Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 46

Fréttablaðið - 12.04.2007, Page 46
 12. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið verk að vinna Þóroddur Már Árnason hefur um nokkurt skeið safnað heimildum um sögu vinnu- véla á Íslandi. Hann segir áhuga sinn hafa kviknað þegar hann sá jarðýtu í fyrsta sinn um miðja síðustu öld og síðan þá hafi vinnuvélar og landbúnaðartæki verið eitt af hans helstu áhugamálum. „Ég fékk áhuga á vinnuvélum ungur að árum. Það var þegar ég sá jarð- ýtu í fyrsta skipti. Það var stórkost- legt að sjá þær og heyra skröltið í glansandi beltunum. Þetta hefur verið upp úr 1950 og síðan þá hef ég haft mikinn áhuga á vinnuvél- um og gömlum bílum,“ segir Þór- oddur Már Árnason, sem hefur um nokkurt skeið safnað heimildum um vinnuvélar hér á landi. „17 ára gamall var ég farinn að vinna á gröfu og síðan á jarð- ýtu og var meðal annarra verkefna að vinna við lagningu vatnsveitu í Borgarfirði. Ég fór svo suður þegar ég var 19 ára og fór að læra vélvirkj- un og var í því í 40 ár. Ég hef alla tíð haft áhuga á vinnuvélum og þá sér- staklega landbúnaðartækjum.“ Þóroddur segir skráningarvinn- una hafa undið upp á sig með árun- um. „Bróðir minn s em nú er látinn safnaði gömlum dráttarvélum og ég var með honum í því og í fram- haldi af því fór ég að safna heim- ildum um elstu traktorana sem komu hingað til lands í kringum 1930. Þetta varð svo að áhugamáli og ég hef safnað saman nokkrum fróðleik um sögu landbúnaðar- og vinnuvéla hér á landi. Það er þó ef- laust margt sem maður á eftir að komast að. Ég hef talað við fjölda manna sem margir hverjir eru fallnir frá og heyrt margar sögur af vélum. Þá hef ég lesið mér til í ýmiss konar ritum og skoðað töluvert af gömlum innflutnings- skrám. Þá skrifaði Árni G. Ey- lands mikið um landbúnaðartækni. Bækur hans Búvélar og Ræktun sem út kom 1950 og Skurðgröf- ur Vélasjóðs eru mikil fróðleikur um þessi efni, þessi rit hans hafa komið að góðum notum.“ Þóroddur segist hafa lítinn áhuga á nýjum vélum, hans áhugi sé frekar á sögunni og gömlu vél- unum. „Þessar gömlu vélar voru geysileg bylting á sínum tíma. Fólk var að kynnast alveg nýjum vinnubrögðum um 1930 þegar fyrstu vélarnar voru að koma. Þetta olli byltingu í bæði land- búnaði og vegagerð svo eitthvað sé nefnt. Á stríðsárunum var líka mikill uppgangur og mikið var eftir af vélum eftir stríð.“ Þóroddur segist ekki hafa ákveðið hvernig hann muni koma þessari söguskoðun sinni á fram- færi en hann útilokar ekki að af- raksturinn gæti komið út á bók. hnefill@frettabladid.is Margar gamlar vélar eiga sér merka sögu Þessa mynd tók Ásgeir Long í Krýsuvík sumarið 1955 af Oliver 80 Standard dráttarvél, árgerð1947. Hún var þá sú stærsta og öfl- ugasta, tvö og hálft tonn að þyngd og 38 hestöfl. Á vélinni eru ein af fyrstu moksturstækjunum sem til landsins komu árið 1947. Yuchai Mest seldu smá-beltagröfur á íslandi 2006

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.