Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. janúar 1980 Ráöstefna umdýra- vernd Laugardaginn 26. janúar, s.l. hélt stjórn Sambands dýravernd- unarfélaga Islands i fyrsta sinn ráðstefnu með trúnaöarmönnum sinum af öllu landinu. I upphaíi ráðstefnunnar flutti forseti Islands, dr. Kristján Eld- járn ávarp, en hann er verndari S.D.t. Var gerður mjög góður romur að hinum hlýlegu og jafn- framt hvetjandi orðum forseta um viðhorf mannanna til dýr- anna. Siðan var tekið til við aðra dag- skrárliði. Sigrlður Ásgeirsdóttir héraðsdómslögmaöur var frum- mælandi um dýraverndunarlögin og forðagæslulögin. Sigriður er fulltrúi S.D.I. i Dýraverndunar- nefnd rikisins. Haukur Hafstað framkvæmdastjðri Landverndar ræddi um umhverfismál. og villtu dýrin i landinu, og sýndi lit- skyggnur. Einnig var erindi um vetrarbeit og útigang, flutt af Ólafi R. Dýrmundssyni landnýtingarráðunaut. Tók hann fyrir sauðfé, hesta og hreindýr I máli sinu. Tókst framsögumönn- um að varpa mjög skýru ljósi i þá málaflokka sem þeir f jölluðu um I erindum sinum. Jórunn Sörensen formaður S.D.Í. ræddi og skýrði hvernig trúnaðarmannakerfið er haft virkt. Einnig talaðí hún um Dýra- verndarann og nauðsyn þess að þetta eina málgagn dýraverndar á Islandi væri útbreitt. Rúmur timi var gefinn til um- ræðna og var hann óspart notaður af trúnaðarmönnum, sem skýrðu frá eigin reynslu eða áliti varð- andi hin mismunandi mál. Fram komu ýmsar glöggar ábendingar til stjórnar sambandsins byggðar á reynslu þeirra I starfi. Það setti einnig skemmtilegan blæ á ráðstefnuna að Búnaðar- félag Islands bauð ráðstefnu- gestum til hádegisverðar. Þar flutti Asgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélagsins ávarp. Jórunn Sörensen þakkaði gestgjöfum velvild þeirra og suðning fyrir hönd ráðstefnugesta. Stjórn S.D.I. telur óhætt aö full- yrða að ráðstefnan hafi tekist vel og marki timamót i starfi sam- bandsins. Miklar vonir eru bundnar við trúnaðarmanna- kerfið og starf þeirra manna er taka að sér að vera hlekkur i þeirri keðju. Akveðiö hefur verið að 1. tbl. þessa árs af Dýraverndaranum verði helgað ráðstefnunni og mun þar birtast ávarp forseta Islands og þau erindi sem á ráðstefnunni ' voru flutt. ¦r Karlakór Akureyrar á afmælishátiðinni. Ljósmynd: Norðurmynd. Söngvahátíð hjá Karlakór Akureyrar, límið sem límir alltadþví allt! FÆST í BYGGINGA OG JARN VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRGÐIR: IÆKNIMIÐSTÖÐINHF S. 76600 sem varð 50 ára í þessum mánuöi ÞH, Akureyri. — Karlakór Akureyrar átti 50 ára afmæli s .1. laugardag. Hann var formlega stofnaður 26. janúar 1930, en hafði þá starfað um þriggja mánaða skeið og sungið einu sinni opinberlega, 14. desember 1929. t tilefni 50 ára afmælis kórsins var efnt til fagnaðar s .1. föstudagskvöld og um næstu helgi verða almennir tónleikar i Akureyrarkirkju, auk þess sem sérstakir tónleikar fyrir styrktarfélaga verða i vor. Tón- leikarnir um næstu helgi verða kl. 16.00 á laugardag og kl. 17.00 á sunnudag. Auk kórsins syngja eldri kórfélagar, bæði með kórn- um og i sérstakri dagskrá. Lúðrasveit Akureyrar mun einnig koma þar fram. Fyrsta söngferðalag kórsins til Reykjavikur var árið 1938 og tók það ferðalag tvær vikur, en siðan þá hefur hann sungið um nær allt land. I Norðurlandaferð fór kórinn árið 1967. Arið 1961 festi kórinn, ásamt Lúðrasveit Akureyrar kaup á húsnæði i Laxagötu 5 og hefur haft sitt aðsetur þar siðan. Fyrstu stjórn Karlakórs Akureyrar, eða söngfélags Karlakórs Akureyrar skipuðu eftirtaldir: Áskell Snorrason formaður, Aðalsteinn Þorsteins- son gjaldkeri, Þórir Jónsson rit- ari og til vara, Sigurjón Jó- hannesson, Sigfús Baldvinsson og Halldór Stefánsson. Jónas Jónsson frá Brekknakoti á lengstan feril sem formaður, en Steingrimur Eggertsson hefur lengstsetið i stjórn kórsins, eða i 24 ár. Núverandi söngstjóri Karla- kórs Akureyrar er Guðmundur Jóhannsson og hefur hann gegnt þvi starfi siðan 1977, aðrir söng- stjórar kórsins frá upphafi eru Áskell Snorrason, Sveinn Bjarn an, Askell Jónsson, Jakob Tryggvason, Jón Þórarinsson, Guðmundur Jóhannsson, Jón Hlöðver Askelsson, Jón Hjörleif- ur Jónsson og Guðmundur Þor- steinsson. Karlakór Akureyrar hefur á stefnuskrá sinni útgáfu nýrrar hljómplötu og hyggur einnig á söngferðalag til útlanda, en ekki er búið að tímasetja þessar framkvæmdir. Einnig er mikill áhugi meðal kórfélaga að ráðast i kaup á nýju húsnæði, þar sem núverandi samastaður er orðinn alls ófullnægjandi. I Karlakór Akureyrar eru nú 45félagar, og meðalaldur þeirra innan við 40 ár. I stjórn kórsins eru nú Ari Friðfinnsson formað- ur, Benedikt Sigurbjörnsson rit- ari, Bryngeir Kristinsson gjald- keri, Magnús Kristinsson vara- formaður og Grétar Benedikts- son meðstjórnandi. Lánskjör Eískveiðasjóðs Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent fjölmiðlum eftirfarandi til- kynningu um þá stefnumörkun, sem það hyggst beita sér fyrir varðandi lánskjör Fiskveiða- sjóðs: „Endurskoöuð verði lánskjör Fiskveiðasjóðs meö það fyrir augum að lán til fiskiskipa verði eingöngu með SDR-áhættu og eðlilegum vöxtum, sem nú eru taldir 9% en ekki öðrum verð- tryggingarskilmálum. Lán til fiskvinnslu verði hins vegar miö- uð við visitölu byggingarkostnað- ar og ekki með gengisáhættu, en með lægri vöxtum en nú tiðkast enþeireru 5,5% og verður stefnt að ca. 3%. Lánskjörin veröi siöan endurskoðuð miðað við kjör á þvi lánsfé sem sjóðurinn á kost á að fá á hverjum tlma. Þessi stefnumörkun hefur verið kynnt fulltrúum hagsmunaaðila I greininni". Ljósmyndasýning að Kjarvalsstöðum Ljósmyndarinn John Chang McCurdy opnar sýningu á verk- um sinum að Kjarvalsstöðum á laugardaginn kemur, 2. febrúar. John Chang McCurdy er fæddur I Kóreu, en er nú bandarlskur rikisborgari. Hann rekur eigin ljósmyndastofu I New York, en vinnur mest aö gerö myndabóka. Hann hefur oft komiö til lslands og á hér marga vini. Fyrsta ferð hans hingað var i tengslum við heimsmeistaraeinvlgið I skák 1972. Hóf hann þá þegar að taka myndir af íslenskri náttúru sem hann hreifst mjög af. Arangurinn getur að lita i myndabók um ts- land sem Almenna bókafélagið gaf út I fyrra. John Chang McCurdy kemur til Islands 29. þ.m. til þess aö undirbúa sýningu sina og dvelst hér i 6 daga. ALTERNATORAR á*- 'f W^ rs*. i^ I í FORD BRONCO MAVERICK CHEVROLET NOVA BLAZER DODGE DART PLYMOUTH WAGONEER CHEROKEE LAND ROVER FORD CORTINA SUNBEAM FIAT — DATSUN TOYOTA — LADA VOLGA — MOSKVITCH VOLVO — VW SKODA — BENZ — SCANIA o.fl Verð frá 26.800,- Einnig: Startarar, Cuí-out, anker, bendixar, segulrofar o.fl. í margar tegundir bifreiða. Bílaraf h.f. Borgartúni 19. Sími: 24700 Kópavogskaupstaður I!! Tilboð Tilboð óskast i smiði 60 innihurða á Heilsugæslustöð Kópavogs, Fannborg 7—9. Teikningar og útboðslýsing er til afhend- ingar á skrifstofu bæjarverkfræðings Kópavogs að Fannborg 2. Tilboðum skal skila á sama stað 8. febrúar kl. 11 f.h. Bæjarverkfræðingur. John Chang McCurdy. v Auglýsió í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.