Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 76

Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 76
Franski rithöfundurinn Alain Robbe-Grillet er væntanlegur til landsins síðar í mánuðinum. Hann verður gestur frönsku menning- arhátíðarinnar Pourquoi pas? sem nú stendur yfir en skáldið mun halda fyrirlestur í Háskóla Íslands 20. apríl og síðan verður forsýning á kvikmynd Grillet dag- inn eftir þar sem hann mun ræða við áhorfendur um myndina. Torfi Tulinius, prófessor í frönsku og miðaldabókmenntum við Há- skóla Íslands, þekkir vel til skálds- ins Alain Robbe-Grillet og er ágæt- is vinur þeirra hjóna. „Robbe-Grill- et er eitt fremsta skáld Frakka og var einn af forvígsmönnum skálda- stefnunnar „nouveau roman“ eða „nýsögunnar,“ útskýrir Torfi. „Hann var talsmaður þessa hóps skálda í Frakklandi sem brutust fram á sjónarsviðið snemma á sjötta áratugnum og höfðu mikil áhrif á skáldsöguna. Og Grillet var fremsti maður í víglínunni þrátt fyrir að vera yngsti meðlimur- inn í hópnum,“ bætir prófessorinn við. „Markmið þeirra var fyrst og fremst að koma á sömu formbreyt- ingu í skáldsögunni og hafði orðið í ljóðlistinni skömmu áður,“ útskýr- ir Torfi. „Þetta þótti nýstárlegt og erfið lesning en átti líka að vera það enda er það sem er nýtt oft erf- itt,“ bætir Torfi við. Hann segir að þá hafi þeir orðið mjög frægir en lítið lesnir en í dag hafi dæmið snúist við.„Nú eru þeir ekki sömu frægðarpersónurnar en mikið lesnir og kennd- ir við alla stærstu há- skólana.“ Robbe Grillet og kona hans Catherine hafa verið áberandi í frönsku menningar- og þjóðlífi síðastliðna áratugi og þá ekki síst fyrir frjálslynt viðhorf sitt gagn- vart kynlífi og öllu sem því teng- ist. Hefur Catherine meðal ann- ars skrifað umdeildar greinar þar sem hún mælir fyrir lögleið- ingu vændis. „Jú, þau hafa lagt ákveðna rækt við frábrigði af venjulegri kynhegðun og það er mjög auðvelt að sjá hversu upp- tekinn Robbe-Grillet er af sam- bandi kynlífs og ofbeldis í verk- um sínum,“ útskýrir Torfi. Hann bætir því við að þetta sjáist ef til vill hvað best í þeim kvikmynd- um sem Robbe-Grillet hefur gert. Að mati Torfa er Robbe-Grillet reyndar jafnmikill frumherji í kvikmyndagerð og skáldsögunni. „Hann ætlar að sýna C’est Grad- iva qui vous appelle sem er nýj- asta verk hans og þar má glöggt sjá þetta samhengi kynlífs og of- beldis,“ útskýrir Torfi en þetta ku vera í fyrsta skipti sem mynd- in er sýnd fyrir utan kvikmynda- hátíðina í Feneyjum. „En hann er hins vegar algjörlega andsnúin því að fólk sé beitt ofbeldi held- ur segir að þetta séu sviðsetning- ar á valdbeitingu þar sem tveir þátttakendur taka þátt af fúsum og frjálsum vilja af því að þeir fá eitthvað út úr því,“ útskýrir Torfi. „Að mati Robbe-Grillet er það sem sumir kalla klám erótík í hans augum og svo öfugt.“ Hrifinn af sambandi kynlífs og ofbeldis Það er skammt stórra högga á milli í ástarmálum söngv- arans Justin Timberlake. Hann hefur verið orðaður við ófáar fegurðardísirn- ar síðan hann hætti með Cameron Diaz og er iðulega úti á lífinu. Síðasta stúlkan sem Justin Timberlake var orðaður við er leikkonan Jessica Biel. Í síðustu viku sást til þeirra í partíi á Mal- ibu þar sem þau kysstust og föðm- uðust fyrir allra augum. Þetta var á föstudaginn langa í afmælis- veislu sameiginlegs vinar þeirra. Justin og Jessica mættu saman til veislunn- ar hönd í hönd. „Ef Jessica stóð og talaði við vinkonur sínar kom Justin allt- af til hennar, kyssti hana á háls- inn og þau enduðu í innilegum faðmlögum,“ sagði heimildarmað- ur úr partíinu í viðtali við tíma- ritið US Weekly. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sögur af sam- bandi þeirra fara af stað. Skömmu eftir að Justin hætti með Camer- on Diaz sást til þeirra að daðra við hvort annað í partíi sem söngvar- inn Prince hélt eftir Óskarsverð- launahátíðina. Skömmu seinna fóru þau saman í skíðaferðalag. Justin og Jessica neituðu á þeim tíma að þau væru par. Eftir þetta skellti Justin sér á stefnumót með hinni sjóðheitu leikkonu Scarlett Johansson. Var strax talað um að þar færi heitasta parið í Hollywood. Á sama tíma fór Jessica Biel á nokkur stefnu- mót með leikaranum Ryan Reyn- olds, en þau léku saman í kvikmyndinni Blade: Trinity. Þessum sam- böndum tveimur lauk þó snögglega. Nú er Justin sem sagt aftur farinn að gera sér dælt við Jess- icu Biel en dram- atíkinni lýkur ekki alveg með því. Þau Ryan Reynolds og Scarlett Johans- son láta þetta nefnilega ekki ganga yfir sig. Sama kvöld og Justin og Jess- ica kysstust í afmælisveislu fóru þau Ryan og Scarlett á róm- antískan veitingastað í New York og létu mjög vel að hvort öðru. „Þau eru klárlega saman,“ sagði einn gestanna á veitingastaðnum. Þannig er nú lífið í henni Holly- wood. Katie Holmes mætti með dótt- ur sína Suri í kvikmyndaver í síð- ustu viku. Í kjölfarið ganga sögur um að hún og Tom Cruise hygg- ist láta dótturina birtast á hvíta tjaldinu innan tíðar. Katie mætti í Silvercup-stúdíóið þar sem marg- ar prufuupptökur eru gerðar. „Það er ekkert frágengið enn, meðan Katie var í prufum passaði barn- fóstra dótturina,“ sagði heimildar- maður New York Daily News. Dóttirin Suri verður eins árs í næstu viku. Suri á hvíta tjaldið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.