Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 25
Stærstu úthlutun Menningarsjóðs Landsbankans til þessa var úthlut- að í gær þegar 75 milljónum króna var úthlutað til 75 góðgerðarfélaga og annarra málefna hér á landi. Í gær var einnig dreift blaðinu Leggðu góðu málefni lið sem Landsbankinn gefur út. Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbankans og stjórnar Menningarsjóðs, úthlutaði styrkjum að upphæð einni milljón króna hverjum á fundi í Iðnó árdegis í gær. Jafnframt gefur Landsbankinn fólki kost á að verða styrktaraðilar. Félögin eru öll í styrktarþjónustu bankans og vonast forsvarsmenn hans að viðskiptavinir gerist mánaðarlegir bakhjarlar þeirra. Þeir velja þá góðgerðarfélag í gegnum Einkabanka eða Fyrir- tækjabanka Landsbankans og geta styrkt þau um ákveðna upphæð á mánuði. Björgólfur segir Landsbankann í þau 120 ár sem hann hafi starfað lagt áherslu á að leggja sem mest til samfélagsins og að með veglegri afmælisúthlutun vilji bankinn ítreka og staðfesta áhuga sinn á að leggja góðum málefnum lið. Sjötíu og fimm fá eina milljón hver Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í mars voru fleiri en á sama tíma í fyrra. Séu fyrstu ársfjórðungar áranna born- ir saman er fjöldi þinglýstra kaup- samninga nokkuð svipaður. Aukin umsvif koma einnig fram í hús- næðisverði, sem hækkaði á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það var 2,6 prósentum hærra í febrúar en í desember 2006. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að líklega verði áfram upp- gangur á húsnæðismarkaði fram eftir ári. Hægja taki á þegar líður á árið, meðal annars vegna minni kaupmáttaraukningar. Þá mun hátt vaxtastig og mikið framboð af nýju húsnæði að öllum líkind- um hægja á hækkun húsnæðis- verðs. Mikil velta á fasteignum NovaCast Technologies var í gær skráð í Kauphöllina í Stokkhólmi. Félagið er það sjötta sem skráð er á Nordic Exchange, aðallista OMX, á þessu ári. NovaCast Technologies þróar og markaðssetur vörur og hugbúnað fyrir ferli hjá framleiðendum bíla- iðnaðarins og undirverktökum þeirra, einkum málmsteypusmiðj- um og tækjaframleiðendum. Félag- ið var stofnað árið 1981 og er stað- sett í Soft Center í Rönneby í Suður-Svíþjóð. Nordic Exchange er sameiginleg þjónusta kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, Kauphallar Íslands og kauphall- anna í Tallinn, Ríga og Vilníus. Nýtt félag á aðallista OMX Fjárfestahóparnir CVC Capital Partners, Blackstone Group og TPG Capital, hættu í gær við að leggja fram yfirtökutilboð í bresku stórmarkaðakeðjuna Sainsbury. Tvísýnt hefur verið um kaupin um páskana þegar Sainsbury- fjölskyldan, sem fer með átján prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvörukeðju Bretlands, sagði það of lágt og myndi ekkert tilboð undir 600 pensum á hlut verða tekið til umfjöllunar. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á jafnvirði rúmra 1.300 milljarða íslenskra króna. Hefði það gengið í gegn hefði salan á Sainsbury verið stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi. Gengi bréfa í matvörukeðjunni hefur hríðfallið í vikunni vegna þessa og stóð í 522 pensum á hlut í gær. Baráttunni lokið í bili Fimmtudagur 12. apríl Kl. 14.00 Opið hús í Laugardalshöll. Afhending fundargagna til kl. 16.30. Kl. 16.00 Hljómsveitin Bardukha leikur létt lög í anddyri. Kristján Guðmundsson spilar á píanó í sal. Kl. 17.30 Setning fundarins. Diddú og Jóhann Friðgeir syngja ásamt Léttsveit Reykjavíkur. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu. Kl. 19.00 Kvöldverður fyrir konur á landsfundi á vegum Landssambands sjálfstæðiskvenna í Félagsheimili Seltirninga við Suðurströnd. Föstudagur 13. apríl Kl. 10.00 Framsaga um stjórnmálaályktun. Almennar umræður. Kjör stjórnmálanefndar. Kl. 11.00 Starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Andra Óttarssonar, um flokksstarfið. Umræður. Kl. 12.00 Sameiginlegir hádegisverðir landsfundarfulltrúa hvers kjördæmis. Kl. 14.15 Fyrirspurnatími ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Kl. 16.00 Fundir starfshópa. Kl. 20.00 Fundur Sambands ungra sjálfstæðismanna með ungu fólki á landsfundi í Þróttarheimilinu í Laugardal. Kl. 21.00 Opið hús fyrir landsfundarfulltrúa í Þróttarheimilinu. Laugardagur 14. apríl Kl. 9.30 Fundir starfshópa. Kl. 13.00 Skilafrestur framboða til miðstjórnar rennur út. Kl. 13.00 Afgreiðsla ályktana. Umræður. Kl. 19.30 Landsfundarhóf. Kvöldverður og dans á Broadway, Ármúla 9. Nýir tímar - á traustum grunni 37. landsfundur Sjálfstæðisflokksins Laugardalshöll 12.–15. apríl 2007 Sunnudagur 15. apríl Kl. 10.00 Afgreiðsla ályktana. Umræður. Kosning miðstjórnar. fgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 13.00 Kosning formanns. Kosning varaformanns. Kl. 14.00 Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins. Fundarslit. » Hægt er að fylgjast með landsfundinum á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. » Boðið er upp á barnagæslu. » Athygli er vakin á því að hægt er að senda fyrirspurnir til ráðherra á vef Sjálfstæðisflokksins www.xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.