Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 10
Eystri landsréttur í Danmörku vísaði á miðviku- dag frá máli gegn Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, sem félagsskapurinn Grundlovskomit- een („Stjórnar- skrárnefndin“) átti frumkvæði að. Lögsókn- in byggðist á því að forsætisráð- herrann og rík- isstjórnin hefðu leitt þjóðina út í ólöglegt stríð í Írak, með virkri þátttöku danskra hermanna án umboðs frá Sameinuðu þjóðunum. Málinu var vísað frá á þeirri forsendu að ákvörðunin um þátt- töku í innrásinni í Írak snerti ekki ákærendurna 26 meira en aðra al- menna borgara í landinu. Forsvarsmenn ákærendahóps- ins segjast munu áfrýja úrskurð- inum til hæstaréttar, að því er segir á fréttavef Politiken. Máli gegn Fogh vísað frá dómi Mál ákæruvaldsins gegn Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykja- víkur, verður tekið fyrir í Hæsta- rétti 20. apríl næstkomandi. Jónas var dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi 6. júní í fyrra og því hefur meðferð málsins fyrir dómi tekið nokkurn tíma. Það er þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var dæmdur fyrir að stýra skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis á Skarfasker á Viðeyjarsundi í september 2005 með þeim afleiðingum að Matthild- ur Harðardóttir og Friðrik Á. Her- mannsson létu lífið. Jónas og kona hans slösuðust illa en tíu ára gamall sonur þeirra slapp ómeiddur. Jónas hélt því fram fyrir dómi að Matthildur hefði verið við stýr- ið þegar slysið varð. Héraðsdómur hafnaði því alfarið og sagði Jónas hafa „gert sig sekan um það óskap- lega tiltæki“ að ljúga því upp á látna konu að hafa stýrt bátnum. Taldi dómurinn óyggjandi sannanir sýna fram á að enginn annar hefði getað stýrt bátnum er slysið varð. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hafa eignir Jónasar, meðal annars fyrrnefndur skemmti- bátur, verið kyrrsettar. Jónasi var gert að greiða aðstandendum Matt- hildar og Friðriks um tíu milljónir króna í skaðabætur, en þeir kröfð- ust um tuttugu milljóna. Tekið fyrir í Hæstarétti 20. apríl Í tilefni af úrslitum í samkeppni um deiliskipulag og nýjar höfuðstöðvar Glitnis efnum við til sýningar á þeim fjörutíu og tveim tillögum sem bárust. Sýningin er í nýju stúkunni við Laugardalsvöllinn og stendur til 22. apríl. Komdu og kynntu þér vinningstillöguna auk annarra fjölbreyttra og skapandi hugmynda um deiliskipulag og höfuðstöðvar á Kirkjusandi. Opið: Virka daga kl. 16–19 Laugardag og sunnudag kl. 13–18 Sumardaginn fyrsta kl. 13–18 Sérstakur kynningarfundur fyrir íbúa hverfisins 23. apríl kl. 20. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 9 9 9 NÝTT DEILISKIPULAG OG HÖFUÐSTÖÐVAR – KOMDU OG SKOÐAÐU TILLÖGURNAR Rúmum milljarði króna hefur verið varið til minka- veiða á Íslandi á síðustu áratug- um. Fyrstu rannsóknir á stofn- stærð minksins hófust á vegum umhverfisráðuneytisins á þessu ári. Dýravistfræðingur segir þær nauðsynlegar til að hægt sé að minnka stofninn. Óskipulegar veiðar hafa verið stundaðar í sjö áratugi, lengst af á ábyrgð ríkis- ins, án upplýsinga um hvort veið- arnar hafi haft nokkur áhrif. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, telur að það fjármagn sem hefur verið varið til veiðanna sé í raun sóað almanna- fé, sérstaklega í ljósi þess að vís- bendingar séu um að minkastofn- inn hafi stækkað mikið á þeim tíma sem veiðar hafa verið stund- aðar. „Ég hef bent á að rannsókn- ir verði að vera til hliðsjónar til að meta árangur veiða en til þess þarf fjármagn. Til að fá fjármagn þarf skilning og hann hefur ekki verið til staðar.“ Guðmundur telur ekki mögulegt að útrýma mink úr nátt- úru Íslands. „En það er hægt að halda honum niðri svæðisbundið með miklu átaki. Það er mjög dýrt og aldrei má slaka á því þá stækk- ar stofninn um leið aftur.“ Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri umhverfisráðuneytisins, telur ekki að fjármagni til minka- veiða hafi verið sóað. „Á vissum svæðum hefur verið staðið þannig að málum að mink hefur verið hald- ið nær algjörlega niðri en veiðarn- ar hafa ekki tekist jafnvel alls stað- ar. Það má setja fram spurningar um hvernig hefur verið staðið að skipulaginu hjá sveitarfélögunum sem bera ábyrgð á framkvæmd- inni.“ Spurður hvort ekki hefði verið ástæða til að hefja rannsókn- ir fyrr og hvort fjármagni hefði verið betur varið í upplýsinga- öflun en veiðar segir Magnús að vissulega sé hægt að vera því sam- mála að hefja hefði átt rannsókn- ir fyrr. „En við erum að gera þetta núna og það ber að virða það.“ Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að árin 2007-2009 verði gerð tilraun til að útrýma mink á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð. Niðurstöður verkefnisins verða notaðar til að marka framtíðar- stefnu um minkaveiðar og stjórn þeirra. Áætlaður heildarkostnað- ur verkefnisins er um 160 millj- ónir króna. Undanfarin ár hefur kostnaður við minkaveiðar verið um fjörutíu milljónir á ári. Milljarði króna hefur verið varið til veiða á mink Ríki og sveitarfélög hafa varið rúmlega milljarði króna að núvirði til minkaveiða á undanförnum áratug- um. Dýravistfræðingur telur útilokað að eyða minknum. Stofninn hefur þrefaldast þrátt fyrir veiðarnar. Ég hef bent á að rann- sóknir verði að vera til hliðsjónar til að meta árangur veiða en til þess þarf fjármagn. Til að fá fjármagn þarf skilning og hann hefur ekki verið til staðar. Lögreglan á Suður- nesjum stöðvaði fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Skólavegi í Reykjanesbæ í gær. Hámarks- hraði í götunni er þrjátíu kílómetr- ar á klukkustund en sá sem hrað- ast ók var á 85 kílómetra hraða. Að sögn lögreglu hefur verið mikið um hraðakstur í götunni. Ökumenn virða ekki hámarks- hraða jafnvel þótt grunnskóli sé í næsta nágrenni. Ökumaðurinn sem ók á 85 kíló- metra hraða var sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða. Hann á von á því að missa prófið í þrjá mán- uði. Hinir þrír óku á fimmtíu til sextíu kílómetra hraða. Gefið í í grennd við skólann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.