Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 50
12. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR
Í garðyrkjubransanum eru Bob-
cat-vinnuvélar, eða svokallað-
ir Bobbar, mikilvæg tól til að
auka afköst. Bobcat-vélar draga
nafn sitt af norður-amerískum
villiketti og eiga það sameigin-
legt með því dýri að vera sterk-
ar, liprar og snöggar. John Boyce
frá Írlandi hefur kynnst þessum
vélum í sinni vinnu.
„Bobbinn er líklega einfald-
asta nútíma farartækið sem
maður getur stýrt. Maður þarf
bara að læra á afturábak- og
áframpedalana til að keyra um.
Það besta er samt drifið; fram-
og afturdekk snúast jafnt hvort
á sinni hliðinni, sem gerir vélinni
kleift að snúa sér á staðnum,“
segir John, sem lenti í garðyrkju-
bransanum af því honum leiddist
kennsla og lág laun. En er ekki
kalt að vinna úti í íslenskri vetr-
arveðráttu? „Vissulega, en Bobb-
inn er huggun harmi gegn. Hann
veitir manni skjól gegn veðrum
og vindum. Stýrishúsinu getur
maður lokað á öllum hliðum og
hitinn frá dísilvélinni er nægur
til að hita upp þetta litla rými.
Þar sem við eigum bara þennan
eina úr sér gengna Bobba, getur
stundum komið upp ágreining-
ur á milli mín og samstarfsfélag-
anna í sérstaklega vondum veðr-
um,“ segir John og lítur sposk-
ur til vinnufélaga sinna. „En við
erum nógu þroskaðir til að glíma
ekki um þetta líkamlega, lend-
um í mesta lagi í orðaskaki. Ég
er ekki frá því að það að stjórna
þessari Bobcat-vél höfði til djúp-
stæðrar þarfar karlmannsins til
að sigrast jafnvel á hinum frum-
stæðustu iðnaðarvélum. Ann-
ars viðurkenni ég að Biggi fé-
lagi minn hérna er langbestur,
maður getur ekki annað en dáðst
að því hvernig hann til dæmis
sléttir fullkomlega úr sandhrúgu
með þessu klunnalega apparati.
Enda er hann líka kallaður Biggi
Bobbi.“ - nrg
Meðhjálpari
garðyrkjumannsins
John Boyce líkar vel að vinna í Bobcat þegar kalt er í veðri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hafðu samband við söludeild véla & tækja að Malarhöfða 10
í síma 440 0540 og aflaðu þér upplýsinga.
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði