Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 30. janúar 1980
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 230,- Askriftargjald kr.
4.500 á mánuði.
___________________________________Blaðaprent.
Þeir vita á sig skömmina
Það fer ekki á milli mála af skrifum Alþýðublaðs-
ins og Þjóðviljans þessa dagana að forystumenn
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags vita upp á sig
skömmina af þvi hversu lengi stjórnarkreppan
hefur staðið. 1 þessum blöðum báðum i gær er helst
að sjá að forráðamenn blaðanna hafi gersamlega
misst stjórn á sér vegna þess hversu óhönduglega
flokkunum báðum hefur farist blekkingaleikurinn
og hversu hin furðulega framkoma þeirra i við-
ræðunum um stjórnarmyndun hefur opinberast al-
menningi.
í Alþýðubandalaginu eru þegar hafnar nýjar
„galdraofsóknir” á hendur þeim flokksmönnum
sem leyfa sér að mótmæla mistökum forystunnar.
Reiðin er orðin svo mikil innan flokksins að leiðara-
höfundur Þjóðviljans er meira að segja farinn að
leita sér upplýsinga um málið á opinberum vett-
vangi. Um þetta vitna þau orð leiðara blaðsins i
gær, sem skrifuð eru af tilefni forystugreinar i Tim-
anum:
„Það væri þakkarvert ef Þórarinn gæti i blaði
sinu leitt fram þann mann sem hefur hvislað þessu i
eyra hans”.
—Bara ef ritstjóri Timans vildi nú vera svo vænn
að upplýsa Þjóðviljann um heimildir innan Alþýðu-
bandalagsins, ja, þá væri nú hægt að fara að
hreinsa!!
Ekki er hljóðið skárra i Alþýðublaðinu. Nú hefur
það gerst innan Alþýðuflokksins, eins og á áliðnu
siðasta sumri, að alikratarnir hafa á ný náð undir-
tökunum i flokknum. 1 haust eð var réðu þeir þvi að
rikisstjórn ólafs Jóhannessonar var sprengd gegn
vilja þeirra Benedikts Gröndal og Magnúsar H.
Magnússonar, og nú hafa þeir ráðið þvi að Alþýðu-
flokkurinn lagði fram svo ósvifnar og ofstækisfullar
tillögur að óhugsandi var að Framsóknarflokkurinn
gæti á þær fallist.
Um hin sjálfsögðu og eðlilegu viðbrögð Fram-
sóknarmanna við fáránlegum tillögum alikratanna
segir leiðarahöfundur Alþýðublaðsins i gær:
„Ofstæki Framsóknarmanna i garð Alþýðu-
flokksins er Framsóknarmönnum hins vegar til
vansæmdar”.
—Það er ekki Alþýðuflokknum til vansæmdar að
„bjóða” Framsóknarmönnum samstarf um að
leggja Byggðasjóð niður, banna samvinnufélög
framleiðenda, taka upp ofstækisfyllstu alikratatil-
lögur i landbúnaðarmálum og kasta fyrir róða sam-
ráðum við launþega!!!
Alikrötunum finnst vist ekkert sjálfsagðara. Og
þeir standast ekki reiðari en þegar menn dirfast að
segja þeim hug sinn heiðarlega og afþakka slik
fyrirlitningarboð.
Sannleikurinn er vitanlega sá að Alþýðubanda-
lagið hefur ekki ætlað sér að taka þátt i rikisstjórn
nú. Það tók þennan flokk hins vegar einn og hálfan
mánuð að manna sig upp i að segja þjóðinni frá þvi.
Þess vegna ber Alþýðubandalagið ábyrgð á þvi að
stjórnarmyndun dróst fram um miðjan janúar,
enda höfðu ailir aðrir flokkar, að Sjálfstæðisflokkn-
um meðtöldum, lagt áherslu á að fá Alþýðubanda-
lagið til samstarfs.
Að þvi er að Alþýðuflokknum snýr er það ekki sið-
ur staðreynd að alikratarnir eru nú komnir á þá
skoðun að þeim henti utanþingsstjórn best, vegna
þess að þá geti þeir leikið lausum hala i þinginu að
vild sinni. Hinar fáheyrðu tillögur þeii*ra nú, sem
eru andstæðar tillögum þeirra frá þvi um miðjan
desember, voru saman settar til þess eins að hindra
samstarf við Framsóknarflokkinn.
Svo rjúka leiðarahöfundar þessara flokka upp
með hræsni og hneykslan, berja sér á brjóst og
reyta hár sitt að fornum sið — og halda að einhverj-
irleggi trúnað á sýndarmennskuna. Sér er nú hvað.
JS
Erlent yfirlit
Killanin lætur ekki
Carter stjórna sér
Fundur Olympíunefndarinnar verður sögulegur
ALÞJÓÐLEGA Ólympiu-
nefndin mun koma saman til
fundar i Lake Placid i Banda-
rlkjunum 10. febrúar næst-
komandi eöa tveimur dögum
áöur en vetrarólympiuleikarnir
eiga aö hefjast. Auk venjulegra
verkefna biöur þaö hennar á
þessumfundi, aö taka afstööu til
þeirrar kröfu, sem Carter for-
seti beitir sér fyrir, aö sumar-
ólympi'uleikarnir, sem eiga aö
hefjast i Moskvu 19. júlí I sum-
ar, veröi fluttir þaöan eða aö
þeim verði aflýst. Carter forseti
hefur lýst yfir þvi, að veröi leik-
arnir haldnir 1 Moskvu, muni
hann beita sér fyrir þvi, að
Bandarlkjamenn taki ekki þátt i
þeim. Báöar deildir Banda-
rlkjaþings hafa lýst nær ein-
róma yfir þvi, aö þær styöji
þessa stefnu Carters.
Eins og málum er enn háttaö,
er það hvorki á valdi forsetans
eða þingsins aö taka ákvöröun
um þátttöku Bandarikjamanna.
Þaö er i verkahring bandarísku
Ólympiunefndarinnar, en hUn
heldur fund um málið um næstu
helgi. Á þessum fundi mun hún
ákveða, hvaöa afstööu hún skuli
hafa á fundi alþjóölegu
Ólymplunefndarinnar, sem
kemur saman 10. þ.m., eins og
áöur segir.
Carter hefur haft við orö, að
hann muni fá þingiö til aö
banna bandariskum Iþrótta-
mönnum þátttöku I leikunum, ef
samtök þeirra hafna ekki þátt-
tökunni, veröi leikarnir
“%4oskvu. Vafalaust myndi þing-
ið veröa viö þeirri ósk hans.
Carter vill flytja Ólympluleik-
anafrá Moskvueða fresta þeim
i mótmælaskyni viö innrás
Sovétrlkjanna í Afghanistan. Þó
gerir hann þann fyrirvara, aö
veröi Rússar búnir aö draga her
sinn frá Afghanistan fyrir 20.
febrúar, muni hann falla frá
þessari kröfu sinni. Eins og nú
horfir, þykja ekki miklar likur
til þess.
Nokkrar rlkisstjórnir hafa
þegar lýst stuöningi viö stefnu
Carters og má þar nefna stjórn-
ir Bretlands, Ástraliu og
Nýja-Sjálands. Stjórn Klna
hefur lýst yfir þvi, aö klnverskir
Iþróttamenn muni ekki taka
þátt í leikunum, ef meirihluti
þátttökurikjanna hætti þátttök-
unni.
MENN skilja vel þá afstööu
Carters, aö hann vilji nota flest
tækifæri til að mótmæla innrás
RUssa I AfghanistanDeilur hafa
hins vegar risiö um það, hvort
rétt sé aö draga Ólympluleikana
og Iþróttastarfsemi almennt inn
I deilur stórveldanna. Halda
beri stjórnmálum og Iþróttum
aðskildum. Þess vegna hefur
framangreind afstaða sætt mót-
mælum margra þeirra, sem
viljaekki síöurmótmæla inrás-
inni I Afghanistan en Carter.
Þeir telja hins vegar, aö hér sé
Killanin lávarður
mótmæíunum hreyft á röngum
stað og röngum tima og veki
þannig óþarfar deilur milli
þeirra, sem eigi aö standa sam-
an,
Þaö er llka stór spurning,
hvort RUssar myndu lita á þetta
sem verulega refsingu, eins og
komið er. Þeir hafa að vísu lagt
mikiö kapp á aö vanda undir-
búninginn og lagt óhemjufé I
byggingar I þessu sambandi.
Byggingarnar geta þeir notað á
margvlslegan hátt slöar, svo aö
þaö fé, sem hefur verið lagt 1
þær, fer ekki forgöröum.
Þá var gert ráö fyrir aö leik-
arnir myndu færa Rússum rif-
legar gjaldeyristekjur, sem þeir
hafa mikla þörf fyrir.
Þaö þótti llklegt, aö RUssar
ætluöu aö nota leikana til mik-
illar áróöursstarfsemi. Eigin-
lega ætlaði Brésnjef að láta þá
veröa kórónuna I stjórnarfor-
ustu sinni. Styrjöldin I Afganist-
an hefur hins vegar breytt
þessu. Mikil hætta er á, aö
margir aökomumanna myndu
nota tækifæriö til aö lýsa yfir
andUð viö innrásina. RUssar
mega hæglega reikna meö
margvislegum mótmælum.
Þegar þetta er tekið meö I
reikninginn, er veruleg spurn-
ing, hvort Rússar sakni þess
nokkuð, þótt hætt yröi við leik-
ana I Moskvu, þar sem þeir
fengju þá jafnframt aöstööu til
aðnota sér þann ágreining, sem
hlotizt heföi af þessu milli
Bandarikjanna og ýmissa
bandamanna þeirra.
Hingaö til hefur það ekki
mælzt vel fyrir, að reyna aö
gera Ólympfuleikana pólitiska.
Nokkur Afrlkuriki hættu þátt-
töku I Ólympluleikunum I
Montreal 1976 sökum þess, aö
þau vildu Utiloka Nýja-Sjáland
vegna Iþróttasamvinnu viö
Suöur-Afrlku. Þetta mæltist
ekki vel fyrir.
SENNILEGT þykir, aö deilt
veröi um þetta mál á fundi
alþjóölegu Ólymplunefndar-
innar 10. febrUar næstkomandi.
Þaðer a.m.k. vist, aö formaöur
nefndarinnar, Killanin lávarð-
ur, mun leggja til aö mótmæli
Carters veröi höfð aö engu.
Hann hefur þegar mótmælt þvl
kröftuglega, að leikarnir veröi
fluttir eöa þeim frestaö.
Killanin er írskrar ættar,
fæddur 30. júll 1914, og erföi lá-
varöstitilinn eftir frænda sinn,
þegar hann var þrettán ára
gamall. Hann fékk menntun
sina I Eton og Cambridge, en
siöar stundaöi hann nám viö
Sorbonne-háskólann. Að námi
loknu, lagði hann stund á blaöa-
mennsku og var m.a. fréttarit-
ari þriggja enskra stórblaöa 1
Klna, þegar átök Japana og Kin
verja hófust þar um 1930. Hann
var I hernum á striðsárunum og
hlaut heiðursmerki fyrir fram-
göngu sina. Kona hans hlaut
einnig heiðursmerki fyrir
hjúkrunarstörf.Eftir heimsstyrj
öldina hefur hann skrifaö bæk-,
ur, unniö aö kvikmyndagerö og
veriö f stjórn margra fyrir-
tækja. Sagterumhann, aö hann
sé Iri, sem ekki vilji láta hlut
sinn. Þ.Þ.
Robert Kane, formaöur bandarlsku Ólymplunefndarinnar.