Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 72
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Háþrýsti-
þvottatæki
Úrvals háþrýstitæki á góðu verði.
Þeir sem elska stjörnumprýdd-
ar kvikmyndir ættu að fá sitthvað
fyrir sinn snúð um helgina. Kvik-
myndirnar Perfect Stranger og
The Good Shepherd eiga það báðar
sameiginlegt að skarta mörgum
af stærstu kvikmyndastjörnum
Hollywood um þessar mundir.
Reyndar jafnast engin þeirra
á við Robert De Niro, sem leik-
stýrir The Good Shepherd en hún
verður frumsýnd í Sambíóunum á
föstudaginn. Þetta er í annað skipt-
ið sem leikarinn sest í leikstjóra-
stólinn en hann gerði A Bronx Tale
fyrir meira en áratug. De Niro er
sjálfur vanur góðum leikstjórum
en hann var um tíma fyrsti leikar-
inn sem Martin Scorsese réð í kvik-
myndir sínar og eru þeir félagar
enn þann dag í dag góðir vinir. Um-
fjöllunarefnið gæti ekki verið ólík-
ara því í staðinn fyrir stræti New
York-borgar skyggnist De Niro
bak við tjöldin hjá CIA og skoð-
ar söguna bak við þessa umdeildu
leyniþjónustu. Matt Damon leik-
ur Edward Wilson sem er ráðinn
til OSS á tímum seinni heimstyrj-
aldarinnar en sú stofnun var for-
veri CIA. Fljótlega gerir hann sér
grein fyrir því að leynd og njósn-
ir eru stór hluti þess að tryggja
öryggi Bandaríkjanna. Starfið
heltekur fljótt Wilson sem stendur
frammi fyrir þeirri erfiðu spurn-
ingu hvort það sé þess virði að
fórna fjölskyldunni fyrir vinnuna.
The Good Shepherd hefur fengið
ágætis dóma en með Damon leika
þau Angelina Jolie og Alec Bald-
win stór hlutverk í myndinni.
The Perfect Stranger verð-
ur frumsýnd í kvikmyndahúsum
Senu á föstudaginn en hún segir
frá rannsóknarblaðakonunni Ro-
wenua Price sem rannsakar morð á
vinkonu sinni. Fljótlega kemst hún
að raun um að vinkonan tengist
hinum valdamikla forstjóra Harri-
son Hill. Price ákveður að dulbúast
og komast í tæri við Hill en kemst
fljótlega að raun um að hún er ekki
sú eina sem leikur tveimur skjöld-
um. Þau Bruce Willis og Halle
Berry leika aðalhlutverkið í þess-
ar erótísku spennumynd en Willis
er í óða önn að leggja lokahöndina
á fjórðu myndina um harðhausinn
John McClane.
Stjörnuhirðir
Að undanförnu hefur borið
töluvert á asískum áhrif-
um í hrollvekjum á hvíta
tjaldinu. Draumaverksmiðj-
an í Hollywood hefur ekki
aðeins lagt upp úr því að
endurgera asískar hryll-
ingsmyndir með misjöfnum
árangri heldur hafa leik-
stjórar og annað fagfólk
flutt sig milli álfa.
„Þessi bylgja af asískum hroll-
vekjum hefur haft mikil áhrif á
þá uppsveiflu sem almennt hefur
verið í framleiðslu á slíkum mynd-
um á undanförnum árum,“ segir
Úlfhildur Dagsdóttir, bókmennta-
fræðingur og sérleg áhugakona
um hrollvekjur. Hún staðsetur
upphaf þessarar bylgju við mynd-
ir Quentins Tarantino sem komu
asísku költi og neðanjarðarmenn-
ingu í tísku vestanhafs en á sama
tíma fóru vinsælir leikstjórar
frá Hong Kong að hasla sér völl í
Hollywood. „Á þeim tíma fóru að
koma fram asísk áhrif í banda-
rískum hasarmyndum. Gott dæmi
um samruna hrollvekju og hasar-
myndar að asískum sið er til dæmis
myndin Face/Off í leikstjórn Johns
Woo.“ Sem annað dæmi um blönd-
un asískra og vestrænna áhrifa á
hvíta tjaldinu nefnir hún mynd-
ina The Decent frá 2005 sem Bret-
inn Neil Marshall skrifaði og leik-
stýrði. „Þar voru til dæmis ein-
hverjir tónar sem minntu mig á
þessa tilfinningalegu undiröldu
sem oft einkennir asísku myndirn-
ar,“ útskýrir Úlfhildur.
Sem dæmi um velheppnaða
endurgerð nefnir hún síðan fyrstu
Ring-myndina frá 2002 sem gerð
var eftir japönsku myndinni
Ringu. Framhaldsmyndir hennar
eru að margra mati mun síðri en
fyrsta Ring-myndin og gildir það
einnig um myndina The Grudge
sem japanski leikstjórinn Tak-
ashi Shimizu skrifaði og endur-
gerði fyrir Bandaríkjamarkað
árið 2004. Hins vegar segist Úlf-
hildur ekki merkja asísk áhrif á
endurgerðum klassískra hroll-
vekja á borð við The Hills have
Eyes og The Texas Chainsaw
Massacre.
Úlfhildur segir mynd
bræðranna Oxide og Danny Pang,
Gin gwai (The Eye) eina áhuga-
verðustu hrollvekju síðari ára en
nú er unnið að bandarískri end-
urgerð hennar. Á morgun verður
frumsýnd hér á landi hryllings-
myndin The Messengers en hún
er fyrsta myndin sem tvíburarnir
gera á ensku eftir að leikstjórinn
Sam Raimi réð þá til liðs við fram-
leiðslufyrirtækið Ghost House og
lóðsaði þá til Bandaríkjanna.
Í myndinni segir frá fjöl-
skyldu sem flýr stórborgarlífið og
hyggst snúa sér að sólblómarækt
í Norður-Dakota. Unglingsstúlk-
an Jesse er ekki sátt við þá ráða-
gerð og þegar hljóður yngri bróð-
ir hennar Ben fer að sjá verur á
ferli á bænum er fjandinn laus.
Sendiboðar þessa ófagnaðar eða
draugagangs eru undarlegir fugl-
ar sem minna töluvert á krákur
Hitchcocks en eru reyndar tékk-
neskir hrafnar sem hafa komið við
fleiri sögur, til dæmis leikið í stór-
myndinni Cold Mountain.
Jesse þarf að eiga við drauga-
ganginn á bóndabænum sem
hefur undarlega asískt yfirbragð
og fljótt kemur í ljós að húsið á sér
hryllilega sögu. Fortíð dótturinn-
ar, sem á vissan hátt ber ábyrgð á
málleysi bróðurs síns kemur líka
upp á yfirborðið þegar henni geng-
ur illa að sannfæra foreldra sína
um þær hættur sem steðja að fjöl-
skyldunni. Í aðalhlutverkum eru
Dylan McDermott og Penelope
Ann Miller sem leika foreldrana
ólukkulegu og leikkonan unga
Kristen Stewart, sem þekkt er
fyrir hlutverk sitt í myndinni The
Panic Room, en hún þykir sýna
góða spretti í hlutverki angistar-
fullu unglingsstúlkunnar.
Pang-bræðurnir hafa fengið
misjafna dóma fyrir myndina en
hún þykir forvitnileg blanda af as-
ískum hryllingi í ofur-amerískri
umgjörð. Að þessu sinni láta þeir
sér nægja að sitja í leikstjórastól-
unum en þessir fjölhæfu menn eru
einnig handritshöfundar, fram-
leiðendur og klipparar í hjáverk-
um. Um þessar mundir vinna þeir
að spennumyndinni Time to Kill
með stórstjörnunni Nicolas Cage
og að handritsgerð bandarískr-
ar aðlögunar á The Eye sem móg-
úllinn Tom Cruise mun framleiða
ásamt félaga sínum Paul Wagner.
Leikstjórn hennar verður í hönd-
um tveggja næsta óþekktra leik-
stjóra, Frakkanna Davids Moreau
og Xaviers Palud.
Úlfhildur tekur undir að aðdá-
endur hrollvekja horfi mikið til
austurs og að aðstandendur kvik-
myndahúsa mættu gera meira af
því að sýna myndir þaðan en ekki
aðeins framleiðslu frá Bandaríkj-
unum. „Eins og margir hafa bent
á ríkir ákveðin einhæfni í kvik-
myndahúsum almennt sem er
næstum óskiljanleg miðað við vin-
sældir kvikmyndahátíða,“ segir
Úlfhildur og áréttar að hún væri
einnig til í að sjá fleiri myndir frá
Suður-Ameríku en þarlendir leik-
stjórar hafa einnig verið að gera
mjög eftirtektarverða hluti að
undanförnu.
Áhugafólk um hryllingsmynd-
ir lætur þó varla nýjustu Pang-
myndina fram hjá sér fara og ekki
spillir að á morgun er föstudagur-
inn þrettándi og því viðeigandi að
láta hræða úr sér líftóruna.
Málhalt ofurkvendi og dvergur