Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1980, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 30. janúar 1980 ga ,,verksmiðj ur Denyse Simenon heitir hún og er kanadisk. Hún hefur nýlega sent frá sér bók, þar sem hún fjallar um 10 ára sambúð sina og reyfarahöfundarins George Simenon. Bókin heitir á frum- málinu UnOiseau pour un chat — Fugl fyrir kött. Sagt er, að bókaforlög úti um heim hafi áhuga á að fá útgáfuréttinn að bók hennar en hiki við, þar sem þau vilja ekki styggja mann hennar og kannski þar með missa réttinn til Maigret-bóka hans, en þvi má búast við, þar sem Simenon er harður i horn að taka. I bók Denyse er hann afhjúpaður. Bókin þykir mjög trúverðug. Hún kennir manni það, að ást við fyrstu sýn hefst yfirleitt i rómantiskum bjarma og endar sem sorgarleikur, martröð, viti. Það var árið 1944. Denyse Oui- met var bara 25 ára, en hafði þegar sýnt góða stjórnunarhæfi- leika og þar sem hún var jafnvig á tvö tungumál/ ensku og frönsku, var hún eftirsótt sem einkaritari. Simenon sem á þessum tima og nokkur eftirfar- andi ár var búsettur i Banda- rikjunum, var einmitt að leita að ritara með þessa hæfileika. Þau hittust i matsal hótels nokkurs og hún féll eins og þroskuö plóma fyrir töfrum hans. Með þeim tekst ástarsam- band og þau biða eftir að skilnaður hans og þáverandi eiginkonu gangi i gegn. Hann er eldheitur i tilbeiðslu sinni og lika „fullgóður” elskhugi, kannski meira fullur en góður, þvi að hann drekkur sleitulaust, sem kannski er verst fyrir hann sjálfan en hann er lika vondur við vin, sem er verst fyrir hana. En inn á milli er hann tillits- samur og kærleiksrikur, þegar skap og áfengisprósentan i blóðinu leyfa. Fljótlega er Denyse orðin ómissandi. Hún tekur smám saman að sér bréfaskipti hans og samninga- viðræður svo að hann geti ein- Georges Simenon, afkastamesti rithöfundur nútfmans meö sina ómissandi pipu. beitt sér að ritvélinni og flösk- unni. Velviljaður metnaður hennar, sem kannski var of mikið af, brýst fram i valkyrju- tilhneigingu og hún fær hann til að hafa skipti á viskýinu og te i vinnutimanum. Stórfelld mis- tök. Þaðá að leyfa fólki að fara i hundana i friði, það er gömul reynsla. Fólki, sem finnur hjá sér hvöt til að eyðileggja sjálft sig, er ekki hægt að hjálpa, án þess að það hefni sin. Simenon fer ekki i hundana. Hann hefur peninga og ósveigjanlegan vinnuaga. Stil- krafa er hans æðsta boðorð, sú krafa stýrir honum með þráa smádjöfuls. Að finna einföldu, vinsælu, öllum skiljanlegu orðin til að tjá mannlega reynslu. Einmitt þetta er hans snjalla uppfinning, atburðarás og per- sónulýsingar sitja á hakanum, þó að þau atriði skipti svo sem lika máli. Umdeilt er, hvort það er galli á manni, ef hann er kynóður, a.m.k. ef hann getur borgað fyr- ir sig. Simenon er alls ekki Skattmat ríkisskattstjóra Meö vlsan til 2. tl. 74. gr. og 111. gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri gefiö út svofelldar reglur um mat á búpeningi til eignar i árslok 1979, á hlunnindum og öörum tekjum og frádrætti á skatt- árinu 1979 (framtalsárinu 1980) sem meta þarf til verös samkvæmt greindum lögum: 1.0.0. Búfé til eignar I ársiok 1979 (framtalsár 1980): Ærogsauöir..............................26.000kr. Hrútar......................................35.000 kr. Gemlingar...................................19.000 kr. Kýr........................................238.000 kr. Kvlgur 11/2 árs og eldri...................161.000 kr. Geldneyti og naut ......................91.000 kr. Kálfar yngri en 1/2 árs ................27.000 kr. Hross á 14. vetri og eldri................ 105.000 kr. Hross á 5.-13. vetri......'.............187.000 kr. Tryppi á 2.-4. vetri........................65.000 kr. Folöld......................................40.000 kr. . Hænsni eldri en 6 mán........................2.400 kr. Hænsni yngri en 6 mán....................... 1.200 kr. Endur........................................2.900 kr. Gæsir........................................3.800 kr. Kalkúnar................................ 4.600 kr. Geitur..................................... 18.000 kr. Kiölingar.................................. 13.500 kr. Gyltur......................................56.000 kr. Geltir......................................86.000 kr. Grlsir yngri en 1 mán............................0 kr. Grfsir eldri en 1 mán.......................20.000 kr. Minkar: karldýr............................ 15.000 kr. kvendýr ............................10.000 kr. hvolpar.................................Okr. Refir: karldýr ogkvendýr....................40.000 kr. hvolpar......................................0 kr. Með hliösjón af minni heimafengnum fóöurbirgöum skal lækka búfjármat sauðfjár, nautgripa og hrossa til eignar um 10% á svæði sem nær frá og með Strandasýslu noröur um til og með Borgarfjarðar eystra. 2.0.0. Hlunninda- og teknamat á skattárinu 1979 (fram- talsári 1980): , 2.1.0. Teknamat af landbúnaöi. Allt, sem selt er frá búi, skal talið meö þvi verði sem fyrir það fæst. Ef þaö er greitt I vörum, vinnu eöa þjónustu, ber aö færa greiðslurnar til peningaverðs og telja til tekna með sama verði og fæst fyrir til- svarandi vörur, vinnu eða þjónustu sem seldar eru á hverjum staö og tlma. Veröuppbætur á búsafuröir teljast til tekna þegar þær eru greiddar eöa færðar framleiðanda til tekna I reikning hans. Heimanotaðar búsafurðir (búfjárafuröir, garö- ávexti, gróöurhúsaafuröir, hlunnindaafrakstur), svo og heimilisiðnað, skal telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi afuröir sem seldar eru á hverjum staö og tima. Verði ekki við markaðsverð miðað, t.d. i þeim hreppum þar sem mjólkursala er lltil eöa engin, skal skattstjóri meta verömæti þeirra til tekna meö hliösjón af notagildi. Sé söluverð frá framleiðanda hærra en útsöluverð til neytenda vegna niöurgreiöslu á afurðaveröi skulu þó þær heimanotuðu afuröir sem svo er ástatt um tald- ar til tekna á útsöluveröi til neytenda. Mjólk, sem notuð er til búfjárfóöurs, skal þó telja til tekna með hliösjón af verði á fóðurbæti miðað viö fóöureiningar. Þar sem mjólkurskýrslur eru ekki haldnar skal áætla heimanotaö mjólkurmagn. Meö hliðsjón af ofangreindum reglum hefur mats- verð veriö ákveöið á eftirtöldum búsafuröum til heimanotkunarþar sem ekki er hægt að styðjast við markaðsverð: 2.1.1. Afurðir og uppskera: Mjólk, þar sem mjólkursala fer fram, sama verð og til neytenda... 169 kr. pr. kg. Mjólk, þar sem engin mjólkursala fer fram, miðaö viö 5001. neyslu á mann..........169 kr. pr. kg. Mjólktilbúfjárfóöurs..............70 kr. pr. kg. Hænuegg (önnur egg hlutfallslega) 1.080 kr. pr.kg. Sauðfjárslátur....................1.335 kr. pr. stk. Kartöflur til manneldis........19.100 kr. pr. 100 kg Rófur tilmanneldis.....28.800kr. pr. 100 kg Kartöflur og rófur til skepnufóðurs..........2.560 kr. pr. 100 kg 2.1.2. Búfé til frálag (slátur með talið): Dilkar.........................................22.000 kr. Veturgamalt....................................29.000 kr. Geldar ær......................................28.000 kr. Mylkar ær og fullorönir hrútar................ 14.800 kr. Sauðir.................................. 35.600 kr. Naut I. og II. flokkur .................189.000 kr. Kýr I. og II. flokkur ..................126.000 kr. Kýr III. og IV. flokkur........................86.000 kr. Ungkálfar ................................9.500 kr. Folaldakjöt I. flokkur ..................63.000 kr. Tryppakjöt I. flokkur..........................89.000 kr. Hrossakjöt I. flokkur...................100.000 kr. Folaldakjöt II. flokkur........................45.000 kr. Tryppakjöt II. flokkur.........................64.000 kr. Hrossakjöt Il.flokkur....................70.000kr. Hrossakjöt III. flokkur........................39.000 kr. Svln 4-6 mán...................................80.000 kr. 2.1.3. Veiði og hlunnindi: Lax “.*)..........................2.500kr. pr. kg. Sjóbirtingur......................1.000 kr. pr. kg. Vatnasilungur.......................700 kr. pr. kg. Æðardúnn........................124.000 kr. pr. kg. 2.1.4. Kindafóður: Metast 50% af eignarmati sauöfjár. 2.2.0. Hlunnindamöt til tekna: 2.2.1. Afnot bifreiða. Endurgjaldslaus afnot launþega af bifreiö, sen; vinnuveitandi hans lætur honum i té, skulu metin honum til tekna sem hér segir: Fyrirfyrstu 10.000 km afnot 86 kr. pr. km. Fyrirnæstu 10.000km afnot 75kr. pr. km. Yfir 20.000kmafnot 68kr. pr, km. Láti vinnuveitandi launþega I té afnot bifreiðar gegn endurgjaldi sem lægra er en framangreint mat skal mismunurinn teljast launþega til tekna. 2.2.2. Fatnaður. Einkennisfatnaður, sem vinnuveitandi lætur laun- þega I té án endurgjalds, skal metinn honum til tekna sem hér segir: Einkennisföt karla 50.400 kr. r Einkennisföt kvenna 34.600 kr. Einkennisfrakki karla 39.000 kr. Einkennisfrakki kvenna 25.800 kr. Fatnaður, sem ekki telst einkennisfatnaður, skal tal- inn til tekna á kostnaöarveröi. Sé greidd ákveöin fjárhæö I staö fatnaöar ber aö telja þá fjárhæð að fullu til tekna. 2.2.3. Fæði og fæðisstyrkur (fæðispeningar). Fullt fæði, sem vinnuveitandi lætur launþega I té endurgjaldslaust, skal metið honum til tekna sem hér segir: Fyrir fullt fæði 2.700 kr.ádag Fyrir fullt fæði barns, yngra en 12 ára 2.100 kr.ádag Fyrir fullt fæði aö hluta (ein máltlö) 1.050 kr. á dag Fjárhæð fæðisstyrks (fæöispeninga) I staö fulls fæðis eöa fæðis að hluta ber aö telja til tekna aö fullu. Allt fæði, sem f jölskyldu launþega er látið I té endur- gjaldslaust hjá vinnuveitanda hans, svo og f járhæð fæðisstyrkja (fæðispeninga) sem launþega er greidd frá vinnuveitanda hans vegna fjölskyldu launþeg- ans, ber að telja til tekna á sama hátt. Sérhver önnur fæöishlunnindi, látin launþega og fjöl- skyldu hans I té endurgjaldslaust, ber að telja til tekna á kostnaðarveröi. 2.2.4. Húsnæði og húsaleigustyrkur Endurgjaldslaus afnot ibúðarhúsnæöis, sem vinnu- veitandi lætur launþega slnum I té, skulu metin launþega til tekna sem hér segir: 2,7% af gildandi fasteignamati hlutaöeigandi Ibúðar- húsnæðis (þ.m.t. bllskúr) og lóðar fyrir ársafnot en annars eins og hlutfall afnotatima segir til um. Endurgjaldslaus afnot launþega á orku (rafmagni og hita) skulu talin að fullu til tekna á kostnaöarveröi. Hafi launþegi afnot ibúðarhúsnæðis, sem vinnuveit- andi hans lætur honum I té gegn endurgjaldi sem er lægra heldur en 2,7% af gildandi fasteignamati hlutaðeigandi ibúðarhúsnæöis (þ.m.t. bllskúr) og lóöar, skal meta launþega mismuninn til tekna eftir þvl sem hlutfall notkunartlma segir til um. Sá hluti orkukostnaðar launþega sem vinnuveitandi hans greiðir skal talinn að fullu til tekna. Húsaleigustyrk, sem vinnuveitandi greiðir launþega slnum, ber aö telja til tekna að fullu. 3.0.0. Möt til frádráttar: 3.1.0. Frádráttur vegna greiddra dagpeninga. Frá dagpeningum, sem vinnuveitandi hefur greitt launþega vegna feröa hans utan venjulegs vinnu- staöar á vegum vinnuveitandans og launþega ber að telja til tekna, skal leyfa frádrátt, þó eigi hærri fjár- hæö en talin er til tekna, sem hér segir fyrir hvern dag sem greiðsla dagpeninga miöast við: 1. Vegna ferðalaga innanlands 1/1-30/6/79 1/7-31/12/79 Gisting og fæði 12.000 kr. 16.400 kr. Heilsdagsfæði 7.500 kr. 9.400 kr. Hálfsdagsfæöi 3.750 kr. 4.700 kr. !. Vegna feröalaga erlendis 1/1-31/5/79 1/6-31/12/79 a. A feröalögum utan N-Am,erlku Jafnvirði V.-þýskra marka Gisting og fæði 180 195 Heilsdagsfæði 120 130 Hálfsdagsfæöi 60 65 b. A ferðalögum innan N-Amerlku Jafnvirði Bandarlkjadollara Gisting og fæði 80 90 Heilsdagsfæði 54 60 Hálfsdagsfæöi 27 30 c. A feröalögum erlendis við þjálfun og eftirlitsstörf skal fjárhæð skv. a-lið lækkuð um 38% og skv. b-lið um 40%. Vari fjarvera launþega lengur en 60 daga samtals á árinu skál frádráttur sá sem hann ætti rétt á sam- kvæmt reglum þessum lækkaðúr um 1.650 kr. fyrir hvern fjarvistardag sem umfram er 60 daga á árinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.