Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 29

Fréttablaðið - 13.04.2007, Page 29
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Skemmtinefnd Lúðrasveitarinnar Svans hittist hálfsmánaðarlega til að skipu- leggja viðburði á vegum sveitarinnar. Þá er gælt við bragðlaukana í leiðinni. „Við erum nýbyrjuð að bjóða upp á eitt- hvað gott að borða á fundum. Þeirri ný- breytni var vel tekið enda erum við öll mikl- ir matgæðingar og vitum vel að það er erf- itt að funda á fastandi maga,“ segir Guðrún Björg Ingimundardóttir, ein skemmtinefnd- armanna. „Við skiptumst á að halda fund- ina og töfrum fram eitthvað gómsætt fyrir hvert annað.“ Þetta kvöld er Ástríður Pétursdóttir gest- gjafi og á borðum eru þýskar pylsur með karrítómatsósu. „Svanurinn hefur sterkar taugar til Þýskalands og alls þess sem land- ið hefur upp á að bjóða í mat, drykk og tón- listarlífi,“ segir hún og útskýrir það nánar. „Sveitin hefur þrisvar farið á alþjóðlegt lúðrasveitamót í Bad-Orb í S-Þýskalandi og tekið á móti þýskri lúðrasveit hingað til lands ásamt vinum sem hún hefur eignast á ferðum sínum úti. Nokkrir meðlimir henn- ar hafa einnig stundað nám í Þýskalandi og héldu um tíma úti Þýskalandsdeild Svans- ins, skipaðri útherjum sveitarinnar.“ Það er í nógu að snúast hjá Svaninum og skemmtinefndinni um þessar mundir því árlegir vortónleikar eru handan við horn- ið. Þeir verða haldnir í Neskirkju 21. apríl og að sögn skemmtinefndarfólks mun Svan- urinn þar sýna óþrjótandi spilagleði sína í verki. Góður matur er Svansins megin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.