Fréttablaðið - 13.04.2007, Side 40
BLS. 8 | sirkus | 13. APRÍL 2007
karlmanni landsins þetta árið. Það hjálpaði líka
til að Sæunn Ósk og stelpurnar á hárgreiðslu-
stofunni fundu upp slagorðið „Færeyski folinn“
og hönnuðu boli með þeirri áletrun. Jógvan
segist ekki hafa vitað fyrst hvað foli þýddi. „Ég
veit það hins vegar núna,“ segir hann og brosir.
Spurður um kvenhylli og áhuga hins kynsins
á honum vill Jógvan lítið tjá sig um slíkt. „Ég
ætla ekki að svara spurningum um aukinn
áhuga kvenna á mér. Það skiptir mig engu máli
þótt fólk sé að hugsa um það og tala um það.
Útlit mitt skiptir engu máli og það hvort konur
hafa áhuga á mér er algjört aukaatriði sem ég
ætla ekki að ræða. Ég hef enga þörf fyrir að
koma fram í fjölmiðlum og segja hvað ég sé
sætur eða hversu margar konur hafa áhuga á
mér,“ segir Jógvan.
Páll Óskar var bara að sýnast
Það verður ekki undan því vikist að ræða um
samkynhneigð í þessu viðtali. Margir hafa velt
því fyrir sér hvort Jógvan sé samkynhneigður og
þótt það komi honum ekki á óvart þá segist
hann ekki þurfa að ræða það neitt sérstaklega.
„Ég er orðinn vanur þessu. Þegar karlmaður í
Færeyjum fer að læra hárgreiðslu þá koma
margar hugsanir og skoðanir fram. Ég er búinn
að fá minn pakka af „hommaslúðri“. Það er alls
staðar fólk sem er með „hommafóbíu“, bæði hér
í Reykjavík og í Færeyjum. Færeyingar eru
auðvitað mjög trúaðir og ég held að eldra fólkið
hafi sérstaklega fordóma gegn hommum. Okkar
kynslóð er hins vegar ekki með fordóma. Ég er
ekki viðkvæmur fyrir hommatalinu. Ég er að
syngja fyrir alla, ekki bara gagnkynhneigða,“
segir Jógvan. „Ég lærði á fiðlu, fór í hárgreiðslu
og förðun. Ég gat búist við því að þetta yrði
tengt við samkynhneigð,“ segir Jógvan og hlær.
Hann fékk sinn skerf af grófum athugasemd-
um frá Páli Óskari í X-factor en segist bara hafa
haft gaman af því. „Þetta var nú bara hluti af
sýningunni hjá Palla. Ef hann hefði verið að
reyna við mig baksviðs hefði ég aldrei látið það
viðgangast en ég veit að hann var að gera þetta
til að skemmta fólki. Það stóð auðvitað ekki í
samningnum hans að hann ætti að gera þetta
en Páll Óskar er Páll Óskar. Hann segir alls
konar hluti og mér finnst það bara fyndið ef
fólk er að hneykslast á þessu. Palli byrjaði
kannski þessa umræðu en hann endaði hana
líka þegar hann lýsti því yfir í einum
þættinum að ég væri „straight“. Ég bað hann
ekki um það. Mér finnst ég ekki þurfa að
segja neitt um þetta. Vinir mínir og fjölskylda
vita hvernig málin standa og það nægir mér.
Aðrir geta velt sér upp úr þessum hlutum.
Það er mér að sársaukalausu.“
Ekki íslensk lög í framtíðinni
Í úrslitaþættinum þurftu Hara og Jógvan að
syngja nýtt íslenskt lag eftir þá Óskar Pál
Sveinsson og Stefán Hilmarsson. Það var vitað
mál að það yrði ekki auðvelt fyrir Færeyinginn
Jógvan en hversu erfitt var það í raun og veru?
„Það er ekkert mál að tala íslensku og ég get
blaðrað út í eitt við fólk. Það er hins vegar
annað mál að fara í sjónvarp og syngja nýtt lag
á íslensku. Ég fékk textann á þriðjudagskvöld og
það var mjög erfitt að læra hann. Ég var kannski
hræddari fyrst en síðan varð ég bara kærulaus
og hugsaði að fólk myndi skilja mig þótt ég
syngi með smá hreim. Einar var alltaf að reyna
að fá mig til að syngja íslenskt lag í keppninni
en ég neitaði alltaf. Fólk vissi að ég var
útlenskur og tók þessu held ég bara vel og með
opnum huga. Ég ætla þó ekki að byggja framtíð
mína á íslenskum lögum. Ég held að það væri
ekki gott fyrir móðurmálið ykkar,“ segir Jógvan
og hlær.
Aðspurður hvert hann stefni í framtíðinni
segist Jógvan ekki vita það upp á hár. „Ég vona
bara að ég og Einar getum gert eitthvað
skemmtilegt saman. Það verður gerð plata,
bæði með frumsömdum lögum eftir mig og
fleiri sem og lögum úr X-factor. Öll lögin verða á
ensku, líka lagið í úrslitaþættinum ef ég fæ leyfi
til. England heillar og kannski á maður að setja
markið nógu hátt. Markmiðið er ekki að verða
heimsfrægur í þeim skilningi. Frægðin skiptir
ekki máli heldur tónlistin. Hún er fíkn og ef
hægt er að lifa af henni þá væri það draumur. Ég
er hins vegar langt frá því núna. Það er
mikilvægt að halda auðmýktinni og vera á
jörðinni. Það er auðvelt að týnast í þessum
bransa.“
Já, taka allan pakkann „drug, sex and rock n´
roll“?
„Ég held að ég taki bara það síðasta af þessu
þrennu, jú og kannski smá sex með,“ segir
Jógvan og hlær dátt.
oskar@frettabladid.is
„ÉG HEF REYNDAR EKKI VERIÐ DUGLEGUR VIÐ AÐ FARA Í KIRKJU EN ÉG TRÚI
EKKI AÐ GUÐ SÉ Í KIRKJUNNI HELDUR Í HJARTANU.“
„Hann er rosalega vandvirkur, er
ofureinlægur og besti klippari sem
ég veit um. Hann er ótrúlega
hugmyndaríkur og það er ekki annað
hægt en að elska þennan mann út af
lífinu. Það er rosalega gott að leita til
hans því hann er alltaf tilbúinn til að
hlusta. Hann á eftir að rúlla öllu upp
sem hann tekur sér fyrir hendur.“
Rakel Magnúsdóttir, vinkona Jóg-
vans og meðlimur systradúetts-
ins Hara.
„Jógvan er náttúrutalent. Hann
hefur mikla útgeislun, mikla
tónlistarhæfileika og honum líður vel
uppi á sviði. Það er nefnilega ekki
nóg að langa upp á svið. Það verður
að hafa eitthvað þangað að gera.
Hann hefur mikið að gefa og það er
auðvelt fyrir fólk að hrífast með.
Hann tók leiðsögn þeirra Kristjönu
og Yesmine mjög vel – eiginlega eins
og svampur, hann drakk allt í sig
sem þær höfðu að bjóða. Ég hlakka
mikið til þess samstarfs sem fram
undan er.“
Einar Bárðarson, umboðsmaður
Jógvans og þjálfari hans í X-
factor.
„Hann er einn af betri nemendum
sem ég hef fengið. Hann kom mér
alltaf á óvart því hann toppaði sig
svo mikið. Röddin stækkaði mikið,
hækkaði um fjóra heiltóna. Hann er
opinn og sýndi okkur mikið traust.
Hann virkar voða flottur en er svo
eins og sveitadrengur. Hann er svo
orginal sem er aðlaðandi eiginleiki.
Hann veit nákvæmlega hvað hann vill
og er mjög klár.“
Kristjana Stefánsdóttir, raddþjálf-
ari Jógvans í X-factor.
„Hann er mjög fínn náungi. Hann
lagði mikið á sig og átti sigurinn svo
sannarlega skilinn. Við urðum góðir
vinir, vorum saman í ræktinni og
undirbjuggum okkur saman. Við
tengdumst strax þegar við hittumst á
Flúðum. Hann er rólegur og á það til
að vera fyndinn. Hann sýndi hins
vegar alvarlegu hliðina á sér þegar
líða tók á keppnina.“
Alan Jones, þátttakandi í X-
factor.
SV
O
N
A
ER
J
Ó
GV
AN
SIGRI FAGNAÐ Jógvan sést hér fagna sigrinum í X-faktor í fanginu á þjálfara sínum Einari Bárðarsyni og
sjá má að gleði Færeyingsins er fölskvalaus. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR
Bláu húsin við Faxafen
Suðurlandsbraut 50
108 Reykjavík
Sími: 568 1800
gleraugad@simnet.is
www.gleraugad.is
Sjóntækjafræðingur með
réttindi til sjónmælinga og
linsumælinga
Greiðslukjör
í allt að 36
mánuði
(visa/euro) Engin útborgun