Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 59
Akkur, Styrktar- og menningarsjóður vél- stjóra og vélfræðinga, út- hlutaði hinn 24. mars sl. á sjöundu milljón króna til ýmissa verkefna. Akkur var stofnaður 7. október 2006 og er stofnfé hans, um 170 milljónir króna, fengið með sölu stofnbréfa í Sparisjóði vél- stjóra. Gert er ráð fyrir að í fram- tíðinni hafi sjóðurinn um 8 milljónir króna til úthlutunar ár hvert miðað við núverandi ársávöxtun. Sjóðurinn er nú í eigu VM, Fé- lags vélstjóra og málmtæknimanna og er markmið og verkefni sjóðsins að styrkja m.a. rannsóknir og annað sem kemur vélstjórum og vélfræð- ingum til góða við nám og störf, til lands og sjávar auk þess að styrkja brautryðjenda- og þróunarstarf sem hefur samfélagslegt gildi sem og menningarstarfsemi og listsköp- un. Þegar Sparisjóður vélstjóra var stofnaður árið 1961 var hann fyrstu árin til húsa í húsnæði Vél- stjórafélags Íslands að Bárugötu 11 í Reykjavík og naut þá starfskrafta félagsins. Fyrir þetta hlutverk fékk Vélstjórafélagið til eignar 51 stofn- bréf í sjóðnum sem síðar fjölgaði í 102 við fjölgun bréfanna. Öllum sem tóku þátt í stofnun sparisjóðs eða gerðust stofnfélagar var ljóst að þeir áttu ekki sparisjóðinn um- fram það stofnfé sem þeir lögðu fram til að koma sjóðnum á laggirn- ar. Aldrei stóð til að menn högnuð- ust á þátttöku sinni umfram þann arð sem framlag þeirra skilaði og að þeir ættu það uppreiknað ef til slita á sjóðnum kæmi. En tímarnir breytast og þegar stofnbréfin í sparisjóðunum urðu að markaðsvöru seldi félagið 101 bréf sem það fékk um 185 milljónir fyrir. Sú upphæð sem taldist umfram uppfært verð stofnbréfanna var talið án eiganda og því töldu for- svarsmenn Vélstjórafélags- ins að skila bæri því aftur til samfélagsins. Stjórn Vél- stjórafélags Íslands (nú VM, Félag vélstjóra og málm- tæknimanna) ákvað því að láta þessa fjármuni renna í sjóð sem styrkir ýmis þjóðþrifa- mál og verkefni með samfélagslegt gildi. Fyrstu úthlutun úr sjóðnum er nú lokið. Alls bárust 16 umsóknir, samtals upp á tæpar tuttugu og tvær milljónir. Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru margvísleg. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni eru Iðntæknistofnun fyrir þekking- armiðlun á alhliða framleiðnistýrðu viðhaldi, Ívar Valbergsson, vél- fræðingur og framhaldsskólakenn- ari til námsefnisgerðar fyrir fram- haldsskóla í tæknileikni/tæknilæsi, Atli Viðar Bragason, sálfræðingur, til að kanna starfsánægju og starfs- streitu vélstjóra á stærri togskipum, Fjöltækniskóli Íslands til þróunar náms í viðhaldsstjórnun, þjóðhátta- deild Þjóðminjasafns Íslands til að taka upplýsingaviðtöl við stál- og tréskipasmiði, Halaleikhópurinn til reksturs áhugaleikhúss fatlaðra og ófatlaðra og Gjóla ehf. kvikmynda- gerð til að ljúka gerð fræðslumynd- ar um smíði súðbyrðings. Því er ekki að neita að sjóðs- stjórnin hefði gjarnan viljað sjá fleiri umsóknir til metnaðarfullra rannsókna- og nýsköpunarverk- efna en sjóðurinn er nýr og líður sennilega fyrir það. Það er von okkar, stjórnarmanna, að fleiri og enn metnaðarfyllri umsóknir berist sjóðnum að ári liðnu. Höfundur er stjórnarformaður Akks. Fé án eigenda skilað til samfélagsins Ég hef nokkrum sinnum séð blaðamenn vitna í skólastjóra Verzlunarskóla Íslands að undanförnu. Þar segir hann að sig hafi lengi grunað að grunnskólanem- endur hafi of lítið að gera og þá sérstaklega í 8.-10. bekk. Í þessum orðum hans liggur sú stað- hæfing að það geri ekkert til að stytta grunnskólann. Þetta er auðvitað snjallt her- bragð, því menntamálaráðherra var nokkuð ákveðinn í því að stytta framhaldsnám og það átti að gera með því að fækka árum framhalds- skólans úr fjórum í þrjú. Ég dáist því að sumu leyti að herbragð- inu, en er því miður ekki sammála honum. Það hefur alltaf verið svo að einstaka dugnaðarforkar geta afkastað miklu meiru en aðrir. Við í grunnskólanum eigum að sinna öllum og megum því ekki keyra á hinu hundraðinu og skilja meiri- hluta nemenda eftir. Það hefur því verið komið til móts við duglegustu nemendurna á þann snjalla hátt að þeir geta sótt um að taka sam- ræmdu prófin við lok 9. bekkjar. Sú leið er í raun miklu betri en það að höggva 10. bekk ofan af. Engum dettur í hug að allir í Verzló viti jafnmikið og þeir snillingar, sem eru fyrir þeirra hönd í spurninga- keppninni, því ef svo væri mætti nú sleppa að kenna ýmislegt á þeim bæ og jafnvel ganga svo langt að spyrja hvort það mætti ekki bara stytta námið niður í 2 ár. Oft er fróðlegt að taka hlutina frá nýju sjónarhorni, ef það mætti verða til þess að menn skildu þá betur, og því ætla ég að skella mér í að ræða húsabyggingar. Nýverið var selt hús í miðbænum fyrir 600 milljón- ir. Fréttamenn fóru með myndavélar um húsið og dásömuðu það á alla vegu. Enginn minntist þó á þann hluta sem er mikilvægast- ur fyrir húsið, en það er grunnurinn. Á sínum tíma voru þarna verkamenn með skóflur og haka og oft hafa þeir rétt úr aumu bakinu og spurt hvort þeir væru virkilega ekki komnir nógu djúpt, nú mætti bara sturta grús í holuna og byrja að byggja. Jafnóðum fengu þeir það svar að þeir væru ekki komnir niður á fast og enginn kysi að húsið tæki fljót- lega að skekkjast svo mjög að það yrði einskis nýtt á stuttum tíma. Jafnframt er ekki ósennilegt að Thor gamli Thors hafi sagt þeim á góðri dönsku: Víst skal það vanda, sem vel á að standa. – Det er ikke dybt nok. Það er nákvæmlega sama sagan með grunnskólann. Hann er og verður undirstaða framhaldsskól- ans og því er svona álíka mikið vit að skera hann niður eins og að sleppa drenlögninni við húsið af því að hún fer hvort eð er í kaf og eng- inn sér hana. Hitt er svo annað að mér finnst metnaður nemenda vera minni í dag en oft áður og því kann svo að vera að kennarar við fram- haldsskólana telji að við séum farn- ir að slappa af á grunnskólastiginu. Svo er alls ekki, en því miður vinnst manni hægar, þegar skortur er á metnaði og mörgum grunnskóla- kennurum finnst sífellt erfiðara að halda uppi aga til að hafa vinnufrið. Það er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessari þróun, en eftir sem áður reynum við allt sem við getum til að byggja góðan og traust- an grunn fyrir framhaldið. Höfundur er dönskukennari í Rimaskóla. Er ekkert að gera í grunnskólunum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.