Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 76
Franski rithöfundurinn Alain Robbe-Grillet er væntanlegur til landsins síðar í mánuðinum. Hann verður gestur frönsku menning- arhátíðarinnar Pourquoi pas? sem nú stendur yfir en skáldið mun halda fyrirlestur í Háskóla Íslands 20. apríl og síðan verður forsýning á kvikmynd Grillet dag- inn eftir þar sem hann mun ræða við áhorfendur um myndina. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og miðaldabókmenntum við Há- skóla Íslands, þekkir vel til skálds- ins Alain Robbe-Grillet og er ágæt- is vinur þeirra hjóna. „Robbe-Grill- et er eitt fremsta skáld Frakka og var einn af forvígsmönnum skálda- stefnunnar „nouveau roman“ eða „nýsögunnar,“ útskýrir Torfi. „Hann var talsmaður þessa hóps skálda í Frakklandi sem brutust fram á sjónarsviðið snemma á sjötta áratugnum og höfðu mikil áhrif á skáldsöguna. Og Grillet var fremsti maður í víglínunni þrátt fyrir að vera yngsti meðlimur- inn í hópnum,“ bætir prófessorinn við. „Markmið þeirra var fyrst og fremst að koma á sömu formbreyt- ingu í skáldsögunni og hafði orðið í ljóðlistinni skömmu áður,“ útskýr- ir Torfi. „Þetta þótti nýstárlegt og erfið lesning en átti líka að vera það enda er það sem er nýtt oft erf- itt,“ bætir Torfi við. Hann segir að þá hafi þeir orðið mjög frægir en lítið lesnir en í dag hafi dæmið snúist við.„Nú eru þeir ekki sömu frægðarpersónurnar en mikið lesnir og kennd- ir við alla stærstu há- skólana.“ Robbe Grillet og kona hans Catherine hafa verið áberandi í frönsku menningar- og þjóðlífi síðastliðna áratugi og þá ekki síst fyrir frjálslynt viðhorf sitt gagn- vart kynlífi og öllu sem því teng- ist. Hefur Catherine meðal ann- ars skrifað umdeildar greinar þar sem hún mælir fyrir lögleið- ingu vændis. „Jú, þau hafa lagt ákveðna rækt við frábrigði af venjulegri kynhegðun og það er mjög auðvelt að sjá hversu upp- tekinn Robbe-Grillet er af sam- bandi kynlífs og ofbeldis í verk- um sínum,“ útskýrir Torfi. Hann bætir því við að þetta sjáist ef til vill hvað best í þeim kvikmynd- um sem Robbe-Grillet hefur gert. Að mati Torfa er Robbe-Grillet reyndar jafnmikill frumherji í kvikmyndagerð og skáldsögunni. „Hann ætlar að sýna C’est Grad- iva qui vous appelle sem er nýj- asta verk hans og þar má glöggt sjá þetta samhengi kynlífs og of- beldis,“ útskýrir Torfi en þetta ku vera í fyrsta skipti sem mynd- in er sýnd fyrir utan kvikmynda- hátíðina í Feneyjum. „En hann er hins vegar algjörlega andsnúin því að fólk sé beitt ofbeldi held- ur segir að þetta séu sviðsetning- ar á valdbeitingu þar sem tveir þátttakendur taka þátt af fúsum og frjálsum vilja af því að þeir fá eitthvað út úr því,“ útskýrir Torfi. „Að mati Robbe-Grillet er það sem sumir kalla klám erótík í hans augum og svo öfugt.“ Hrifinn af sambandi kynlífs og ofbeldis Það er skammt stórra högga á milli í ástarmálum söngv- arans Justin Timberlake. Hann hefur verið orðaður við ófáar fegurðardísirn- ar síðan hann hætti með Cameron Diaz og er iðulega úti á lífinu. Síðasta stúlkan sem Justin Timberlake var orðaður við er leikkonan Jessica Biel. Í síðustu viku sást til þeirra í partíi á Mal- ibu þar sem þau kysstust og föðm- uðust fyrir allra augum. Þetta var á föstudaginn langa í afmælis- veislu sameiginlegs vinar þeirra. Justin og Jessica mættu saman til veislunn- ar hönd í hönd. „Ef Jessica stóð og talaði við vinkonur sínar kom Justin allt- af til hennar, kyssti hana á háls- inn og þau enduðu í innilegum faðmlögum,“ sagði heimildarmað- ur úr partíinu í viðtali við tíma- ritið US Weekly. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sögur af sam- bandi þeirra fara af stað. Skömmu eftir að Justin hætti með Camer- on Diaz sást til þeirra að daðra við hvort annað í partíi sem söngvar- inn Prince hélt eftir Óskarsverð- launahátíðina. Skömmu seinna fóru þau saman í skíðaferðalag. Justin og Jessica neituðu á þeim tíma að þau væru par. Eftir þetta skellti Justin sér á stefnumót með hinni sjóðheitu leikkonu Scarlett Johansson. Var strax talað um að þar færi heitasta parið í Hollywood. Á sama tíma fór Jessica Biel á nokkur stefnu- mót með leikaranum Ryan Reyn- olds, en þau léku saman í kvikmyndinni Blade: Trinity. Þessum sam- böndum tveimur lauk þó snögglega. Nú er Justin sem sagt aftur farinn að gera sér dælt við Jess- icu Biel en dram- atíkinni lýkur ekki alveg með því. Þau Ryan Reynolds og Scarlett Johans- son láta þetta nefnilega ekki ganga yfir sig. Sama kvöld og Justin og Jess- ica kysstust í afmælisveislu fóru þau Ryan og Scarlett á róm- antískan veitingastað í New York og létu mjög vel að hvort öðru. „Þau eru klárlega saman,“ sagði einn gestanna á veitingastaðnum. Þannig er nú lífið í henni Holly- wood. Katie Holmes mætti með dótt- ur sína Suri í kvikmyndaver í síð- ustu viku. Í kjölfarið ganga sögur um að hún og Tom Cruise hygg- ist láta dótturina birtast á hvíta tjaldinu innan tíðar. Katie mætti í Silvercup-stúdíóið þar sem marg- ar prufuupptökur eru gerðar. „Það er ekkert frágengið enn, meðan Katie var í prufum passaði barn- fóstra dótturina,“ sagði heimildar- maður New York Daily News. Dóttirin Suri verður eins árs í næstu viku. Suri á hvíta tjaldið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.