Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 12.04.2007, Qupperneq 72
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Háþrýsti- þvottatæki Úrvals háþrýstitæki á góðu verði. Þeir sem elska stjörnumprýdd- ar kvikmyndir ættu að fá sitthvað fyrir sinn snúð um helgina. Kvik- myndirnar Perfect Stranger og The Good Shepherd eiga það báðar sameiginlegt að skarta mörgum af stærstu kvikmyndastjörnum Hollywood um þessar mundir. Reyndar jafnast engin þeirra á við Robert De Niro, sem leik- stýrir The Good Shepherd en hún verður frumsýnd í Sambíóunum á föstudaginn. Þetta er í annað skipt- ið sem leikarinn sest í leikstjóra- stólinn en hann gerði A Bronx Tale fyrir meira en áratug. De Niro er sjálfur vanur góðum leikstjórum en hann var um tíma fyrsti leikar- inn sem Martin Scorsese réð í kvik- myndir sínar og eru þeir félagar enn þann dag í dag góðir vinir. Um- fjöllunarefnið gæti ekki verið ólík- ara því í staðinn fyrir stræti New York-borgar skyggnist De Niro bak við tjöldin hjá CIA og skoð- ar söguna bak við þessa umdeildu leyniþjónustu. Matt Damon leik- ur Edward Wilson sem er ráðinn til OSS á tímum seinni heimstyrj- aldarinnar en sú stofnun var for- veri CIA. Fljótlega gerir hann sér grein fyrir því að leynd og njósn- ir eru stór hluti þess að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Starfið heltekur fljótt Wilson sem stendur frammi fyrir þeirri erfiðu spurn- ingu hvort það sé þess virði að fórna fjölskyldunni fyrir vinnuna. The Good Shepherd hefur fengið ágætis dóma en með Damon leika þau Angelina Jolie og Alec Bald- win stór hlutverk í myndinni. The Perfect Stranger verð- ur frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á föstudaginn en hún segir frá rannsóknarblaðakonunni Ro- wenua Price sem rannsakar morð á vinkonu sinni. Fljótlega kemst hún að raun um að vinkonan tengist hinum valdamikla forstjóra Harri- son Hill. Price ákveður að dulbúast og komast í tæri við Hill en kemst fljótlega að raun um að hún er ekki sú eina sem leikur tveimur skjöld- um. Þau Bruce Willis og Halle Berry leika aðalhlutverkið í þess- ar erótísku spennumynd en Willis er í óða önn að leggja lokahöndina á fjórðu myndina um harðhausinn John McClane. Stjörnuhirðir Að undanförnu hefur borið töluvert á asískum áhrif- um í hrollvekjum á hvíta tjaldinu. Draumaverksmiðj- an í Hollywood hefur ekki aðeins lagt upp úr því að endurgera asískar hryll- ingsmyndir með misjöfnum árangri heldur hafa leik- stjórar og annað fagfólk flutt sig milli álfa. „Þessi bylgja af asískum hroll- vekjum hefur haft mikil áhrif á þá uppsveiflu sem almennt hefur verið í framleiðslu á slíkum mynd- um á undanförnum árum,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir, bókmennta- fræðingur og sérleg áhugakona um hrollvekjur. Hún staðsetur upphaf þessarar bylgju við mynd- ir Quentins Tarantino sem komu asísku költi og neðanjarðarmenn- ingu í tísku vestanhafs en á sama tíma fóru vinsælir leikstjórar frá Hong Kong að hasla sér völl í Hollywood. „Á þeim tíma fóru að koma fram asísk áhrif í banda- rískum hasarmyndum. Gott dæmi um samruna hrollvekju og hasar- myndar að asískum sið er til dæmis myndin Face/Off í leikstjórn Johns Woo.“ Sem annað dæmi um blönd- un asískra og vestrænna áhrifa á hvíta tjaldinu nefnir hún mynd- ina The Decent frá 2005 sem Bret- inn Neil Marshall skrifaði og leik- stýrði. „Þar voru til dæmis ein- hverjir tónar sem minntu mig á þessa tilfinningalegu undiröldu sem oft einkennir asísku myndirn- ar,“ útskýrir Úlfhildur. Sem dæmi um velheppnaða endurgerð nefnir hún síðan fyrstu Ring-myndina frá 2002 sem gerð var eftir japönsku myndinni Ringu. Framhaldsmyndir hennar eru að margra mati mun síðri en fyrsta Ring-myndin og gildir það einnig um myndina The Grudge sem japanski leikstjórinn Tak- ashi Shimizu skrifaði og endur- gerði fyrir Bandaríkjamarkað árið 2004. Hins vegar segist Úlf- hildur ekki merkja asísk áhrif á endurgerðum klassískra hroll- vekja á borð við The Hills have Eyes og The Texas Chainsaw Massacre. Úlfhildur segir mynd bræðranna Oxide og Danny Pang, Gin gwai (The Eye) eina áhuga- verðustu hrollvekju síðari ára en nú er unnið að bandarískri end- urgerð hennar. Á morgun verður frumsýnd hér á landi hryllings- myndin The Messengers en hún er fyrsta myndin sem tvíburarnir gera á ensku eftir að leikstjórinn Sam Raimi réð þá til liðs við fram- leiðslufyrirtækið Ghost House og lóðsaði þá til Bandaríkjanna. Í myndinni segir frá fjöl- skyldu sem flýr stórborgarlífið og hyggst snúa sér að sólblómarækt í Norður-Dakota. Unglingsstúlk- an Jesse er ekki sátt við þá ráða- gerð og þegar hljóður yngri bróð- ir hennar Ben fer að sjá verur á ferli á bænum er fjandinn laus. Sendiboðar þessa ófagnaðar eða draugagangs eru undarlegir fugl- ar sem minna töluvert á krákur Hitchcocks en eru reyndar tékk- neskir hrafnar sem hafa komið við fleiri sögur, til dæmis leikið í stór- myndinni Cold Mountain. Jesse þarf að eiga við drauga- ganginn á bóndabænum sem hefur undarlega asískt yfirbragð og fljótt kemur í ljós að húsið á sér hryllilega sögu. Fortíð dótturinn- ar, sem á vissan hátt ber ábyrgð á málleysi bróðurs síns kemur líka upp á yfirborðið þegar henni geng- ur illa að sannfæra foreldra sína um þær hættur sem steðja að fjöl- skyldunni. Í aðalhlutverkum eru Dylan McDermott og Penelope Ann Miller sem leika foreldrana ólukkulegu og leikkonan unga Kristen Stewart, sem þekkt er fyrir hlutverk sitt í myndinni The Panic Room, en hún þykir sýna góða spretti í hlutverki angistar- fullu unglingsstúlkunnar. Pang-bræðurnir hafa fengið misjafna dóma fyrir myndina en hún þykir forvitnileg blanda af as- ískum hryllingi í ofur-amerískri umgjörð. Að þessu sinni láta þeir sér nægja að sitja í leikstjórastól- unum en þessir fjölhæfu menn eru einnig handritshöfundar, fram- leiðendur og klipparar í hjáverk- um. Um þessar mundir vinna þeir að spennumyndinni Time to Kill með stórstjörnunni Nicolas Cage og að handritsgerð bandarískr- ar aðlögunar á The Eye sem móg- úllinn Tom Cruise mun framleiða ásamt félaga sínum Paul Wagner. Leikstjórn hennar verður í hönd- um tveggja næsta óþekktra leik- stjóra, Frakkanna Davids Moreau og Xaviers Palud. Úlfhildur tekur undir að aðdá- endur hrollvekja horfi mikið til austurs og að aðstandendur kvik- myndahúsa mættu gera meira af því að sýna myndir þaðan en ekki aðeins framleiðslu frá Bandaríkj- unum. „Eins og margir hafa bent á ríkir ákveðin einhæfni í kvik- myndahúsum almennt sem er næstum óskiljanleg miðað við vin- sældir kvikmyndahátíða,“ segir Úlfhildur og áréttar að hún væri einnig til í að sjá fleiri myndir frá Suður-Ameríku en þarlendir leik- stjórar hafa einnig verið að gera mjög eftirtektarverða hluti að undanförnu. Áhugafólk um hryllingsmynd- ir lætur þó varla nýjustu Pang- myndina fram hjá sér fara og ekki spillir að á morgun er föstudagur- inn þrettándi og því viðeigandi að láta hræða úr sér líftóruna. Málhalt ofurkvendi og dvergur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.