Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 13.04.2007, Qupperneq 36
BLS. 4 | sirkus | 13. APRÍL 2007 Heyrst hefur Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að njóta velgengni í lífinu. Knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen, sem leikur með spænska stórliðinu Barcelona, komst að því á dögunum þegar óprúttnir náungar gerðu tilraun til að brjótast inn í glæsilegt heimili fjölskyldu hans sem er rétt fyrir utan Barcelona. Þjófarnir komust þó ekki lengra en að hliðinu fyrir framan húsið því öflugt öryggiskerfi sá til þess að iðja þeirra komst upp. Eiður Smári var ekki heima þegar glæpamennirnir lögðu til atlögu en sambýliskona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, var ein heima með syni þeirra þrjá, Svein Aron, átta ára, Andra Lúkas, fimm ára og Daníel Tristan, eins árs. Var henni eðlilega verulega brugðið þegar hún heyrði að baukað var við garðshliðið seint að kvöldi. Þegar lögreglan kom á staðinn eftir töluvert langan tíma voru þjófarnir á bak og burt en auk lögreglunnar mætti eins konar öryggissveit frá Barcelona- liðinu sem sér um að gæta öryggis leikmanna liðsins sem eru margir hverjir metnir á milljarða. Þessi sveit þykir ekki árennileg enda er það hennar hlutverk að sjá til þess að ekkert hendi rándýra leikmenn liðsins. Eiður Smári vildi ekki tjá sig um málið þegar Sirkus leitaði eftir því. oskar@frettabladid.is FJÖLSKYLDA EIÐS SMÁRA GUÐJOHNSEN Í KRÖPPUM DANSI Í BARCELONA KONAN OG SYNIRNIR ÞRÍR EIN HEIMA ÞEGAR REYNT VAR AÐ BRJÓTAST INN SKOTIÐ SKELK Í BRINGU Ragnhildur Sveinsdóttir, sambýliskona Eiðs Smára, sést hér gefa Daníel Tristan pela þegar Eiður Smári hélt blaðamannafund og tilkynnti að hann væri genginn til liðs við Barcelona. Ragnhildur varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að reynt var að brjótast inn á heimili þeirra í Barcelona á meðan hún var ein heima með synina þrjá. Regína Ósk: Sá Björk í fyrsta sinn MJÖG GAMAN Regína Ósk hafði mjög gaman af tónleikum Bjarkar í Laugar- dalshöllinni á mánudag.. SKEMMTU SÉR VEL Söngkonan Regína Ósk ásamt kærastanum, Sigursveini Þór Árnasyni. Dívur slógu í gegn á Domo „Við erum alsælar,“ segir Hera Björk Þórhallsdóttir en hún, Margrét Eir, Heiða Ólafs og Regína Ósk héldu vel heppnaða tónleika á veitingastaðnum Domo í vikunni. Stelpurnar tóku uppáhaldslögin sín og sungu ýmist allar saman, sóló og dúetta. „Þetta gekk rosalega vel og við skemmtun okkur vel,“ segir Hera Björk en húsfyllir var á tónleikunum. Aðspurð segir Hera aldrei að vita nema þær stöllur komi saman aftur og hún segir allt hafa orðið vitlaust þegar þær tóku lag eftir Spice Girls. „Við förum bara í samkeppni við Spice Girls og fáum vonandi plötusamning við erlendan risa,“ segir Hera hlæjandi. „Mér fannst mjög gaman en ég hafði aldrei séð hana á tónleikum áður,“ segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem skellti sér á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur. Regína viðurkennir að hún sé ekki mesti aðdáandi Bjarkar og að það hefði líklega verið enn skemmtilegra ef hún hefði hlustað á tónlistina áður en hún skellti sér á tónleikana. „Ég er ekki mesti aðdáandi hennar en langaði að sjá hana en hefði viljað sitja í stúku. Þá hefði ég örugglega skemmt mér enn betur. Ég skemmti mér samt mjög vel þótt það sé alltaf erfitt að melta nýtt efni sem maður er að heyra í fyrsta skiptið,“ segir Regína. Uppselt var á tónleikana sem haldnir voru í Laugardalshöll og þóttust takast mjög vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.