Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 66
Það er jafnan hátíð í bæ þegar Vladimir Ashkenazy kemur hingað norður og stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í kvöld verður hann á hljómsveitarstjórapall- inum í bíósalnum á Melun- um og leiðir fornvini sína í sveitinni um hljómalendur þriggja verka. Hér á landi hefur hann ævinlega verið aufúsugestur. Árið 2002 þáði Vladimir Ashken- azy stöðu heiðursstjórnanda Sin- fóníuhljómsveitar Íslands (Cond- uctor Laureat). Sem slíkur kemur hann hingað til lands að minnsta kosti einu sinni á ári og stjórnar hljómsveitinni og að þessu sinni verður um tvenna tónleika að ræða. Þeir fyrri verða í Háskóla- bíói í kvöld, en þeir seinni á Ísa- firði á morgun í Íþróttahúsinu Torfunesi og hefjast þeir klukkan 19.00. Sama efnisskrá verður leik- in á báðum tónleikunum. Vladimir Ashkenazy hefur í hartnær hálfa öld verið í hópi fremstu hljóðfæraleikara heims- ins. Hann færir sig nú oftar og oftar á stjórnendapallinn og hróð- ur hans á þeim vettvangi eykst jafnt og þétt. Það var einmitt í Háskólabíói sem hann steig sín fyrstu spor sem stjórnandi. Þá átti hann að baki glæsilegan feril sem píanóleikari og verður vafalítið talinn í hópi þeirra bestu sem slík- ur á liðinni öld. Á efnisskrá tón- leikanna eru þrjú verk, Melúsína hin fagra eftir Felix Mendelssohn, Píanókonsert í a-moll eftir Robert Schumann og Symphony Fanta- stique eftir Hector Berlioz. Ein- leikari á tónleikunum er Güls- in Onay frá Tyrklandi sem hefur þótt túlka píanókonserta Chop- ins afbragðsvel og því fróðlegt að heyra hvaða höndum hún fer um tónsmíð Schumanns sem tón- skáldið samdi sérstaklega fyrir ástkonu sína og síðar eiginkonu, Klöru. Konsertinn var lengi í samningu, nær tíu ár, og er tal- inn einn sá ljóðrænasti sem sögur fara af og hefur verið áheyrend- um ómælanlegur gleðigjafi frá frumflutningi hans í Dresden árið 1845. Ludwig van Beethoven skrifaði aðeins eina óperu, Fídelíó, en það var ekki vegna þess að hvatning- una skorti frá vinum hans. Einn þeirra gekk meira að segja svo langt að skrifa fyrir hann óperu- texta um vatnadísina Melúsínu, sem fer á land dag einn og verður ástfangin af dauðlegum manni og byggir á sama minni og flökkusag- an íslenska um meyna í selshamn- um sem átti bæði börn á landi og börn í sjó. Beethoven samdi aldrei óperuna, en Mendelssohn hreifst af efninu og samdi forleik þar sem hann túlkar vatnadísina fögru á sinn einstaklega heillandi og litríka hátt. Draumórasinfónía hins hrif- næma Hectors Berlioz hefur löngum verið talin ein helsta tón- smíð rómantíska tímabilsins. For- saga hennar er mörkuð atvikum í einkalífi skáldsins: þar er að finna frægt stef sem kennt er við Dag reiðinnar - Dies Irae-stefið marg- fræga. Það eru þessi þrjú verk sem eru á efnisskránni í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir á Ísa- firði verða eins og áður sagði í Íþróttahúsinu á Torfunesi og hefj- ast þeir klukkan 19.00. Miðasala verður við innganginn. Nánast uppselt er á tónleikana í Háskóla- bíói í kvöld þegar þetta er ritað og þá er að sjá hvort þeir sem ekki fóru suður og enn eru á Ísafirði grípa ekki tækifærið og skella sér á Torfunesið og heyra meistarann stjórna bestu hljómsveit landsins. Kl. 17.00 Rússneskir dagar í Bókasafni Kópa- vogs í tilefni af fyrstu ferðum Spútn- iks út í geiminn. Sendiherra Rússa, hr. Viktor Ivanovitch Tatarintsev, heldur ávarp auk þess sem boðið verður upp á leikhús fyrir börnin og fræðslumynd og fyrirlestur um geim- ferðir. Allir velkomnir. Ævintýri draugahesta Skáldkonan Marie Gripe látin Sænska skáldkonan Marie Gripe er látin. Hún var áttatíu og þriggja ára og hafði átt við vanheilsu að stríða um nokk- urt skeið. Maria Gripe samdi bækur fyrir börn og unglinga og og átti að baki yfir þrjátíu sögur sem skópu henni ómælda virðingu í heimalandi hennar og víðar, en verk hennar voru þýdd á yfir tuttugu og fimm tungu- mál. Nokkrar þeirra voru kvik- myndaðar. Hér á landi komu út í þýð- ingum sögur hennar um Hugo, Jósefínu, og loks Hugo og Jósefínu, sögurnar um Elvis sem hún samdi með eiginmanni sínum, teiknaranum Harald Gripe, og hin makalausa saga um Sesselju Agnesi. Þá var í rík- isútvarpinu flutt leikrit hennar Torfdýfillinn flýgur á nóttinni. Hún var þekkt víða um lönd og hlaut H. C. Andersen verðlaunin 1974 fyrir framlag sitt til barna- bókmennta. Bóndi hennar, Har- ald Gripe, myndskreytti flestar bækur hennar en hann lést 1992. Ef lýsa á verkum hennar ein- kenndust þau af sterkri trú á rétt einstaklingsins til að skera sig úr og vera trúr sínum eig- inleikum. Hún var afar næm á sænskt samfélag og byggði verk sín gjarna á misbrestum þess í framferði gegn börnum og ungl- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.