Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 44

Fréttablaðið - 13.04.2007, Síða 44
 13. APRÍL 2007 FÖSTUDAGUR4 PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING Final Fantasy-leikjaserían á sér langa sögu og óteljandi aðdáend- ur. Nýjasta leiknum í seríunni, þeim tólfta í röðinni, hefur verið gríðarlega vel tekið og var hann til dæmis valinn leikur ársins 2006 í hinu virta tímariti Edge (en leikur- inn kom út á síðasta ári í Japan) og biblía leikjaiðnaðarins, japanska tímaritið Famitsu, gaf leiknum fullt hús stiga. Final Fantasy XII er líkt og fyr- irrennarar sínir hreinræktaður ævintýraleikur með stórfurðuleg- um en um leið stórskemmtilegum söguþræði. Ímyndunaraflið fær að njóta sín og skiptist maður á að berjast við stálhesta, beinagrind- ur, eldspúandi tekatla og tómata í náttfötum. Karakterarnir sem maður stjórnar eru aftur á móti einkar steríótýpískir og eitthvað þurfa Japanar að fara að vinna í jafnréttinu. Karlkyns karakterar eru allir svellkaldir ofurtöffarar á meðan kvenmennirnir haga sér og líta út eins og smástelpur á pinna- hælum. Að nokkrum skilyrðum upp- fylltum er leikurinn frábær. Ef þú hefur fullt af lausum tíma og svolitla þolinmæði hverfa klukku- stundirnar í epískar orrustur, könnunarferðir og heilabrot yfir hvernig sé best að þróa karaktera. Final Fantasy XII er hins vegar ekki leikur sem þú kíkir aðeins í með félögunum, hann er vinna. Stærsti gallinn við leikinn er hversu miklu peningar ráða för. Til að þróa karaktera áfram þarf bæði að þjálfa þá og kaupa hæfi- leika. Það er pirrandi að vera hetja sem reynir að bjarga heima- landi sínu, og heiminum um leið, en þurfa samt að vinna skítverk fyrir hinn og þennan götusala til að komast eitthvað áfram. Við gerum nóg af því í raunveruleik- anum án þess að troða þurfi því inn í tölvuleik. Grafík leiksins er framúrskar- andi, inn á milli leikjahluta koma gullfalleg myndskeið, tónlistin er í anda Final Fantasy-seríunn- ar (ekki slæm og ekki góð, bara japönsk), og heildarmyndin vel heppnuð. Það sem leikurinn hefur fram yfir flesta aðra sambærilega leiki er að í honum er lítil lógík, bara hreinræktuð fantasía. tryggvi@frettabladid.is Síðasta og besta fantasían Eins og í öllum Final Fantasy-leikjum eru myndskeið milli kafla leiksins algjört augnayndi. Bardagakerfið hefur verið uppfært og er nú öllu meira flæðandi. ÞRÍVÍDDARMYNDAVÉL FYRIR FUGLAÁHUGAMENN Ísland er mikið fuglaland og því ætti að vera markaður fyrir 3D VuCAM, myndavél sem lítur út eins og sjónauki en er í raun þrívíddar- myndavél. Gripurinn virkar líkt og venjuleg stafræn myndavél nema hvað hann tekur myndir í þrívídd. Myndirnar er hægt að skoða í allri sinni dýrð eftir að þær hafa verið fluttar inn á tölvu þar sem þær eru skoðaðar gegnum þar til gerð þrívíddargleraugu. Myndavélin kostar reyndar 150.000 krónur án aðflutningsgjalda, en hvað er það fyrir fallega mynd af skógarþresti í þrívídd? APPLE OG ESB DEILA UM VERÐ Á LÖGUM Það stefn- ir í orrustu tveggja risa á tæknivellinum. Evrópusam- bandið hefur beðið Apple að útskýra af hverju lög í iStore eru dýrari í sumum löndum sambandsins en öðrum. Forsvars- menn Apple segja að þetta komi til út af lagaflækjum og kröfum vissra útgáfufyrir- tækja. Blekbullararnir í Brussel taka þessa skýringu ekki gilda og segja þetta kolólöglegt samráð og hreina og beina einokunartilburði. Hver segir að skriffinnska hafi ekki sína kosti? Spennandi verður að sjá hvor ber sigur úr býtum í þessari baráttu, Evrópusambandið með sína skriffinnsku og lagaflækjur (og nokkrar orrustuþotur) eða Apple með jakkafataklæddan lögfræðingaherinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.