i
máli manna, að þeim fannst al-
þingismenn kjördæmisins sýna
Eyjaskeggjum heldur mikið tóm-
læti með þvi, að enginn 6 þing-
manna kjördæmisins lét svo litið
að koma til fundarins fyrri dag
ráðstefnunnar, þegar einmitt
hvað mst var rætt um stöðu og
framtið útvegs og fiskverkunar.
En á þessum þáttum byggist að
sjálfsögðu öll lifsafkoma Vest-
mannaeyinga.
Ráöstefna af þessu tagi mun
hafa veriö I bigerð nokkuð lengi,
en ekki orðið af þvi að hrinda
henni i framkvæmd fyrr en Arni
Johnsen tók málið i sinar hendur
og dreif i þvi af röggsemi að fá
menn til að taka að sér framsögu
hinna ýmsu málaflokka, svo og að
skipuleggja framkvæmdina á
annan hátt. Getur hver sagt sér
það sjálfur, að undirbúningur og
skipulag svo margþættrar ráð-
stefnu, kostar mikla fyrirhöfn. A
Arni þakkir skildar fyrir fram-
takið.
vera eini bankinn sem engan sjóö
hefur i sinum fórum til ávöxt-
unar. En honum þætti eðlilegt að
sjóðir sjávarútvegsins væru
ávaxtaðir i Otvegsbankanum,
enda þyrfti bankinn þá engu að
kviða.
1 ávarpi Bjarna kom og fram,
að vegna bindiskyldu sparifjár á
Útvegsbankinn séu nú 6 millj-
arðar króna frystir inni I Seðla-
bankanum. Af þessari innistæðu
borgaði Seðlabankinn um 25%
ársvexti. Otvegsbankinn er hins-
vegar i um þriggja milljarða yfir-
dráttarskuld við Seölabankann og
verður að greiða 4,5% vexti á
mánuði af þeirri skuld, sem
Bjarni sagði að jafngilti um 70%
ársvöxtum, væru vextir-
nir færðir á skuldina mánaðar-
lega. Þetta h'ta út þvi út fyrir að
vera nokkuð ójöfn viðskipti.
Þaðkom fram hjá þeim banka-
stjórunum, að Otvegsbankinn
hefði gengið milu lengra en hon-
um bar nokkur skylda til, i fyrir-
greiðslu til framleiðslufyrirtækj-
anna i Eyjum vegna mikils til-
kostnaöar við flutning véla og
tækja til Eyja eftir gosið 1973.
Með þessu hafi bankinn bundiö
sér þann bagga, em hann htifi
stunið undir siðan, vegna þess að
allan þennan tima hafi þessar at-
vinnugreinar átt I erfiðum
rekstri. Kæmi þar til mikil fjár-
festing vegna þess sem úrskeiðis
heiöi farið i gosinu, útgerðin hefði
ekki náð sér upp eftir að viðhald
og endurnýjun bátaflotans hefði
þá stöðvast um tima og i þriðja
lagi sifellt minnkandi aflabrögð.
Allt frá gosi heföi bankinn þvi
látiö miklu meira fé til uppbygg-
ingarinnar i Eyjum, en hann hefði
i raun haft efni á. Stjórnendum
bankans þætti hinsvegar að
stjórnvöld hafi ekki tekið tillit til
þessa mikla bagga sem bankinn
tók á sig á þessum árum.
Þótt stöður bankastjóra séu
sagðar eftirsóttar, viröast menn
þurfa nokkra hörku til að sitja i
þeim. Halldór útibússtjóri, sagð-
ist gagnrýndur i Eyjum fyrir að
vera fastheldinn á fé og lána h'tið,
þótt staðreyndin væri að um sið-
ustu áramót hafi útlán útibúsins
numið um 7 milljörðum þegar
innlánin námu um 3 milljörðum.
Mest af þessufé væri lánað til út-
vegsins og hefði það hlutfall náð
hæst i 81% i fyrravor. Siðan má
Halldór sæta gagnrýni frá æðstu
stöðum vegna þess að hann láni
allt of mikið. Það er þvi greini-
lega enginn leikur að ætla að gera
öllum til hæfis sem bankastjóri.
Míðstjóm
um helgina
Miðstjórn Framsóknarflokks- um og stjórnarmyndun.
ins hefur veriö kölluð saman til Jafnframt hefur miðstjórn
fundar næstkomandi sunnudag, Sambands ungra framsóknar-
og hefst fundurinn kl. 10 árdegis manna verið kvödd saman til
aðRauðarárstíg 18 i Reykjavik. fundar á laugardaginn, oghefst
Aðalumræðuefni fundarins sá fundur á sama stað kl. 9 ár-
verða viðhorfin i stjórnmálun- degis.
Sigurður hæstur
með 4493 lestir
Siglufjörður hæstur löndunarstöðva
Samkvæmt skýrslum Fiskifé-
lags Islands var vitað um 51 skip
sem fengið hafði einhvern loðnu-
afla sl. laugardagskvöld. Er þá
heildaraflinn frá byrjun vertiðar
orðinn 92149 tonn, en var orðinn
99604 tonn á sama tima i fyrra.
Aflahæstu skip voru Sigurður
með 4493 lestir, Pétur Jónsson
með 3309 lestir og Júpiter með
3253 lestir.
Loðnu hefur verið landað á 14
stöðum á landinu og mestu landað
á Siglufirði, eða 36831 tonni.
Olíuboranir í
Flatey í ár?
Loðnan dreifð og
á mikilli ferð
AM — 1 gærkvöldi kl. 19 höfðu
átta bátar tilkynnt Loðnunefnd
um afla, samtals 4200 tonn. Loðn-
anhefurverið dreifð og á mikilli
ferð og kalsaveður á miðunum.
Bátarnir voru i gær rétt norðan
við 67. breiddargr. við 19 gráðu
vestl. lengdar. Þrær á Siglufirði
vorulöngu orðnarfullar eða sem
svaraði þriggja daga bræðslu-
getu,svoog þrærá Raufarhöfn og
Krossanesi. 1 gær sigldu bátarnir
þvi með afla sinn til Vopnafjarð-
ar.
Réttindalausir á stolnum bíl
AM — ,,Ætli við verðum ekki að
biða eftir að þeir myndi stjórn”,
sagði ísleifur Jónsson, forstjdri
Jarðborana rikisins, þegar við
leituðum upplýsinga hjá honum
um hvað liði væntanlegum til-
raunaborunum fyrir oliu f setlög
norðaustanlands og hvort hafist
yrði handa f ár.
Þessi mál hafa svo scm kunn-
ugt er verið á döfinni undanfarin
ár og farið fram kannanir hér i
kringum land meö leyfi fslenska
rfkisins sem bæði bandarisk oliu-
féiög og Rússar hafa staðið að,
auk úthafsrannsdknas kipsins
Glomar Challenger. Viss jarðlög
þurfa að vera fyrir hendi til þess
að þar getihugsanlega verið und-
ir oiia eða jarðgas, en þar sem
varla er hugsanlegt að fram-
kvæma boranir á hafi úti, hefur
mönnum hugkvæmst aö bora I
Flatey á Skjálfanda, sem fyrsta
rannsóknastaö. Þyrfti þá að bora
þar fjögurra kilómetra djúpa
holu, en dýpsta hola sem enn hef-
ur verið boruð var 3200 metrar og
var boruð við Sjómannaskdiann I
Rcykjavik.
FRI— Tveir ungir piltar 15 og 17
ára voru teknir á Háaleitisbraut-
inni i fyrrakvöld. Gálaus akstur
þeirra vakti athygli lögreglunnar
sem elti þá upp Háaleitisbraut-
ina. Þar stukku þeir út úr bílnum
en lögreglan gómaði þá stuttu
siðar. Reyndist bill þeirra vera
stolinn og þeir báðir réttinda-
lausir. Höfðu þeir stoliö bilnum á
bilastæði kvikmyndahúss og
siðan lent i árekstri á bilnum.
Leikur grunur á að þeir hafi
stundað þetta athæfi áður.