Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 46
 12. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið verk að vinna Þóroddur Már Árnason hefur um nokkurt skeið safnað heimildum um sögu vinnu- véla á Íslandi. Hann segir áhuga sinn hafa kviknað þegar hann sá jarðýtu í fyrsta sinn um miðja síðustu öld og síðan þá hafi vinnuvélar og landbúnaðartæki verið eitt af hans helstu áhugamálum. „Ég fékk áhuga á vinnuvélum ungur að árum. Það var þegar ég sá jarð- ýtu í fyrsta skipti. Það var stórkost- legt að sjá þær og heyra skröltið í glansandi beltunum. Þetta hefur verið upp úr 1950 og síðan þá hef ég haft mikinn áhuga á vinnuvél- um og gömlum bílum,“ segir Þór- oddur Már Árnason, sem hefur um nokkurt skeið safnað heimildum um vinnuvélar hér á landi. „17 ára gamall var ég farinn að vinna á gröfu og síðan á jarð- ýtu og var meðal annarra verkefna að vinna við lagningu vatnsveitu í Borgarfirði. Ég fór svo suður þegar ég var 19 ára og fór að læra vélvirkj- un og var í því í 40 ár. Ég hef alla tíð haft áhuga á vinnuvélum og þá sér- staklega landbúnaðartækjum.“ Þóroddur segir skráningarvinn- una hafa undið upp á sig með árun- um. „Bróðir minn s em nú er látinn safnaði gömlum dráttarvélum og ég var með honum í því og í fram- haldi af því fór ég að safna heim- ildum um elstu traktorana sem komu hingað til lands í kringum 1930. Þetta varð svo að áhugamáli og ég hef safnað saman nokkrum fróðleik um sögu landbúnaðar- og vinnuvéla hér á landi. Það er þó ef- laust margt sem maður á eftir að komast að. Ég hef talað við fjölda manna sem margir hverjir eru fallnir frá og heyrt margar sögur af vélum. Þá hef ég lesið mér til í ýmiss konar ritum og skoðað töluvert af gömlum innflutnings- skrám. Þá skrifaði Árni G. Ey- lands mikið um landbúnaðartækni. Bækur hans Búvélar og Ræktun sem út kom 1950 og Skurðgröf- ur Vélasjóðs eru mikil fróðleikur um þessi efni, þessi rit hans hafa komið að góðum notum.“ Þóroddur segist hafa lítinn áhuga á nýjum vélum, hans áhugi sé frekar á sögunni og gömlu vél- unum. „Þessar gömlu vélar voru geysileg bylting á sínum tíma. Fólk var að kynnast alveg nýjum vinnubrögðum um 1930 þegar fyrstu vélarnar voru að koma. Þetta olli byltingu í bæði land- búnaði og vegagerð svo eitthvað sé nefnt. Á stríðsárunum var líka mikill uppgangur og mikið var eftir af vélum eftir stríð.“ Þóroddur segist ekki hafa ákveðið hvernig hann muni koma þessari söguskoðun sinni á fram- færi en hann útilokar ekki að af- raksturinn gæti komið út á bók. hnefill@frettabladid.is Margar gamlar vélar eiga sér merka sögu Þessa mynd tók Ásgeir Long í Krýsuvík sumarið 1955 af Oliver 80 Standard dráttarvél, árgerð1947. Hún var þá sú stærsta og öfl- ugasta, tvö og hálft tonn að þyngd og 38 hestöfl. Á vélinni eru ein af fyrstu moksturstækjunum sem til landsins komu árið 1947. Yuchai Mest seldu smá-beltagröfur á íslandi 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.