Fréttablaðið - 13.04.2007, Blaðsíða 34
BLS. 2 | sirkus | 13. APRÍL 2007
Það vita það ekki allir en Halla
Vilhjálmsdóttir, kynnir í X-factor-
þáttunum, fór hreinlega á kostum í
öllum auglýsingahléum meðan á
þáttunum stóð. Halla þurfti að halda
uppi stemningunni í salnum á
meðan ekkert var að gerast og fórst
það afar vel úr hendi. Meðal þess
sem hún bauð upp á var að hún fór
bæði í splitt og spíkat fyrir áhorf-
endur eftir mikla hvatningu úr
salnum. Hún gerði þetta í fjórum
síðustu þáttunum við mikla lukku
áhorfenda.
Halla segir í samtali við Sirkus að
þetta væri ekki mikið mál fyrir hana.
„Ég hef verið liðamótalaus frá því að
ég var krakki og ég hafði það alltaf á
tilfinningunni að mamma hefði átt
mig með einhverju sirkusfríki. Hún
neitar því þó og ég trúi því. Það er
ekkert mál fyrir mig að fara í splitt
og spíkat svo framarlega sem
kjóllinn er nógu víður og ég er í
nærbuxum,“ segir Halla og hlær.
Halla fór í splitt og spíkat í X-faktor
LIÐUG Eins og sjá má á þessari mynd átti Halla Vilhjálms ekki í neinum vandræðum
með að skella sér í spíkat fyrir áhorfendur á úrslitakvöldinu síðastliðinn föstudag.
SIRKUSMYND/ANTON
Heyrst hefur
Heiðrún Lind komin
í fang Halla
Sjálfstæðiskonan Heiðrún Lind
Marteinsdóttir, sem það helst hefur
unnið sér til frægðar að vera kosninga-
stjóri Gísla Marteins Baldurssonar í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 2006, er komin
með nýjan mann upp á arminn. Sá er
enginn annar en Halli Hansen sem er
þekktastur fyrir það í seinni tíð að hafa
staðið fyrir innrás írskra offitusjúklinga í
Hvammsvík síðasta sumar.
Eigandi Eyktar byggir
sumarhöll
Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður
og eigandi byggingaverktakafyrirtækis-
ins Eyktar, stendur nú í stórræðum við
að byggja sér veglega sumarhöll í
Grímsnesi. Höllin, sem er rúmir 300
fermetrar að stærð, er á besta stað í
Grímsnesinu, steinsnar frá Kiðjabergs-
velli, hinum glæsilega 18 holu golfvelli,
sem verður vinsælli með hverju árinu.
Meðal þeirra sem hafa keypt sér bústað
í landi Kiðjabergs undanfarið er
lögmaðurinn Steinar Þór Guðgeirsson,
sem er framkvæmdastjóri Lögfræðistofu
Reykjavíkur.
100.000 atkvæði í X-factor
Alls greiddu 100 þúsund manns atkvæði
í símakosningunni í úrslitaþætti X-factors
síðastliðið föstudagskvöld. Færeyingur-
inn Jógvan Hansen fór með sigur af
hólmi með rétt rúm 70 þúsund atkvæði
en Hara-systurnar úr Hveragerði fengu
um 30 þúsund atkvæði. Að sögn Pálma
Guðmundssonar, sjónvarpsstjóra
Stöðvar 2, er þetta með því mesta sem
sést hefur í símakosningu
hjá stöðinni sem sýndi þrjár
þáttaraðir af Idol áður en
X-factor fór í loftið. Til
samanburðar gaf RÚV upp
að 150 þúsund manns
hefðu kosið í
símakosningu á
lokakvöldi Eurovision
fyrir skömmu.
LIÐAMÓTALAUS Halla fer í
splitt eins og að drekka vatn.
SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR
„Jú, það er rétt. Ég þarf meira pláss en
aðrir,“ segir Guðjón Arnar Kristjáns-
son, formaður Frjálslynda flokksins,
spurður um þá staðreynd að hann
þurfti breiðari stól en aðrir formenn
stjórnmálaflokkanna þegar leið-
togarnir mættu saman í Kastljósi
RÚV á mánudaginn. Tekið var eftir
því að Guðjón Arnar sat í öðruvísi
stól en Jón Sigurðsson, Geir H.
Haarde, Ómar Ragnarsson, Stein-
grímur J. Sigfússon og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir meðan á umræð-
unum stóð.
„Það fer ekkert á milli mála að ég
er öðruvísi en hinir formennirnir. Ég
geng ekki um í neinum blekkingar-
leik með það að ég er alltof þungur,“
segir Guðjón Arnar.
Lengi hefur fólk haft áhyggjur af
heilsu Guðjóns Arnars sem er, eins og
hann sjálfur viðurkennir, hressilega
yfir kjörþyngd. Hann segist þó vera
hraustur á líkama og sál og hræðist
ekki það mikla álag sem fram undan
er næstu fjórar vikurnar fyrir
kosningar.
„Heilsan er góð. Ég hef lengi verið í
þyngri kantinum og var til að mynda
kominn yfir 100 kíló þegar ég var
sautján ára. Ég er hins vegar vanur að
vinna mikið þannig að komandi álag
hræðir mig ekki neitt,“ segir Guðjón
Arnar. Spurður hversu þungur hann
sé í dag segist hann ekki vilja gefa
það upp. „En ég yrði ekki óhamingju-
samur ef ég losnaði við nokkur kíló,“
segir Guðjón Arnar og hlær.
Hann segir erfitt að lifa heilbrigðu
lífi í því annasama starfi sem hann
sinnir sem þingmaður Norðvestur-
kjördæmis og formaður Frjálslynda
flokksins. „Ég nefni sem dæmi að ég
borðaði banana í morgun klukkan
átta en hef ekkert borðað í dag og
mun væntanlega ekki borða neitt fyrr
en seint í kvöld. Það er auðvitað ekki
mjög hollt,“ segir Guðjón og
dæsir.
Formaðurinn hefur líka
lengi stundað sund sér til
heilsubótar en sér fram á að
leggja skýlunni fram að
kosningum. „Það er bara
ekki tími núna. Ég hef
reynt að komast í sund
tvisvar í viku og syndi
þá svona 500 til 1.000
metra. Ég mun taka
upp þráðinn á ný í
lauginni þegar
kosningarnar eru yfir-
staðnar,“ segir
fílhraustur en alltof
þungur Guðjón Arnar.
Þegar Sirkus spurði
Þórhall Gunnarsson,
ritstjóra Kastljóss, hvort
uppi hefði orðið fótur og
fit þegar ljóst var að Guðjón Arnar
féll ekki eins og flís við rass í nýju
stólana, sagðist hann ekki vilja
tjá sig um það. „Það sem gerist í
stúdíóinu hjá okkur fer ekki
þaðan út,“ sagði Þórhallur.
oskar@frettabladid.is
GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON, FORMAÐUR FRJÁLSLYNDRA, ER EKKI EINS OG HINIR
KOMST EKKI Í STÓLINN
EN ER VIÐ HESTAHEILSU
LEYNDARMÁL Þórhallur
Gunnarsson, ritstjóri Kast-
ljóss, vill ekkert gefa
upp um stólamálið,
segir það vera mál sem
engum komi við nema
þeim sem voru staddir í
stúdíóinu.
HEILSUHRAUSTUR Eins og sést á þessari
mynd er Guðjón Arnar mikill á velli og
hefur fólk haft þungar áhyggjur af
holdafari hans. Guðjón Arnar þakkar
umhyggjuna en segist vera við
hestaheilsu.
Í LAUGINNI Guðjón þarf að leggja skýlunni á meðan kosningabaráttan stendur sem
hæst en hann reynir yfirleitt að komast í sund tvisvar í viku.
ÖÐRUVÍSI STÓLL Guðjón fékk annan stól en hinir flokksformennirnir í Kastljósi á mánudag enda eru þeir ekki sniðnir fyrir stóra og
breiða menn.
Zúúber – morgunþáttur
alla virka morgna frá
kl. 7.00–10.00.