Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 7
Miövikudagur 30. janúar 1980
7
Framleiðn iaukn-
ing í fiskiðnaði
Lúövik Jósefsson formaöur
Alþýöubandalagsins ritar
grein i bjóðviljann fimmtudag-
inn 24. jan. Greinin ber nafnið
„Framleiðniaukning i staö
gengislækkunar”. Þar sem
vitnaö er i ummæli sem eftir
mér eru höfö i þessari grein á
þannhátt að misskilningi getur
valdiö leyfi ég mér að fara um
hana nokkrum orðum.
Lúðvik segir i grein sinni:
„Talið er að meðalnýting hrá-
efnis i frystihúsum landsins sé
um 36% en ætti að vera 48%. —
Þóhafa orðið miklar framfarir
i mörgum frystihúsum siðustu
árin. Arni Benediktsson fram-
kvæmdastjóri segir i Timanum
12. jan. sl. að hann telji að
framleiöniaukning i frystiiðn-
aöi hafi orðið 30-40” á siðasta
ártug”.... Tillögur Alþýðu-
bandalagsins eru um að auka
framleiðni i sjávarútvegi um
7% i ár. — Slikri tillögu svarar
Steingrimur Hermannsson
fyrir Framsóknarflokkinn með
þvi aö 2% aukning sé nægileg,
annað sé óraunhæft.”
Lúðvik Jósefsson hefur löng-
um þótt litrikur stjórnmála-
maður. Ofangreind tilvitnun
sem er átta vélritaðar linur er
sannarlega litauðug. Þar má
finna fjórar fullyrðingar sem
ekki ná máli, eina sem er
blekkjandi og eina sem er rugl-
andi, samtals sex.
Undirmáls-
fullyrðingar
„Taliö er að meðalnýting
hráefnis i frystihúsum lands-
ins sé um 36%...”, segir i
greininni. Nýting hráefnis er
margs konar eftir fisktegund-
um og verkunaraðferðum. Það
er þvi ekki hægt að nefna eina
tölu sem gildir um alla nýtingu.
Af þessum sökum hefur verið
búin til sérstök viðmiðun þegar
rætt er um meðaltalsnýtingu
frystihúsanna. Sú viömiðun
sem notuð er er hlutfall bein-
lausra og roðlausra flaka og
blokkar af slægðum þorski með
haus. Talið er aö maðaltalsnýt-
ing sé nú á þennan mælikvarða
farin aö nálgast 41%. Fyrir 10
árum siðan var þessi nýting
um eða innan viö 36%. En hafa
verður það jafnan i huga að
eins og önnur dýr er fiskur
misjafn að holdafari og getur
þvi náðst árangur sem er betri
eða verri en meðaltalið á ein-
stökum stööum og á misjöfnum
timum árs. Verður þvi jafnan
að gjalda varhug við sögum um
árangur sem hafi náöst hér og
þar á þessum og þessum tima.
,,... en ætti að vera 48%.”
Þessi fullyrðing er svo fráleit
aö engu tali tekur. Það eru eng-
ir sýnilegir möguleikar á þvi að
slikur árangur náist. Langt i
fjarska má eygja þann mögu-
leika aö nýting nái 45%. Til þess
að ná þvi marki þarf mikið átak
og vissulega er aö þvi unnið.
En það verður varla fyrr en i
lok næsta áratugs að þvi marki
veröur almennt náð og það
verður ekki nema markvisst
verði að þvi unnið og til þess
varið miklu fé.
„... að 2% aukning sé nægi-
leg,” hefur Lúðvik eftir Stein-
grimi Hermannssyni. Stein-
grimur Hermannsson hefur að
sjálfsögðu aldrei látið nein orð
falla I þessa átt. Það er hreinn
tilbúningur. Steingrimur hefur
aldrei lagt neitt mat á hvaö sé
nægilegt. Hins vegar hefur
hann fjallað um hvað er mögu-
legt. Og niðurstaða hans hefur
orðið sú að með þvi að vinna að
fullum krafti að framleiðni-
aukningu i fiskiðnaöi sé mögu-
legt að setja markið i 2-3% á
ári.
1 málsgreininni hér á undan
var fjallað um þá fullyröingu
Lúðviks sem felst i orðinu
nægileg. En fleira felst I þess-
um fáu orðum sem vitnaö er til.
Lúðvik breytir 2-3% i 2% og læt-
ur eins og hann sé að tala um
það sama.
Fimmta undirmálsfullyrð-
ing er að Lúðvik skrifar
„mörgum frystihúsum” þar
sem ætti að standa „öllum
starfandi frystihúsum.” Þetta
gefur frásögninni vafalaust
þann blæ sem Lúðvik lætur sér
henta betur. Sú sjötta kemur
fram i þvi aö Lúðvik notar orðið
„sjávarútveg” þar sem i tillög-
um Alþýöubandalagsins er tal-
að um fiskiönaö. Þetta gefur
betri möguleika á þvi að sleppa
fyrir horn ef einhver reynir aö
herma eitthvað upp á manninn.
En látum útrætt um litaskrUÖ.
Siðustu 10 ár
1 texta með mynd af Stein-
grimi Hermannssyni, sem
fylgir nefndrigrein Lúðviks, er
látiðað þvi liggja að litilfjör legt
sé að gera ráð fyrir þvi að
framleiöni verði minni á næstu
10 árum heldur en hún hefur
verið á siðustu 10 árum. Þetta
er vissulega merkilegt
sjónarmið en mætti þó vissu-
lega skýra fyrir venjulegum
lesanda á þann hátt að skiljan-
legt væri. Hafi framleiðniaukn-
ing verið mikil eru meiri likur
á þvi að á henni hægi. En álit
Steingrims Hermannssonar
byggist ekki á þvi heldur á
vandlegri úttekt á þvi sem
gerst hefur á siöustu tiu árum
og á þvi liklegt er að gerist og
hægt sé að láta gerast á næstu
tiu árum.
bað sem hefur gerst i fram-
leiðnimálum frystiiðnaðarins á
siðustu tiu árum er þetta i
stærstu dráttum:
1. Endurbygging frystihús-
anna meö samstilltu átaki.
Undirrótin var að visu sú að
mæta þurfti auknum kröfum
kaupenda. í langflestum hús-
unum eru nú kældar hrá-
efnisgeymslur og ég veit ekki
til þess aö nokkurs staöar
vanti slika geymslu að loknu
þessu ári. Kæling hráefnis i
geymslum frystihúsanna
hefur i för með sér verulega
nýtingaraukningu og þar
með framleiöniaukningu.
2. Meðferð fisks um borö i
veiðiskipum hefur batnað.
Munar þar mestu um kassa-
væðingu togaraflotans.
Reyndar kemur fleira til I
meðferð fisks og má þar sem
dæmi nefna að nú eru net tek-
in upp um páska, en að lokn-
um páskum var jafnan mikiö
af slæmum fiski til vinnslu.
3. A þessum áratug hefur orðið
breyting i vali pakkninga.
Fyrir tiu árum var blokk i
miklum meirhluta en nú eru
flakapakkningar, sem eru 30-
40% verðmeiri, alls ráðandi i
framleiðslunni.
4. Nýtingarbónus hefur veriö
tekinn upp i um það bil 85%
húsanna (og er þá raunar
miðað við framleiöslumagn
en ekki fjölda húsanna). 011
frystihús sem einhverju
máli skipta stefna að þvi að
takaupp nýtingarbónus fyrir
lok þessa árs eða i byrjun
næsta árs. Og þar meö er
þeirri þróun lokið.
5. A sjónarsviðiö kom ný flök-
unarvél, Baader-189, sem
skilar betri nýtingu en þær
vélar sem áður voru fyrir
hendi, á þvi stærðarsviði þar
sem flökunarnýting var
verst áður.
6. Fiskvinnsluskólinn tók til
starfa, eða réttara sagt hóf
að útskrifa nemendur, sem
hafa önnur viðhorf til fram-
leiðni en þeir menn s em fyrir
voru, og hafa meiri þjálfun i
að ná fram aukinni fram-
leiðni.
7. Sú breyting sem orðið hefur
á sfðustu tiu árum, aö mikill
meirihluti frystihúsa byggir
nú starfsemi sina að meira
eða minna leyti á togaraafla,
sem er tiltölulega jafn árið
um kring, hefur skipt sköp-
um um framleiöni frystihús-
anna. 1 fyrsta lagi veldur það
þvi að fjármagn i mannvirkj-
um og tækjum nýtist til muna
betur. í öðru lagi hefur það
þau áhrif aö starfsfólk er
stöðugra og býr við meira at-
vinnuöryggi. Það er minna
um það að sifellt þurfi aö
þjálfa nýtt og nýtt fólk til
starfa, en fólk á þjálfunarstigi
skilar jafnan lakari nýtingu
hráefnis.
8. Það hefur svo aftur á móti
dregið úr framleiðni að
framan af áratugnum fór
fiskur smækkandi, en hann
hefur að visu aftur farið
stækkandi siðustu árin.
9. Einnig þaö hefur dregið úr
framleiöni að ormatiðni
hefur aukist nokkuð, en það
gerist samhliöa þvi að sel
fjölgar.
Næstu 10 ár
Hvaða möguleikar eru færir
til framleiöniaukningar á
næstu 10 árum? Réttast er að
fara yfir þau niu atriði, sem að
framan eru nefnd og hyggja að
frekari möguleikum á þeim
vettvangi:
1. Nokkur framleiöniaukning
verður með áframhaldandi
uppbyggingu aöstöðu. Sú
aukning verður þó verulega
minni en á siöustu tiu árum
þar sem kæligeymslur eru
nú næstum alls staðar komn-
ar en þær skipta mestu máli.
Með þessu er ekki sagt að á-
framhaldandi uppbygging
skipti ekki megin máli.
Aðeins er verið að sýna fram
á að framleiöniaukning af
þessum sökum verði hægari.
2. Meðferðafla um borö i veiði-
skipum getur enn batnað. Þó
verða varla stigin þau risa-
skref sem að undanförnu. Þó
eru mikil verkefni þar fram-
undan. Sérstaklega þarf að
huga betur að þvi en gert
hefur verið að bæta gæði
netafisks og eins þarf að
veröa veruleg breyting á að-
ferðum við fiskveiðistjórn. A
þeim vettvangi er það aöalat-
riðið aö fiskur berist þannig
að landi að hægt sé að vinna
hann allan i sem verðmæt-
asta vöru. Til þess aö það
megi verða þarf að verða al-
gjör hugarfarsbreyting
varöandi fiskveiöistjórn.
3. Þróunin yfir i verðmætari
pakkningar verður hægari á
næstu árum en veriö hefur,
einfaldlega vegna þess aö á
mörgum sviöum er komið aö
mörkum þess mögulega. Þó
má vissulega búast við já-
kvæðum árangri I þessum
þætti, sérstaklega ef nægi-
legt starfsfólk verður til-
tækt. Mannaflaskortur hefur
á undanförnum árum staöið
frystiiðnaðinum fyrir þrifum
og gerir þaö enn.
4. Um frekari framþróun bón-
uss i nýtingu og afköstum er
ekki að ræða að neinu marki I
megin þáttum frystiiðnaðar-
ins. Búast má þó við tölu-
verðum árangri varðandi
vélflökun.
5. Ýmsar framfarir verða
jafnan i vélum og tækjum.
Engin þekkt nýjung á sviði
fiskvinnsluvéla mun þá valda
eins miklu um framleiðni-
Árni
Benediktsson:
aukningu og B-189 vélin hefur
gert á siðustu árum.
6. A sviði menntunar er ekki
sýnilegt neitt átak sem jafn-
gilt geti stofnun Fiskvinnslu-
skólans. Hins vegar er þróun
menntunar i fiskiðnaði
sannarlega ekki lokið. Fyrst
og fremst þarf aðbæta úr um
þekkingu á meðferð fisk-
vinnsluvéla. Knýjandi er
einnig orðið að taka upp sér-
hæfða kennslu i stjórnun
fiskvinnslu. Stjórnun fisk-
vinnslu er mjög sérhæft fag
sem ekki hefur veriö sinnt
sérstaklega fram að þessu.
Æskilegt væri að hefja slika
kennslu hið bráðasta, og veit
ég það fyrir vist að núver-
andi s jávarútvegsráðherra
hefur hug á þvi, en siðar þarf
þetta að verða kennslugrein
á háskólastigi.
7. Þróuninni yfir i togara er
ekki lokiö en hún hefur nú
þegar tekið kúfinn af þeim
hagnaði sem af þvi er að
vinnsla sé stöðug og jöfn.
Það er þó orðið mjög
þýðingarmikiö aö vandlega
sé hugað að þvi á hvern hátt
bátaflotinn verður byggður
upp þegar að þvi kemur aö
slikt verði nauðsynlegt, en
það gæti orðið innan tveggja
þriggja ára. Að minu mati
þurfaað koma miklu fjölhæf-
ari skip i stað bátaflotans,
skip sem eru fljótari að
skipta milli veiðarfæra,
koma með jafnbetra hráefni
að landi, veita skipshöfnum
betri og tryggari lifskjör,
færa frystihúsunum og öðr-
um fiskverkunarstöðvum
stööugt og tiltölulega jafnt
hráefni að landi. Með öðrum
orðum skutskip af minni
stærð en tiðkast hefur. Skip
sem yfirtækju veiðar á þeim
svæöum sem bátar stunda
nú. Skip sem veiddu allar
þær fisktegundir sem bátar
veiða nú, en væru fyrst og
fremst fljótari að skipta á
milli veiðarfæra og veiða á
ýmsum tegundum.
8. All miklir möguleikar eru
fólgnir i þvi að fiskur fer nú
aftur stækkandi og er þaö
náttúrlega sjálfsagt mál að
haga veiðistjórn þannig að sú
þróun haldi áfram að skyn-
samlegu marki.
9. Nokkurri framleiðni-
aukningu má ná með þvi að
draga úr tiðni orma i fiski.
Það verður þó ekki gert á
annan hátt en þann að halda
viðgangi selastofnsins meira
i skefjum en gert hefur verið
að undanförnu.
10. Tilviðbótar þessukemur sú
nýjung sem mestu mun valda
um framleiðniaukningu á
næsta áratug, en það er raf-
eindatæknin sem nú er aö
byrja sinn feril i fiskiðnaði.
Rafeindatæknin leiðir til
bættrar nýtingar, sparar
vinnu, gefur aukna mögu-
leika i pakkningavali eftir þvi
hvaö gefur mestan arð
hverju sinni. Og siðast en
ekki sist, rafeindatæknin
gefur alveg nýja möguleika
til stjórnunar, möguleika til
að vita strax ef eitthvað fer
úrskeiöis og aðkippa þvi i lag
áður en skaöi er skeöur. En
fram að þessu hefur fátt
valdið meiri erfiöleikum i
fiskiðnaði en hve langan tima
hefur tekið aö uppgötva það
sem úrskeiðis hefur farið og
koma þvi i lag aftur.
Eins og sjá má af framan-
sögðu eru vissulega miklir
möguleikar til framleiöni-
aukningar i frystiiönaðinum á
næstu 10 árum. En sé öll sann-
girni viðhöfð eru þeir mögu-
leikar nokkru minni en á sið-
asta áratug. Það er þvi eðlilegt
og heilbrigt mat á aöstæðum að
gera ráð fyrir 2-3% framleiðni-
aukningu á ári, en þaö er sama
og 22-33% aukning á áratug.
Þess i stað má ætla að fram-
leiðniaukningin hafi verið 30-
40% á siöustu tiu árum eins og
áður er komið fram. Þetta eru
þær staðreyndir sem lagðar
hafa veriö fyrir Steingrim Her-
mannsson og hann lagt sitt mat
á. Þar hefur engin óskhyggja
eða sýndarmennska komiö til
greina.
Eitt er þaö enn sem vekja
verður athygli á og raunar að
leggja þunga áherslu á. En það
er það að til þess aö ná fram
umtalsverðri framleiðni-
aukningu er höfuðnauðsyn að
fyrirtækin hafi góða fjárhags-
lega afkomu. A siðustu tiu ár-
um hafði frystiiðnaðurinn dá-
góða fjárhagsafkomu i sjö ár,
en þrjúvoru óhagstæð. Afkoma
milli landshluta var misjöfn
þannig að sums staðar uröu ó-
hagstæðu árin sex til sjö. Eins
og sannast hefur alls staðar
annars staöar i heiminum
varð framleiöniaukning frysti-
húsanna mest þegar afkoman
var best, framleiðniaukningin
mest i þeim landshlutum þar
sem afkoman var best, lifskjör
fólksins bötnuðu þar með mest
þegar afkoma fyrirtækjanna
var best. Af þessu mætti
Alþýöubandalagið draga lær-
dóma. Það má að visu oft auka
framleiðni með lánsfé og hefur
oft verið gert, siðast meö stóru
átaki árið 1978. En sllk fram-
leiðniaukning verður aldrei
eins árangursrik og sú fram-
leiðniaukning sem fæst af eigin
aflafé. Framleiöniaukning sem
á sér staö jafnt og þétt, jafnóö-
um og eitthvað er hægt að gera
til úrbóta. Að biða eftir lánsfé
mánuðum og jafnvel árum
saman kemur aldrei að sömu
notum.
Tillögur Alþýöubandalagsins
miða jafnan aö þvi að veikja at-
vinnufyrirtæki, draga úr mætti
þeirra til framleiðniaukningar
og þar með möguleikum þeirra
til þess að bæta lifskjörin i
landinu. Aö hinu leytinu er svo
Alþýðubandalagið visast til
þess að koma með merkingar-
lausar tillögur um framleiðni-
aukningu, t.d. 7%. Það gæti
veriö fróðlegt að ræöa þær til-
lögur sem Alþýðubandalagiö
hefur nú sett fram i efnahags-
málum lið fyrir lið, sýna fram
á hversu óskaplegt gatasigti
þær eru i mörgum tilf'dlum.
Það er mál að linni i dag, en ef
Lúðvik Jósefsson er til i slikar
umræður. þá skal ekki standa á
mér.